Fréttin um útbúnu íbúðina í Hlíðunum „bara góð blaðamennska"

Kristín Þorsteinsdóttir telur ekkert tilefni fyrir Fréttablaðið að biðjast afsökunar á frétt um íbúð sem sögð var útbúin til nauðgana. Hún segir berorðustu atvikalýsingarnar hafa komið fram á RÚV.

Kristín Þorsteinsdóttir
Auglýsing

Kristín Þor­steins­dótt­ir, útgef­andi og aðal­rit­stjóri 365, ­segir að ekk­ert í frétt Frétta­blaðs­ins, sem birt­ist á mánu­dag und­ir­ ­fyr­ir­sögn­inni „Íbúð í Hlíð­unum útbúin til nauð­gana“, gefi til­efni til þess að ­blaðið biðj­ist afsök­unar á frétta­flutn­ingn­um. Fréttin hafi verið „bara góð ­blaða­mennska.“ Frétta­blaðið hafi forð­ast að lýsa atvikum sem til umfjöll­un­ar­ voru með of nákvæmum hætti. Ber­orð­ustu lýs­ing­arnar hafi komið fram hjá RÚV. Þetta kemur fram í leið­ara Frétta­blaðs­ins í dag sem Kristín skrif­ar.

Í frétt Frétta­blaðs­ins sem um ræðir var sagt frá rann­sókn lög­reglu á tveimur aðskildum kyn­ferð­is­brota­málum vegna meintra árása sem átt hefðu sér stað í fjöl­býl­is­húsi í Hlíða­hverfi í Reykja­vík í októ­ber. Tvær ­konur hafa kært tvo karl­menn fyrir kyn­ferð­is­brot í mál­inu og í frétt Frétta­blaðs­ins sagði að „Sam­kvæmt heim­ildum blaðs­ins voru árás­irnar hrotta­legar og íbúðin búin tækjum til­ of­beld­isiðk­un­ar.“

Auglýsing

Segir lög­mann hafa sent sér hót­un­ar­bréf

Í leið­ara dags­ins rekur Kristín að lög­maður ann­ars tveggja ­manna sem kærðir hafa verið fyrir nauðgun hafi sent henni bréf á mánu­dag þar Frétta­blað­in­u voru gefnir tveir dagar til að biðj­ast afsök­unar á umfjöllun sinni og sjö dag­ar til að greiða mönn­unum tveimur sam­an­lagt 20 millj­ónir króna í miska­bætur. Alda Hrönn Jóhanns­dótt­ir, yfir­lög­fræð­ingur á skrif­stofu lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sagði á mánu­dag að sú mynd ­sem hefði verið máluð upp af mál­inu í fjöl­miðlum væri alvar­leg og að umrædd ­í­búð væri ekki sér útbúin til að brjóta á öðru fólki.Í Frétta­blað­inu á þriðju­dag sagði Alda Hrönn: „Í okkar gögnum höfum við ekki neitt sem sýnir að ­í­búðin sé útbúin til nauð­gana og við getum ekki full­yrt neitt um það.“Forsíða Fréttablaðsins mánudaginn 9. nóvember.

Lög­mað­ur­inn, Vil­hjálmur H. Vil­hjálms­son, birti mynd­band um umræddri íbúð aðfara­nótt þriðju­dags. Hægt er að sjá það mynd­band neðst í þess­ari frétt. Vil­hjálmur sagði síðan í við­tali við Morg­un­út­varpið á þriðju­dag ábyrgð Frétta­blaðs­ins væri mikil og að bein orsaka­tengsl væru milli frétt­ar ­blaðs­ins og þeirrar „mú­gæs­ing­ar“ sem hafi orðið á mánu­dag, þegar þús­undir manna birtu myndir af hinum grun­uðu og nafn­greindu þá á sam­fé­lags­miðl­um. Báðir menn­irnir neita sök og hafa kært ­kon­urnar tvær fyrir rangar saka­gift­ir.

Kristín segir í leið­ara dags­ins Frétta­blaðið standa að fullu við frétt­ina og ­segir bréf Vil­hjálms til sín hafa verið hót­un­ar­bréf. „Bréfin bár­ust í kjöl­far for­síðu­frétt­ar Frétta­blaðs­ins. Þar var fjallað um íbúð sem kom við sögu í tveim­ur nauðg­un­ar­málum sem lög­regla hefur til rann­sókn­ar. Fram kom að lög­reglan hefð­i ­gert tæki og tól upp­tæk sem grunur leikur á að notuð hafi verið í tengslum við ­meintar nauðg­an­ir. Fyrir þessu hefur Frétta­blaðið heim­ildir og ekk­ert hef­ur komið fram síðar sem rengir efn­is­at­riði frétt­ar­inn­ar. Ekk­ert til að biðjast af­sök­unar á. Bara góð blaða­mennska.

Ber­orð­ustu lýs­ing­arnar á RÚV og Frétta­blaðið ber ekki ábyrgð á umræðu

Að sögn Krist­ínar hafi einnig verið látið að því liggja í bréf­inu að for­síða Frétta­blaðs­ins mánu­dag­inn 9. nóv­em­ber hefði orðið til þess að menn­irnir tveir hafi ver­ið ­nafn­greindir og myndir af þeim birtir á sam­fé­lags­miðl­um. „Ekk­ert er fjær sanni. Fjöl­miðlar hafa vissu­lega völd en ekki slík að geta tekið yfir­ ­tölvur og lykla­borð lands­manna. Hefðum við viljað að nöfn þeirra og myndir yrð­u á allra vit­orði hefðum við ein­fald­lega birt nöfn og myndir með frétt­inni.

Það ­gerðum við ekki, enda höldum við þá reglu í heiðri að menn séu sak­lausir uns ­sekt er sönn­uð.

Það breytir því þó ekki að við segjum frétt­ir, og það er les­endum eðl­is­lægt að heim­færa þær á ein­stak­linga. Við getum ekki látið ótta við að upp kom­ist hverjir eiga í hlut, verða til þess að hlutir liggi í þagn­ar­gild­i.“

Kristín segir þetta eiga ­sér­stak­lega við um kyn­ferð­is­brot. Óttin við bægsla­gang megi ekki verið til þess að fjöl­miðlar hiki við að segja frétt­ir. „Allt of lengi hafa fórn­ar­lömb slíkra brota þurft að bera harm sinn og skömm í hljóði. Horft framan í rétt­ar­kerfi sem hvorki hlustar né skil­ur. Við verðum að fá að segja fréttir af slíkum mál­um. Í því felst ekki bara rétt­ur­inn til að upp­lýsa fólk, eða varn­að­ar­á­hrif, held­ur líka yfir­lýs­ing um að þolendur eiga ekki að þurfa að þjást í hljóði. Nauðg­an­ir eru ill­virki, frétt­næmar og dæmin sýna að lög­reglu veitir ekki af aðhaldi frá­ ­fólki og fjöl­miðlum þegar kemur að rann­sókn slíkra mála.

Aðgát skal þó höfð í nær­veru sál­ar. Þess vegna forð­umst við að lýsa atvikum með of nákvæmum hætt­i. Ber­orð­ustu lýs­ingar á sak­ar­efnum hafa enda komið úr annarri átt. Frá lög­mann­i sak­born­inga í við­tali við sjálft Rík­is­út­varp­ið.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None