Fárviðri spáð - Ör dýpkun lægðarinnar sem gerir hana „skeinuhætta“

Fárviðri er spáð á öllu landinu í dag, einkum seinnipartinn og í kvöld.

Veðurspáin.
Auglýsing

Það stefnir í hið versta verður í dag og verður fár­viðri um svo til allt land seinni­part­inn og í kvöld, gangi spár Veð­ur­stofu Íslands eft­ir. 

Almanna­varnir hafa beðið íbúa á Suð­ur­landi um að halda sig heima eftir klukkan eitt í dag og íbúa ann­arra lands­hluta eftir klukkan fimm - meðal ann­ars á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Einar Svein­björns­son, veð­ur­fræð­ing­ur, segir að hröð dýpkun lægð­ar­innar geri hana skeinu­hætta og um margt sér­staka. „Það er ör dýpkun lægð­ar­innar og sér­lega mikið loft­þrýst­ings­fall á undan skilum hennar sem gerir óveðrið skeinu­hætt. Norður af land­inu og yfir Græn­landi heldur köld hæð á móti. Þarna á milli mæt­ast stálin stinn, þ.e. beint yfir Íslandi. Vind­átt er aust­læg og afar fátítt er að sjá í veð­ur­spám þetta mikla og almenna vindröst þess­arar gerðar yfir nán­ast öllu land­in­u,“ segir Ein­ar.Hann segir að í ljósi þess hve mik­ill snjór sé yfir öllu land­inu þá þurfi ekki mikla snjó­komu til að gera „glóru­lausan“ byl. „Hvass vindur dugar einn og sér, enda er það vel þekkt að fluttn­ingur lausa­mjallar eykst í 3 veldi af vind­hrað­an­um. Fljót­lega upp úr hádegi verður þannig lítið skyggni syðst á land­inu og þeir sem eiga erindi austur yfir fjall eða í bæinn af Suð­ur­landi ættu að hyggja á ferðir fyrir miðjan dag­inn. Sama með Kjal­ar­nes, þar sem blæs hressi­lega í þess­ari vind­átt og snjó­kófið kemur þess vegna ofan úr Esj­unni. Á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu snjóar einnig síð­degi og fram á kvöldið og í 3 til 4 klst verður hríð­ar­veður og fennir í skafla. En skilin ganga yfir á end­anum og rofar til. En um það leyti hlánar líka, hiti fer í 4 til 5°C um tíma og vatn tekur af renna og leita ser næsta nið­ur­falls. Alls ekki þó nein asa­hláka, frekar að tala um væga leys­ing­u,“ segir Ein­ar.

Auglýsing

Lægð­inni er síðan spáð vestur fyrir Reykja­nes og suð­vest­an­lands getur hvesst að nýju á þriðju­dags­morg­un, en eins og alltaf þegar veðrið er ann­ars veg­ar, þá er nokkur óvissa um fram­vindu mála.

Einar segir að á Norð­ur­-Atl­ants­haf­inu verði þessa dag­ana mörg stefnu­mót ólíkra loftmassa sem leiði til mynd­unar óveð­urslægða. „Tíð­indi hafa borist frá Skand­in­avíu og Bret­landseyjum um veð­ur­áraun þar sem rekja má til óró­leik­ans sem verður þegar heim­skauta­loft streymir í sífellu frá N-Am­er­íku og langt suður á Atl­ants­haf. Stefnir hins vegar í breyt­ingar um miðja vik­una og dregur úr krafti lægð­anna a.m.k. fyrst um sinn,“ segir Einar Svein­björns­son.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None