Á vegasjá Vegagerðarinnar má fylgjast með þróun veðurofsans sem nú er sífellt að verða meiri, og eru vindhviður á Suðurlandi komnar upp undir 50 metra á sekúndu í hviðum. Fólki er ráðlagt frá því að vera á ferðinni.
Þjóðvegi eitt hefur verið lokað frá Hvolsvelli og að Reyðarfirði á Austfjörðum. Það er um 600 kílómetra leið. Fá fordæmi eru fyrir jafn slæmu veðri á nær öllu landinu.
Vegagerðin er með mælitæki um allt land, og myndavélar einnig, þar sem fylgjast má með þróun veðursins, í svonefndri vegsjá.
Auglýsing
Hægt er að þysja inn á ákveðna staði á Íslandi, smella á myndavélarnar til að sjá færð á vegum en örvarnar sýna vindinn, bæði vindhraða og vindhviður, en einnig hitastig.