Mynd: Birgir Þór

Það er forystukrísa á Íslandi

Halla Tómasdóttir segir að svipt hafi verið hulunni af miklum óheiðarleika á Íslandi á undanförnum árum. Til að ná að gera nýjan samfélagssáttmála þurfum við að byggja upp traust sem glataðist. Til þess þurfi auðmýkt, heiðarleika, góða samskiptarhæfni og ástríðu eða hungur fyrir því að bæta heiminn og gera betur.

Þegar leið á for­seta­kosn­ing­arnar í fyrra­sumar var ljóst að einn fram­bjóð­andi var með meiri með­byr en allir hin­ir. Sá hafði mælst með stuðn­ing um tvö pró­sent þjóð­ar­innar í maí en næstu vik­urnar jókst hann jafnt og þétt.

Tveimur vikum fyrir for­seta­kosn­ing­arnar var fram­bjóð­and­inn með um níu pró­sent fylgi og síð­ustu kann­an­irnar sem voru gerðar sýndu að fylgið var farið að nálg­ast 20 pró­sent. Þegar talið var upp úr kjör­köss­unum reynd­ist fram­bjóð­and­inn hafa fengið næst flest atkvæði allra, eða 27,8 pró­sent. Og könnun sem gerð var skömmu eftir kosn­ing­arnar sýndi að ef kosið væri milli Guðna Th. Jóhann­es­son­ar, sem kos­inn var for­seti lýð­veld­is­ins, og fram­bjóð­and­ans ein­vörð­ungu þá hefði Guðni rétt marið sigur með 52 pró­sent atkvæða gegn 48 pró­sent. Þessi fram­bjóð­andi var Halla Tóm­as­dótt­ir. Og hún hefur haldið sig að mestu utan sviðs­ljóss­ins síðan að for­seta­kosn­ing­unum lauk.

Halla segir að hún hafi fyrst byrjað á því, eftir að kosn­ing­arnar voru yfir­staðn­ar, að gefa sjálfri sér og sínu nærum­hverfi tíma og athygli. Síðan hafi hún farið að gera það aftur sem hún gerði áður en hún fór í fram­boð, að taka þátt í umræð­unni alþjóð­lega um jafn­ræði kynj­anna og for­ystu. Í því felst að halda fyr­ir­lestra, taka þátt í sam­tölum og sinna ráð­gjafa­verk­efnum víða um heim. Halla er meðal ann­ars að styðja við nokkrar konur sem ætla sér for­ystu­hlut­verk víða um heim, meðal ann­ars eina sem ætlar sér í for­seta­fram­boð í Banda­ríkj­unum innan nokk­urra ára.

Í mars seg­ist Halla síðan hafa fengið eitt mest krefj­andi verk­efni sem hún hafi þurft að takast á við. Þá missti hún fót­anna á ósýni­legum hálku­bletti og mölv­aði á sér legg og ökkla. Negla þurfti 13 nagla og festa tvær plötur í fót Höllu auk þess að sauma þurfti yfir fjöru­tíu spor í ökklann. „Ég var tólf vikur af fót­um. Það er ein mesta þol­raun sem ég hef þurft að ganga í gegnum hvað varðar þol­in­mæði og þraut­seigju. En ef þetta verður erf­ið­asta verk­efnið sem ég þarf að takast á við heilsu­fars­lega þá er ég heppin kona. Ég var við það að taka við starfi erlendis þegar þetta slys gerð­ist. Lík­lega er annað plan til fyrir mig fyrst svona fór.“

Trúir meira á fólk en flokka

For­seta­kosn­ing­arnar eru sann­ar­lega ekki þær einu sem farið hafa fram hér­lendis á und­an­förnum árum. Næsta vor, þegar sveita­stjórn­ar­kosn­ingar verða afstaðn­ar, þá hafa Íslend­ingar farið í kjör­klef­ann fjórum sinnum á innan við tveimur árum. Nafn Höllu hefur verið nefnt í tengslum við fram­boð í Alþing­is­kosn­ing­unum sem fram fóru í fyrra, þeim sem fara fram eftir rúmar tvær vikur og sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum á næsta ári. Eitt­hvað virð­ist almannaróm­ur­inn eiga erfitt með að stað­setja Höllu póli­tískt þar sem að hún er orðuð við marga mis­mun­andi flokka.

