Seðlabanki Evrópu telur að stærstu bankar Grikklands þurfi sextán milljarða evra, jafnvirði um 2.300 milljarða króna, til að lifa af og komast í ásættanlegt ástand. Þetta sýna álagspróf sem seðlabankinn lét fjóra stærstu banka Grikklands undirgangast til að kanna fjárhagslegan styrk þeirra.
Niðurstaða álagsprófsins þykir vera heldur verri en búist hafði verið við af flestum sérfræðingum í Grikklandi, en einnig hafa þó komið fram raddir, einkum utan Grikklands, sem óttuðust að staða bankanna væri mun verri. Stutt er síðan bankarnir fengu 20 milljarða evra fjárhagsaðstoð í formi láns, eða sem nemur um 2.860 milljörðum króna, frá Seðlabanka Evrópu, Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Í sumar versnaði staða bankanna hratt þegar viðskiptavinir þeirra hófu að færa fjármuni sína frá bönkunum, ekki síst þeir sem áttu mest fé. Þetta átti bæði við um einstaklinga og fyrirtæki.
Fjármagnið sem bankarnir þurfa að útvega sér þurfa að fara í að endurfjármagna lán sem líklegt þykir að muni ekki fást til baka, og muni þannig ekki fást til baka, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times.
Í umfjölluninni segir enn fremur að veruleg hætta sé á því að allt að 50 prósent af útistandandi lánum bankanum muni ekki fást endurgreidd, og því þoli aðgerðir til að bæta fjárhagslega stöðu bankakerfisins í Grikklandi, enga bið.