Fárviðri spáð - Ör dýpkun lægðarinnar sem gerir hana „skeinuhætta“

Fárviðri er spáð á öllu landinu í dag, einkum seinnipartinn og í kvöld.

Veðurspáin.
Auglýsing

Það stefnir í hið versta verður í dag og verður fárviðri um svo til allt land seinnipartinn og í kvöld, gangi spár Veðurstofu Íslands eftir. 

Almannavarnir hafa beðið íbúa á Suðurlandi um að halda sig heima eftir klukkan eitt í dag og íbúa annarra landshluta eftir klukkan fimm - meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir að hröð dýpkun lægðarinnar geri hana skeinuhætta og um margt sérstaka. „Það er ör dýpkun lægðarinnar og sérlega mikið loftþrýstingsfall á undan skilum hennar sem gerir óveðrið skeinuhætt. Norður af landinu og yfir Grænlandi heldur köld hæð á móti. Þarna á milli mætast stálin stinn, þ.e. beint yfir Íslandi. Vindátt er austlæg og afar fátítt er að sjá í veðurspám þetta mikla og almenna vindröst þessarar gerðar yfir nánast öllu landinu,“ segir Einar.

Hann segir að í ljósi þess hve mikill snjór sé yfir öllu landinu þá þurfi ekki mikla snjókomu til að gera „glórulausan“ byl. „Hvass vindur dugar einn og sér, enda er það vel þekkt að fluttningur lausamjallar eykst í 3 veldi af vindhraðanum. Fljótlega upp úr hádegi verður þannig lítið skyggni syðst á landinu og þeir sem eiga erindi austur yfir fjall eða í bæinn af Suðurlandi ættu að hyggja á ferðir fyrir miðjan daginn. Sama með Kjalarnes, þar sem blæs hressilega í þessari vindátt og snjókófið kemur þess vegna ofan úr Esjunni. Á Höfuðborgarsvæðinu snjóar einnig síðdegi og fram á kvöldið og í 3 til 4 klst verður hríðarveður og fennir í skafla. En skilin ganga yfir á endanum og rofar til. En um það leyti hlánar líka, hiti fer í 4 til 5°C um tíma og vatn tekur af renna og leita ser næsta niðurfalls. Alls ekki þó nein asahláka, frekar að tala um væga leysingu,“ segir Einar.

Auglýsing

Lægðinni er síðan spáð vestur fyrir Reykjanes og suðvestanlands getur hvesst að nýju á þriðjudagsmorgun, en eins og alltaf þegar veðrið er annars vegar, þá er nokkur óvissa um framvindu mála.

Einar segir að á Norður-Atlantshafinu verði þessa dagana mörg stefnumót ólíkra loftmassa sem leiði til myndunar óveðurslægða. „Tíðindi hafa borist frá Skandinavíu og Bretlandseyjum um veðuráraun þar sem rekja má til óróleikans sem verður þegar heimskautaloft streymir í sífellu frá N-Ameríku og langt suður á Atlantshaf. Stefnir hins vegar í breytingar um miðja vikuna og dregur úr krafti lægðanna a.m.k. fyrst um sinn,“ segir Einar Sveinbjörnsson.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None