Fárviðri spáð - Ör dýpkun lægðarinnar sem gerir hana „skeinuhætta“

Fárviðri er spáð á öllu landinu í dag, einkum seinnipartinn og í kvöld.

Veðurspáin.
Auglýsing

Það stefnir í hið versta verður í dag og verður fár­viðri um svo til allt land seinni­part­inn og í kvöld, gangi spár Veð­ur­stofu Íslands eft­ir. 

Almanna­varnir hafa beðið íbúa á Suð­ur­landi um að halda sig heima eftir klukkan eitt í dag og íbúa ann­arra lands­hluta eftir klukkan fimm - meðal ann­ars á höf­uð­borg­ar­svæð­in­u. 

Einar Svein­björns­son, veð­ur­fræð­ing­ur, segir að hröð dýpkun lægð­ar­innar geri hana skeinu­hætta og um margt sér­staka. „Það er ör dýpkun lægð­ar­innar og sér­lega mikið loft­þrýst­ings­fall á undan skilum hennar sem gerir óveðrið skeinu­hætt. Norður af land­inu og yfir Græn­landi heldur köld hæð á móti. Þarna á milli mæt­ast stálin stinn, þ.e. beint yfir Íslandi. Vind­átt er aust­læg og afar fátítt er að sjá í veð­ur­spám þetta mikla og almenna vindröst þess­arar gerðar yfir nán­ast öllu land­in­u,“ segir Ein­ar.Hann segir að í ljósi þess hve mik­ill snjór sé yfir öllu land­inu þá þurfi ekki mikla snjó­komu til að gera „glóru­lausan“ byl. „Hvass vindur dugar einn og sér, enda er það vel þekkt að fluttn­ingur lausa­mjallar eykst í 3 veldi af vind­hrað­an­um. Fljót­lega upp úr hádegi verður þannig lítið skyggni syðst á land­inu og þeir sem eiga erindi austur yfir fjall eða í bæinn af Suð­ur­landi ættu að hyggja á ferðir fyrir miðjan dag­inn. Sama með Kjal­ar­nes, þar sem blæs hressi­lega í þess­ari vind­átt og snjó­kófið kemur þess vegna ofan úr Esj­unni. Á Höf­uð­borg­ar­svæð­inu snjóar einnig síð­degi og fram á kvöldið og í 3 til 4 klst verður hríð­ar­veður og fennir í skafla. En skilin ganga yfir á end­anum og rofar til. En um það leyti hlánar líka, hiti fer í 4 til 5°C um tíma og vatn tekur af renna og leita ser næsta nið­ur­falls. Alls ekki þó nein asa­hláka, frekar að tala um væga leys­ing­u,“ segir Ein­ar.

Auglýsing

Lægð­inni er síðan spáð vestur fyrir Reykja­nes og suð­vest­an­lands getur hvesst að nýju á þriðju­dags­morg­un, en eins og alltaf þegar veðrið er ann­ars veg­ar, þá er nokkur óvissa um fram­vindu mála.

Einar segir að á Norð­ur­-Atl­ants­haf­inu verði þessa dag­ana mörg stefnu­mót ólíkra loftmassa sem leiði til mynd­unar óveð­urslægða. „Tíð­indi hafa borist frá Skand­in­avíu og Bret­landseyjum um veð­ur­áraun þar sem rekja má til óró­leik­ans sem verður þegar heim­skauta­loft streymir í sífellu frá N-Am­er­íku og langt suður á Atl­ants­haf. Stefnir hins vegar í breyt­ingar um miðja vik­una og dregur úr krafti lægð­anna a.m.k. fyrst um sinn,“ segir Einar Svein­björns­son.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None