Árangurslausum fundum í húsakynnum Ríkissáttasemjara er lokið í deilu starfsmanna álversins í Straumsvík og Rion Tinto Alcan, og hefst verkfall á miðnætti, nema eitthvað óvænt gerist nú á allra síðustu metrunum.
Þetta varð ljóst eftir að fundum lauk í kvöld, án niðurstöðu.
Ekki verður þó slökkt á öllum kerum álversins fyrr en 16. desember. Starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu kom hingað til lands í gær til að ræða við starfsfólkið og reyna að koma á sáttum, að því er fram kemur á Vísi.
Eins og fram hefur komið, þá getur komið til þess, á álverið hefji ekki aftur starfsemi ef slökkt verður á kerum álversins vegna verkfall. Haf forsmenn Rio Tinto Alcan komið þeim skilaboðum til bæjaryfirvalda í Hafnarfirði, en mörg hundruð störf eru í hættu vegna þessa.
Uppfært 23:11. Verkfalli hefur verið frestað, en samningar hafa þó ekki náðst enn.