Hún seg­ist oft fá spurn­ingar um hvort að hún ætli í fram­boð. „Ég hef því neyðst til að hugsa þetta. Auð­vitað þykir mér vænt um traustið og trúna sem fólk sýnir mér og hvatn­ing­una til að taka þátt. Eina leiðin sem ég sæi mér fært að taka þátt í stjórn­málum er ef ég gæti gert það með því að vera áfram trú sjálfri mér og mínum gild­um. Ég sé ekki þær aðstæður í íslenskum stjórn­málum eins og þau blasa við mér í dag. Þannig að svarið hefur verið nei hingað til og ef það breytt­ist þá yrði ég að hafa öðl­ast þá trú að ég gæti starfað á grunni minna gilda og verið trú sjálfri mér. Ég hef vissu­lega mik­inn áhuga á því að láta gott af mér leiða og gera gagn, en það eru fleiri leiðir til þess en þátt­taka í stjórn­mál­u­m.“

Halla segir að hugs­an­lega sé ástæðan fyrir því að það sé erfitt að stað­setja hana í póli­tík vera þá að hún trúi meira á fólk heldur en flokka. „Ég hef alltaf reynt að nota fyrst og fremst mína eigin dóm­greind og mat á aðstæðum og fólki. Ætli ég sé ekki of mikil prinsipp­mann­eskja til að falla inn í ein­hvern einn stjórn­mála­flokk. Þess vegna tók ég af skarið og bauð mig fram til for­seta vegna þess að þar sá ég tæki­færi til að ein­beita mér að því verk­efni sem ég brenn fyrst og fremst fyr­ir, sem er að reyna að nýta þau tæki­færi sem ég tel Ísland búa yfir til að skapa sam­fé­lag sem við getum stolt afhent börnum okkar og barna­börn­um. Ég trúi því að Ísland geti skipt virki­lega miklu máli í þessum miklu umbreyt­ingum sem eru að eiga sér stað í heim­in­um. Sýnt hvernig það er að búa til sam­fé­lag þar sem jafn­rétti er í reynd. Þar sem sjálf­bærni er leið­ar­ljós í öllu sem við gerum, sýnt það hvernig það er að búa í landi sem hefur hug­rekki til að end­ur­skoða mennta­kerfið í tengslum við allar umbreyt­ing­arnar sem eru að eiga sér stað og gera það hratt og betur heldur en aðr­ir.“

Traustið er lítið og for­ystu­krísa blasir við

Við banka­hrunið haustið 2008 má segja að sam­fé­lags­sátt­mál­inn hafi rofn­að. Traust almenn­ings gagn­vart helstu stofn­unum sam­fé­lags­ins hrundi sam­hliða bönk­unum og þrátt fyrir að níu ár séu liðin frá þessum atburðum hefur traustið ekki end­ur­heimst. Þvert á móti má halda því fram að áfram­hald­andi órói, átök og hneyksl­is­mál hafi haldið áfram að grafa undan því fremur en hitt.

En það sem okkur hefur ekki tekist að gera er að sýna fram á að heiðarlegt samfélag hafi tekið við af því óheiðarlega samfélagi sem við horfðumst svo grimmilega í augu við þegar allt hrundi. Það verkefni er flókið. En það er enginn að veita því verkefni forystu í samfélaginu.

Höllu er mjög umhugað um traust og telur það vera þá und­ir­stöðu sem sam­fé­lags­gerð verði að byggj­ast á. Þegar það vanti, líkt og aug­ljós­lega geri hér­lend­is, sé erfitt að byggja nokkuð annað upp. „Ég held að ástandið í stjórn­mál­unum segi allt sem segja þarf. Okkar stærsta vanda­mál er traust­ið. Eða skort­ur­inn á því. Sumir myndu segja að krísan okk­ar, sem við höfum verið að ganga í gegnum á und­an­förnum tæpa ára­tug, sé traust-krísa því það hrundi vissu­lega traustið í sam­fé­lag­inu. En þetta er ekki bara íslenskt. Þetta er að ger­ast út um allan heim eftir efna­hags­á­fallið 2008. Ástandið verður samt sem áður sér­stak­lega slæmt í svona litlu sam­fé­lagi eins og okk­ar. Per­sónu­lega myndi ég kalla þetta for­ystu­krísu frekar en traust­krísu. Það er hlut­verk leið­toga, ekki síst stjórn­mála­leið­toga, að skapa traust í sam­fé­lag­inu. Það er for­senda þess að það eigi sér stað fram­farir og hag­vöxt­ur. Að sam­fé­lagssátt­mál­inn hangi sam­an.“

Hul­unni svipt af miklum óheið­ar­leika

Halla tekur það sér­stak­lega fram að þegar hún talar um for­ystu þá eigi hún ekki við að ein mann­eskja eða einn stjórn­mála­flokkur veiti slíka. Þörf sé á breiðri for­ystu víða í sam­fé­lag­inu til að end­ur­heimta traust.

