1800 mun krefja Já um tugi milljóna króna í skaðabætur

Mynd.4.000.jpg
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að Já hf. hafi mis­notað mark­aðs­ráð­andi stöðu sína á mark­aði fyrir rekstur og heild­sölu­að­gang að síma­núm­era­gagna­grunni fyr­ir­tæk­is­ins. Eft­ir­litið hefur lagt 50 millj­óna króna stjórn­valds­sekt á Já vegna þessa, en upp­lýs­inga­veitan 1800 kærði Já til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins vegna meintra brota fyrir þremur árum.

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, for­stjóri Já, segir fyr­ir­tækið for­viða á nið­ur­stöðu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, og ákvörðun þess sé eins­dæmi í Evr­ópu og fyr­ir­tæk­inu óskilj­an­leg. Já hf. hefur til­kynnt að nið­ur­stöð­unni verði áfrýjað til áfrýj­un­ar­nefndar sam­keppn­is­mála.

Andri Árna­son, for­stjóri 1800, segir fyr­ir­hug­aða áfrýjun Já ekki hafa komið á óvart. "Já hefur sagt nei aftur og aftur í þessu máli, sem nú er búið að taka þrjú ár. Fyr­ir­tækið hefur gert allt sem það getur til að tefja mál­ið, enda hags­munir fyr­ir­tæk­is­ins að það tefj­ist sem lengst. Fyr­ir­tækið mun áfram reyna að hindra fram­gang á­kvörð­un­ar­innar eins lengi og það get­ur, á kostnað neyt­enda," segir Andri í sam­tali við Kjarn­ann.

Auglýsing

Að loknu áfrýj­un­ar­ferli máls­ins hyggst 1800 krefja Já hf. um tugi millj­óna króna í skaða­bæt­ur. "Í dag vitum við ekki hvað skaða­bótakrafan mun hljóða upp á, en við teljum að á okkur hafi verið gróf­lega brotið með yfir­verð­lagn­ingu Já á sínum tíma, og það hafi valdið okkur miklum skaða. Núna ætlum við leggj­ast yfir málið með end­ur­skoð­anda okkar og lög­fræð­ingi til að meta tjón okkar vegna þessa."

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None