Varðskipið Þór stóð togara að meintum ólöglegum veiðum norður af Vestfjörðum í morgun. Er þetta í þriðja skipið sem Þór stendur skip að meintum ólöglegum veiðum í þessari viku, en það sem af er ári hefur Landhelgisgæslan merkt „talsverða aukningu í landhelgisbrotum“ að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni.
Áhöfn Þórs vísaði skipinu til hafnar og sama gilti um hin tvö skipin sem staðin voru að meintum ólöglegum veiðum í vikunni. Lögreglurannsókn tekur síðan við, en Þór sinnir nú löggæslu og eftirliti í landhelginni, að því er segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar.
Auglýsing