Aðspurð um hvort að for­ystu­fólk í íslenskum stjórn­málum sé þá of átaka­sækið í stað þess að reyna að sætta ólík sjón­ar­mið og freista þess að gera mála­miðl­anir segir Halla stöð­una tví­mæla­laust vera þannig. „Það er talað um að þrennt þurfi að koma til svo hægt sé að byggja upp traust. Í fyrsta lagi þurfum við að skynja að við­kom­andi ein­stak­lingur eða stofnun búi yfir hæfn­inni sem til þarf til að sinna vel því verk­efni sem þarf að sinna. Í öðru lagi þurfum við að skynja að við­kom­andi gangi gott eitt til. Að hann eða hún búi yfir góð­vild og sé ekki sama um almenn­ing. Í þriðja lagi þurfum við að skynja að það sé heið­ar­leiki til stað­ar.

Hrunið afhjúpaði óheið­ar­leika í sam­fé­lag­inu okk­ar. Ég vil trúa því að í flestum stjórn­mála­flokkum hafi hæft fólk boðið sig fram til starfa frá hruni. Og ég vil trúa því að flest­um, kannski ekki öll­um, en flestum gangi gott eitt til. En það sem okkur hefur ekki tek­ist að gera er að sýna fram á að heið­ar­legt sam­fé­lag hafi tekið við af því óheið­ar­lega sam­fé­lagi sem við horfð­umst svo grimmi­lega í augu við þegar allt hrundi. Það verk­efni er flók­ið. En það er eng­inn að veita því verk­efni for­ystu í sam­fé­lag­in­u.“

Tím­inn sem lið­inn er frá efna­hags­á­fall­inu 2008 hefur ekki nýst nægi­lega vel til að byggja upp traust. Þvert á móti hefur almenn­ingur reglu­lega orðið vitni af því að meiri óheið­ar­leiki hafi verið afhjúp­aður og það virð­ist oft sem við höfum lítið lært.

Halla segir að nú sé ófrá­víkj­an­leg krafa um aukið gegn­sæi. „Á Þjóð­fundi 2009, árið eftir hrun, kom heið­ar­leiki svo skýrt fram sem það gildi sem sam­fé­lagið vildi byggja nýtt Ísland á. Okkar stærstu mis­tök eru að átta okkur ekki á að þegar sam­fé­lags­sátt­mál­inn okkar rofnar þá höfum við ekki talið að það verk­efni að laga hann þurfi athygli og for­ystu heldur ein­göngu efna­hags­legi við­snún­ing­ur­inn. Þetta er ástæða þess að ég hef talað um að til­finn­inga­kreppan muni áfram hrjá okk­ur. Hún er grunn­ur­inn að þessum ítrek­uðu stjórn­ar­slit­um. Við þurfum ekk­ert að ræða endi­lega af hverju síð­asta rík­is­stjórn sprakk, heldur miklu frekar að ræða af hverju höfum við ekki náð saman um að það þurfi að byggja upp traust á grunni nýrra gilda til þess að það sé fært að vinna saman á öllum sviðum sam­fé­lags­ins.

Þetta er eins og blæð­andi sár. Það kemur hrúður yfir það en svo ger­ist eitt­hvað og það fer að blæða aft­ur. Ég líki þessu stundum við hjóna­band þar sem annar mak­inn fremur trún­að­ar­brest. Þá sýður uppúr um stund en svo er e.t.v. tekin ákvörðun um að halda áfram, en ekki rætt um á hvaða for­sendum það er, á hverju eigi að byggja upp traust að nýju, heldur er vanda­mál­unum sópað undir teppið og haldið áfram. Svo einn dag­inn kemur mak­inn sem framdi trún­að­ar­brest­inn fimm mín­útum of seint heim. Og það verður allt brjál­að.

