20 spennandi sveitir á Airwaves

image3.jpeg
Auglýsing

Hátíð fer að höndum ein, hana vér allir prýð­um…

Í þetta sinn er erindi Jóhann­esar úr Kötlum reyndar raulað við nýstár­lega raf­tón­list á hæsta styrk í stað þjóð­lags­ins klass­íska – og hátíðin er Iceland Airwa­ves, ekki jól­in.

Airwa­ves þarf auð­vitað ekki að kynna, hún hefur haldið fána nýrrar og spenn­andi tón­listar á lofti síðan ‘99 og er hvergi nærri hætt. Skoðum dag­skrána í ár aðeins bet­ur.

Auglýsing

15698024986_5c8a86eb29_z Jún­íus Mey­vant lét á Iceland Airwa­ves hátíð­inni í gær­kvöldi. Hann er einn þeirra íslensku tón­list­ar­manna sem miklar vonir eru bundnar við að fangi athygli út fyrir lands­stein­anna á hátíð­inni í ár.

Íslenskt

Það er ekk­ert leynd­ar­mál að Íslend­ingar státa af frá­bærum tón­list­ar­mönn­um, sumir myndu eflaust ganga svo langt að segja að við séum með bestu tón­list­ar­menn í heimi “per capita” (en ekki hvað).  Þar sem von­laust er að þrengja hóp­inn í stuttri grein skulum við frekar beina sjón­unum að nokkrum spenn­andi sveitum sem aldrei hafa spilað á Airwa­ves áður og vert er að kanna nán­ar;

Amb­átt

Með­limir sveit­ar­innar hafa áður gert garð­inn frægan í raf­tón­list­ar­sen­unni á Íslandi með t.d. Beat­makin Troopa og Stereo Hypnosis

Dream Wife

Íslensk/bresk popp-grugg­sveit sem byrj­aði sem skóla­verk­efni í lista­há­skóla í Brighton.

Geislar

Sann­kölluð “súpergrúppa”, en með­limir hennar hafa verið með putt­ana í mörgum af betri hljóm­sveitum lands­ins.

Jún­íus Mey­vant

Á hraðri upp­leið þessa dag­ana með auknum vin­sældum lags­ins “Color Decay” og vænt­an­legri plötu.

Kælan Mikla

Pönk og ljóð­list bind­ast órjúf­an­legum böndum í flutn­ingi hinna eit­ursvölu KM stelpna.

Lily the Kid

Fyrrum söng­kona Blood­group kemur tví­efld úr langri tón­list­ar­pásu sem Lily the Kid ásamt bróður sínum úr sömu sveit með silki­mjúka raf­tóna í fartesk­inu.



Óbó

Hann hefur spilað með flestum – Emilíönu Torr­ini, Sigur Rós, múm o.fl. - en fæstir hafa heyrt hans eigin tón­list enn sem komið er.

Tófa

Ný íslensk pönk­-­sveit sem sam­anstendur af með­limum sveita á borð við For a Minor Ref­lect­ion og Rökk­urró.

Uni Stef­son

F
orsprakki Retro Stef­son stígur fram á sjón­ar­sviðið sóló í fyrsta sinn með ljúfsárum lögum sem sýna aðra hlið á tón­list­ar­mann­in­um.

Young Karin

Dúóið Young Karin bjóða upp á syk­ur­sætt raf­popp með gríp­andi lag­lín­um.

 

Gestir hátíðarinnar í dag verða um níu þúsund. Það er tæplega eitt þúsund fleiri en í fyrra. Gestir hátíð­ar­innar í dag verða um níu þús­und. Það er tæp­lega eitt þús­und fleiri en í fyrra.

Erlent

Eitt­hvað er um stór nöfn á hátíð­inni í ár sem vert er að sjá, til að mynda Íslands­vin­irnir Flaming Lips og Cari­bou auk The War On Drugs, Fut­ure Islands og How To Dress Well - að ógleymdum allra síð­ustu tón­leikum The Kni­fe!

Sjarmi Airwa­ves felst þó óneit­an­lega í því að kynn­ast nýjum tón­list­ar­mönnum sem eru við það að springa út, eins og þessum;

East India Youth

Eins­manns­band þetta skaust upp á sjón­ar­sviðið eftir að hafa afhent réttum aðila rétta tón­list á réttum tíma.

Ibibio Sound Machine

Sam­suða marg­breyti­legra tón­list­ar­stefna mæt­ist hér og ekki er annað hægt en að taka nokkur dans­spor.

Jaakko Eino Kalevi

Sæka­del­ískir og til­rauna­kenndir tónar mat­reiddir á afbragðs hátt.   

Jessy Lanza

Ein lista­manna hinnar virtu Hyper­dub útgáfu sem gaf út frá­bæra plötu í fyrra.

Kel­ela

Banda­ríska RnB nýst­irnið hefur getið sér gott orð að und­an­förnu.

Per­fect Pussy

Þessi nýstár­lega pönk­sveit gaf út frá­bæra plötu á árinu.

Son Lux

Hefur unnið með lista­mönnum sem eru eins mis­mun­andi og þeir eru margir og ber hljóð­heimur hans þess glöggt vitni.

Stara Rzeka

Áhuga­verð sveit sem blandar saman meló­díum og óhljóðum svo úr verður hin fín­asti kok­teill.

Thus Owls

Oft hefur verið sagt að vatnið í bæði Kanada og Sví­þjóð sé gætt ein­hverjum sér­stökum tón­list­artöfrum – mýta sem deyr ekki með þess­ari sveit.

Tremoro Tar­antura

Norð­menn eru sér­fræð­ingar í dekkri hliðum tón­listar og er Tremoro Tar­antura engin und­an­tekn­ing.



Gleði­lega hátíð!

 Airwaves

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None