Gallerí

Tryllt stuð á Iceland Airwaves 2016

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves fer fram í Reykjavík um helgina. Fjöldi fólks tók þátt í partýinu.

Iceland Airwa­ves-tón­list­ar­há­tíðin stendur yfir í Reykja­vík um helg­ina. Fjöldi fólks frá öllum heims­hornum lögðu leið sína hingað til lands til þess að vera við­stödd hátíð­ina í ár. 9.000 miðar seld­ust á hátíð­ina í ár, þar af 5.000 miðar til erlendra gesta.

Margar erlendar og inn­lendar stór­stjörnur tróðu upp á hátíð­inni ár, sem fram fór á mörgum tón­leika­stöðum vítt og breitt um höf­uð­borg­ina. Meðal þeirra stjarna sem léku í ár má nefna Björk, PJ Har­vey, Kate Tempest, FM Belfast, Warpa­int og fleiri.

Birgir Þór Harð­ar­son, ljós­mynd­ari Kjarn­ans, fylgd­ist með her­leg­heit­unum í gegnum lins­una.

Ljóðskáldið og rapparinn Kött Grá Pjé opnaði hátíðina í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Hann var – eins og hann hefur reyndar gert að sið – ber að ofan og búinn að krota á sig.
Mynd: Birgir Þór
Gkr hélt uppi góðu stuði í Silfurbergi í Hörpu á miðvikudagskvöldið. Textarnir hans eru einlægir og miðað við upplifun tónleikagesta þá virðist sú lýsing endurspegla hann sjálfan nokkuð vel.
Mynd: Birgir Þór
Rappkvöldinu á miðvikudaginn lauk í faðmlögum Emmsjé Gauta og Arons Can eftir flutning þeirra á Silfurskottu.
Mynd: Birgir Þór
Óttarr Proppé, þingmaður og formaður Bjartar framtíðar, kom fram með hljómsveit sinni Dr. Spock á fimmtudagskvöld. Óttarr var í sínum litríka búningi og með uppþvottahanskan gula.
Mynd: Birgir Þór
Rokkararnir í Pink Street Boys flokknum stilltu græjurnar í botn á Húrra seint á fimmtudagskvöld.
Mynd: Birgir Þór
Fólk kunni að meta lætin frá Pink Street Boys og flestir stigu léttan dans við sviðið. Sumum fannst það hins vegar ekki nóg og tóku sviðsdýfur yfir áhorfendur.
Mynd: Birgir Þór
Það var öllu rólegri stemmning á tónleikum hljómsveitarinnar Vakar í Listasafni Reykjavíkur á föstudagskvöld.
Mynd: Birgir Þór
Hljómsveitin Vök hefur ekki enn gefið út breiðskífu. Þau Andri Már (sem sést hér undir ljóstýru) og Margrét Rán unnu Músíktilraunir árið 2013.
Mynd: Birgir Þór
Bandaríska hljómsveitin Warpaint tróð upp í Hörpu á föstudagskvöld.
Mynd: Birgir Þór
Ólafur Arnalds í hljómsveitinni Kiasmos mundar græjurnar. Lazer-ljósin dilluðu sér í takt við tónana.
Mynd: Birgir Þór
Þungarokkshljómsveitin Sólstafir lék í Hörpu á föstudagskvöldið. Hér sést söngvari hljómsveitarinnar, Aðalbjörn Tryggvason, kreista fram tónana.
Mynd: Birgir Þór
Fjöldi svokallaðra „off-venue“ tónleika var í boði fyrir þá sem ekki höfðu tryggt sér miða á Iceland Airwaves í ár. Íslenska pönksveitin Hórmónar léku á Slippbarnum snemma á laugardagskvöld.
Mynd: Birgir Þór
Bandaríska hljómsveitin The Internet lék í Valshöllinni á laugardagskvöld.
Mynd: Birgir Þór
Fólk skemmti sér konunglega og lifði sig inn í stemmninguna á tónleikum The Internet.
Mynd: Birgir Þór
Breska ljóðskáldið og rapparinn Kate Tempest fræddi gesti Gamla bíós um heimsmálin á laugardagskvöldið. Óhætt er að mæla sérstaklega með Kate Tempest en hún flytur pólitísk ljóð við þétta tölvutakta.
Mynd: Birgir Þór
Iceland Airwaves 2016 í Hörpu lauk með tónleikum allsherjarpartíbandsins FM Belfast.
Mynd: Birgir Þór

Dag­skrá Iceland Airwa­ves-há­tíð­ar­innar í ár lýkur í kvöld með tón­leikum bresku tón­list­ar­kon­unnar PJ Har­vey í Vals­höll­inn­i. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiGallerí