Fjölmiðillinn Stundin, sem hóf útgáfu í byrjun árs, hefur ákveðið að fjölga útgáfudögum sínum úr einum í mánuði í tvo. Samhliða þessu mun verð prentáskriftar fara úr 950 krónum í 1.350 krónur á mánuði og verð vefáskriftar úr 750 krónum á mánuði í 950 krónur til að standa undir stækkun ritstjórnar og kostnaði við prentun.
Í tilkynningu frá Stundinni vegna þessa segir að ákvörðunin hafi verið tekin eftir að miðillinn hafi kannað viðhorf áskrifenda til útgáfutíðni Stundarinnar. "Könnunin leiddi í ljós að 86 prósent áskrifenda töldu hæfilegt að útgáfudögum yrði fjölgað og að Stundin kæmi út tvisvar eða oftar í mánuði. Um 1.500 svör bárust frá áskrifendum í könnuninni.Með fjölgun útgáfudaga verður ritstjórnin stækkuð og greinum fjölgað. Áfram verður lögð áhersla á að stunda rannsóknarblaðamennsku og gagnrýnar og upplýsandi greiningar á samfélagsmálum.[...]Meðal annarra niðurstaðna í könnuninni voru að tæplega 94 prósent lesenda töldu vel takast til með rannsóknarblaðamennsku í Stundinni. Yfir 90 prósent svarenda sögðu líklegt að þeir myndu mæla með Stundinni við ættingja eða vini."
Prentuútgáfa Stundarinnar mun nún koma út fyrsta og þriðja fimmtudag hvers mánaðar. Stundin heldur einnig úti vefmiðlinum Stundin.is.