10 til 24 mánaða gömul íslensk börn leika í nýrri auglýsingu fyrir Microsoft - myndband

Stilla7.jpg
Auglýsing

Íslensk börn, á aldr­inum 10-24 mán­aða, eru í aðal­hlut­verkum í nýrri aug­lýs­ingu frá tölvuris­anum Microsoft, þar sem nýja Windows stýri­kerfið er aug­lýst. Frá þessu er greint í frétta­til­kynn­ingu frá almanna­tengsla­fyr­ir­tæk­inu Góðum sam­skiptum fyrir hönd Microsoft.

Umrædd aug­lýs­ing var tekin í Reykja­vík, Mos­fells­dal og á Langjökli á tveimur dögum í lok júní, en í aug­lýs­ing­unni má sömu­leiðis sjá bregða fyrir börnum frá Marokkó, Taílandi, Englandi og Banda­ríkj­un­um.

Sam­kvæmt áður­nefndri frétta­til­kynn­ingu fóru börnin ekki í prufur heldur voru valin út frá ljós­myndum en hátt í þrjá­tíu manns komu hingað til lands til að taka upp aug­lýs­ing­una. Margt íslenskt starfs­fólk kom að verk­efn­inu. „Þetta var mikil vinna en skemmti­leg,“ er haft eft­ir Árna Páli Hans­syni, hjá True North sem var fram­leið­andi íslenska hluta verk­efn­is­ins, í frétta­til­kynn­ing­unni. „Þau höfðu sam­band við okkur sex vikum áður en þau komu og þá hóf­umst við strax handa við und­ir­bún­ing­inn.“

Auglýsing

Í aug­lýs­ing­unni má meðal ann­ars sjá íslensku börnin upp á jökli, að veiða, klappa hesti og róla. Eft­ir­vinnsla aug­lýs­ing­ar­innar tók ekki langan tíma og hefur hún nú þegar verið tekin til sýn­inga í Banda­ríkj­unum og verður sýnd ann­ars staðar í heim­inum síðar í mán­uð­in­um.

Hér að neðan má sjá aug­lýs­ing­una.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None