Birgir Þór Harðarson

Það er alveg sama hversu góðar skýr­ingar hann getur gef­ið. Að umferðin hafi verið slæm. Að það hafi sprungið á dekki. Það skiptir engu máli hver útskýr­ingin er. Í grunn­inn þá var ekki traust til stað­ar. Þetta er okkar stærsta áskor­un.“

Snýst um gild­is­mat, ekki karla gegn konum

Að mati Höllu er of mikil áhersla lögð á sam­keppni. Allt okkar sam­fé­lag virð­ist byggja á lög­mál­inu um að við séum að keppa um eina köku og að við þurfum öll að reyna að ná sem stærstum hluta af þess­ari köku til okk­ar. „Ég vil meina að við þurfum að breyta áhersl­unum í sam­fé­lag­inu og koma með meira af umhyggju inn. Þá mun kakan stækka fyrir okkur öll. Við vitum það til að mynda að hagn­aður fyr­ir­tækja sem fólk treystir er um 25 pró­sent meiri en ann­arra. Ef við færum það yfir á sam­fé­lög þá vitum við að okkur mun ganga betur ef við náum að byggja upp traust á ný í sam­fé­lag­inu, bæði efna­hags­lega en ekki síður sam­fé­lags­lega.“

Það er önnur breyta sem er líka mjög ráð­andi í vest­rænni sam­fé­lags­gerð, valda­hlut­föll í henni eru körlum mjög í vil. Kjarn­inn hefur til að mynda gert árlega úttekt á því hvernig kynja­hlut­föll þeirra sem stýra fjár­magni á Íslandi eru. Nið­ur­staðan er slá­andi. Rúm­lega níu af hverjum tíu æðstu stjórn­endum sem stýra pen­ingum eru karl­ar. Litlar sem engar breyt­ingar hafa orðið á hlut­fall­inu árum sam­an.

Halla segir að við­skipta­lífið þurfi nauð­syn­lega á því að halda að inn­leiða fleiri kven­læg gildi. Rann­sóknir sýni að þau fyr­ir­tæki sem veiti konum frekar braut­ar­gengi hafi til­hneig­ingu til að ganga betur til lengri tíma lit­ið. Á þetta hafi hún bent árum sam­an. „Þetta snýst ekki um konur gegn körlum heldur gild­is­mat. Ég veit um marga karla sem hafa þá sýn að við þurfum að stunda heil­brigð­ari við­skipta­hætti og horfa til lengri tíma í fjár­mála­geir­an­um, við þurfum að mæla fleira en fjár­hags­legan arð, við þurfum að horfa til áhrifa okkar á sam­fé­lagið og umhverfið og við þurfum bæði að setja okkur mark­mið í kringum það og mæla það. Þessi umræða er að fá mik­inn byr, sér­stak­lega alþjóð­lega. En stað­reynd­irnar tala sínu máli. Nokk­urra ára gömul rann­sókn sem gerð var í Banda­ríkj­unum tók saman hverjir stýra öllu stofn­ana­fjár­magn­inu. Þ.e. fjár­magni líf­eyr­is­sjóða, trygg­inga­fé­laga og svo fram­veg­is. Það voru 97,3 pró­sent hvítir karlar sem það gerðu. 2,7 pró­sent voru konur eða karlar úr minni­hluta­hóp­um. Þessi rann­sókn var gerð fyrir nokkrum árum síðan en það virð­ist lítið hafa breyst, þrátt fyrir að rann­sóknir sýni að ávöxtun sjóða í vörslu kvenna sé jafn­vel betri en með­al­tals­á­vöxtun í grein­inni.

Vand­inn er eins­leitn­in. Þegar allir hugsa eins og koma úr sama grunni þá er ekki þessi gagn­rýna umræða og þessi víð­ari nálgun á mál­efnin sem verður þegar konur og karl­ar, og fleiri breytur í fjöl­breytn­inni, eru saman í kringum borð­ið.

Það virðist vera að það séu til teflon-karlar en ekki teflon-konur. Það þarf óskaplega lítið að gerast hjá þeim til að þær sjái sér ekki fært að starfa í því umhverfi eða í þeirri orðræðu sem stjórnmál og fjármálageirinn eru. Þær velji því að lifa lífinu sínu öðruvísi. Ef þú setur fullkomlega heilbrigða manneskju inn í ónýtt kerfi þá vinnur kerfið hvaða dag sem er.

