Fréttin um útbúnu íbúðina í Hlíðunum „bara góð blaðamennska"

Kristín Þorsteinsdóttir telur ekkert tilefni fyrir Fréttablaðið að biðjast afsökunar á frétt um íbúð sem sögð var útbúin til nauðgana. Hún segir berorðustu atvikalýsingarnar hafa komið fram á RÚV.

Kristín Þorsteinsdóttir
Auglýsing

Kristín Þor­steins­dótt­ir, útgef­andi og aðal­rit­stjóri 365, ­segir að ekk­ert í frétt Frétta­blaðs­ins, sem birt­ist á mánu­dag und­ir­ ­fyr­ir­sögn­inni „Íbúð í Hlíð­unum útbúin til nauð­gana“, gefi til­efni til þess að ­blaðið biðj­ist afsök­unar á frétta­flutn­ingn­um. Fréttin hafi verið „bara góð ­blaða­mennska.“ Frétta­blaðið hafi forð­ast að lýsa atvikum sem til umfjöll­un­ar­ voru með of nákvæmum hætti. Ber­orð­ustu lýs­ing­arnar hafi komið fram hjá RÚV. Þetta kemur fram í leið­ara Frétta­blaðs­ins í dag sem Kristín skrif­ar.

Í frétt Frétta­blaðs­ins sem um ræðir var sagt frá rann­sókn lög­reglu á tveimur aðskildum kyn­ferð­is­brota­málum vegna meintra árása sem átt hefðu sér stað í fjöl­býl­is­húsi í Hlíða­hverfi í Reykja­vík í októ­ber. Tvær ­konur hafa kært tvo karl­menn fyrir kyn­ferð­is­brot í mál­inu og í frétt Frétta­blaðs­ins sagði að „Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins voru árás­irnar hrotta­legar og íbúðin búin tækjum til­ of­beld­isiðk­un­ar.“

Auglýsing

Segir lög­mann hafa sent sér hót­un­ar­bréf

Í leið­ara dags­ins rekur Kristín að lög­maður ann­ars tveggja ­manna sem kærðir hafa verið fyrir nauðgun hafi sent henni bréf á mánu­dag þar Frétta­blað­in­u voru gefnir tveir dagar til að biðj­ast afsök­unar á umfjöllun sinni og sjö dag­ar til að greiða mönn­unum tveimur sam­an­lagt 20 millj­ónir króna í miska­bætur. Alda Hrönn Jóhanns­dótt­ir, yfir­lög­fræð­ingur á skrif­stofu lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sagði á mánu­dag að sú mynd ­sem hefði verið máluð upp af mál­inu í fjöl­miðlum væri alvar­leg og að umrædd ­í­búð væri ekki sér útbúin til að brjóta á öðru fólki.Í Frétta­blað­inu á þriðju­dag sagði Alda Hrönn: „Í okkar gögnum höfum við ekki neitt sem sýnir að ­í­búðin sé útbúin til nauð­gana og við getum ekki full­yrt neitt um það.“Forsíða Fréttablaðsins mánudaginn 9. nóvember.

Lög­mað­ur­inn, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son, birti mynd­band um umræddri íbúð aðfara­nótt þriðju­dags. Hægt er að sjá það mynd­band neðst í þess­ari frétt. Vil­hjálmur sagði síðan í við­tali við Morg­un­út­varpið á þriðju­dag ábyrgð Frétta­blaðs­ins væri mikil og að bein orsaka­tengsl væru milli frétt­ar ­blaðs­ins og þeirrar „mú­gæs­ing­ar“ sem hafi orðið á mánu­dag, þegar þús­undir manna birtu myndir af hinum grun­uðu og nafn­greindu þá á sam­fé­lags­miðl­um. Báðir menn­irnir neita sök og hafa kært ­kon­urnar tvær fyrir rangar saka­gift­ir.

Kristín segir í leið­ara dags­ins Frétta­blaðið standa að fullu við frétt­ina og ­segir bréf Vil­hjálms til sín hafa verið hót­un­ar­bréf. „Bréfin bár­ust í kjöl­far for­síðu­frétt­ar Frétta­blaðs­ins. Þar var fjallað um íbúð sem kom við sögu í tveim­ur nauðg­un­ar­málum sem lög­regla hefur til rann­sókn­ar. Fram kom að lög­reglan hefð­i ­gert tæki og tól upp­tæk sem grunur leikur á að notuð hafi verið í tengslum við ­meintar nauðg­an­ir. Fyrir þessu hefur Frétta­blaðið heim­ildir og ekk­ert hef­ur komið fram síðar sem rengir efn­is­at­riði frétt­ar­inn­ar. Ekk­ert til að biðjast af­sök­unar á. Bara góð blaða­mennska.

Ber­orð­ustu lýs­ing­arnar á RÚV og Frétta­blaðið ber ekki ábyrgð á umræðu

Að sögn Krist­ínar hafi einnig verið látið að því liggja í bréf­inu að for­síða Frétta­blaðs­ins mánu­dag­inn 9. nóv­em­ber hefði orðið til þess að menn­irnir tveir hafi ver­ið ­nafn­greindir og myndir af þeim birtir á sam­fé­lags­miðl­um. „Ekk­ert er fjær sanni. Fjöl­miðlar hafa vissu­lega völd en ekki slík að geta tekið yfir­ ­tölvur og lykla­borð lands­manna. Hefðum við viljað að nöfn þeirra og myndir yrð­u á allra vit­orði hefðum við ein­fald­lega birt nöfn og myndir með frétt­inni.

Það ­gerðum við ekki, enda höldum við þá reglu í heiðri að menn séu sak­lausir uns ­sekt er sönn­uð.

Það breytir því þó ekki að við segjum frétt­ir, og það er les­endum eðl­is­lægt að heim­færa þær á ein­stak­linga. Við getum ekki látið ótta við að upp kom­ist hverjir eiga í hlut, verða til þess að hlutir liggi í þagn­ar­gild­i.“

Kristín segir þetta eiga ­sér­stak­lega við um kyn­ferð­is­brot. Óttin við bægsla­gang megi ekki verið til þess að fjöl­miðlar hiki við að segja frétt­ir. „Allt of lengi hafa fórn­ar­lömb slíkra brota þurft að bera harm sinn og skömm í hljóði. Horft framan í rétt­ar­kerfi sem hvorki hlustar né skil­ur. Við verðum að fá að segja fréttir af slíkum mál­um. Í því felst ekki bara rétt­ur­inn til að upp­lýsa fólk, eða varn­að­ar­á­hrif, held­ur líka yfir­lýs­ing um að þolendur eiga ekki að þurfa að þjást í hljóði. Nauðg­an­ir eru ill­virki, frétt­næmar og dæmin sýna að lög­reglu veitir ekki af aðhaldi frá­ ­fólki og fjöl­miðlum þegar kemur að rann­sókn slíkra mála.

Aðgát skal þó höfð í nær­veru sál­ar. Þess vegna forð­umst við að lýsa atvikum með of nákvæmum hætt­i. Ber­orð­ustu lýs­ingar á sak­ar­efnum hafa enda komið úr annarri átt. Frá lög­mann­i sak­born­inga í við­tali við sjálft Rík­is­út­varp­ið.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None