„Það átti sér stað áhuga­vert dæmi nýverið í Banda­ríkj­un­um, í Kís­ildaln­um, þar sem konur sem voru að sækja sér fjár­magn fyrir hug­mynd bættu við til­búnum karl­manni í teymið sitt. Þá fengu þær loks­ins aðgengi og fjár­magn . Það var eins og það þyrfti karl til að fá traust. Önnur rann­sókn sem gerð var í Sví­þjóð ein­beitti sér að því að hlusta á þær spurn­ingar sem stráka-teymin fengu ann­ars vegar og þær sem stelpu-teymin fengu hins veg­ar. Það var slá­andi að fjár­festar töl­uðu um karl­ana og sögðu þá vera með flott mark­mið og stór­huga, en um kon­urnar sögðu þeir að þær væru ekki búnar að hugsa þetta alla leið og væru með óraun­hæfar áætl­an­ir. Nálg­unin og matið var allt öðru­vísi.“

Konur verða að þora

Þótt að umræða og með­vit­und um mis­jafna stöðu karla og kvenna í valda­stöðum sam­fé­lags­ins sé sífellt að aukast segir Halla að það sé enn á bratt­ann að sækja. „Fjár­mála­mark­aðir eru allir skipu­lagðir í kringum mjög kar­læga hugs­un. En fram­tíðin er það ekki. Þess vegna er þetta svona alvar­legt.

Þeir kostir sem eiga að vera til staðar í góðum leið­toga eru auð­mýkt, sem ég sé oftar í fari kvenna en karla. Númer tvö er sér­lega góð til­finn­inga­greind og sam­skipta­hæfni. Í þriðja lagi ein­hvers­konar ástríða eða hungur fyrir því að bæta heim­inn eða gera bet­ur.

Við erum að fara í gegnum svo miklar umbreyt­ingar í heim­inum og því þurfum við þessa teg­und af leið­tog­um, svo kall­aða umbreyt­ing­ar­leið­toga. Auk þess eru ⅔ hluti allra þeirra sem eru að útskrif­ast úr háskól­anum kon­ur. Og það er bara vit­laus fjár­fest­ing fyrir hvaða sam­fé­lag sem er að fjár­festa í menntun kvenna, en hleypa þeim síðan ekki til áhrifa. Þá skilar fjár­fest­ingin sem við setjum í menntun þeirra sér ekki til baka í nýjum hug­myndum eða nýrri nálg­un.“

Halla segir að við höfum verið að reyna að taka á þessum málum með því að fjölga konum með til dæmis kynja­kvót­um. Að beita stjórn­valds­að­gerðum til að laga aðstæður sem aug­ljós­lega end­ur­spegla ekki sam­fé­lags­gerð­ina. Það skiptir máli en hún telur það ekki nóg. „Kon­urnar verða líka að þora að vera þær sjálf­ar. Hafa hug­rekki til þess að starfa á eigin gildum og kynna sínar hug­mynd­ir. Þær þurfa að fá svig­rúm fyrir það til að ná að hafa áhrif til að breyta fyr­ir­tækja- og stjórn­málakúltúr. Það tekur langan tíma. Það er talað um að umbreyt­ing á fyr­ir­tækja­menn­ingu taki að minnsta kosti 10-15 ár. Ég held að þetta taki enn lengri tíma í sam­fé­lagi. Við erum enn mjög snemma í þessu ferli.

Það virð­ist vera að það séu til teflon-karlar en ekki teflon-­kon­ur. Við virð­umst til­bún­ari til að horfa fram­hjá mis­tökum karla en kvenna og mögu­lega eru konur einnig við­kvæm­ari fyrir því að vera á milli tann­anna á fólki. Það þarf óskap­lega lítið að ger­ast hjá konum til að þær sjái sér ekki fært að starfa í því umhverfi eða í þeirri orð­ræðu sem stjórn­mál og jafn­vel fjár­mála­geir­inn býður uppá. Þær velja því stundum að lifa líf­inu sínu öðru­vísi. Ef þú setur full­kom­lega heil­brigða mann­eskju inn í ónýtt kerfi þá vinnur kerfið hvaða dag sem er. Þetta virð­ast vera vett­vangar þar sem konur eiga ein­fald­lega erfitt upp­dráttar nema að þær leiki karla. Við þurfum því að fá nægi­lega margar konur í áhrifa­stöður til að breyta þessum kerf­um, sem mér er til efs að þjóni hags­munum heild­ar­innar jafn vel og þau ættu að ger­a.“

Við­talið birt­ist fyrst í Mann­lífi 12. októ­ber 2017.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira úr sama flokkiViðtal