Launamunur kynjanna dregst saman

eygl.jpg
Auglýsing

Launa­munur kynja á almennum vinnu­mark­aði hefur lækkað um nærri helm­ing á ára­bil­inu 2000 – 2013 sam­kvæmt nið­ur­stöðum könn­unar sem aðgerða­hópur um launa­jafn­rétti lét gera á þróun kyn­bund­ins launa­munar og launa­mynd­unar á umræddu tíma­bili. Þetta kemur fram á vef vel­ferð­ar­ráðu­neytis Eyglóar Harð­ar­dótt­ur í dag.

Grein­ing á launa­mun á almenna vinnu­mark­aðnum er gerð með töl­fræði­legum aðferð­um. Óleið­réttur launa­munur sýnir mun á með­al­launum karla og kvenna sem starfa á almennum vinnu­mark­aði. „Með töl­fræði­legum aðferðum er þess freistað að skýra þennan mun og fæst þá skýrður launa­mun­ur. Við skýr­ingu á launa­mun eru lagðar til fjöl­margar breytur  sem lýsa stöðu hvers launa­manns á vinnu­mark­aði; hjú­skap­ar­staða, ald­ur, menntun o.fl. ýtar­leg grein er gerð fyrir þessu í skýrslu aðgerða­hóps­ins. Hluti launa­mun­ar­ins er skýrður í grein­ing­unni, en það sem eftir stendur er óskýrður launa­munur sem rekja  má til kyn­ferð­is,“ segir í frétt­inni á vef vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins.

Aðgerða­hópur stjórn­valda og sam­taka aðila vinnu­mark­að­ar­ins um launa­jafn­rétti kynnti í maí á þessu ári nið­ur­stöður viða­mik­ils rann­sókn­ar­verk­efnis um launa­mun kynj­anna sem Hag­stofa Íslands vann fyrir aðgerða­hóp­inn. Nið­ur­stöð­urnar voru kynntar á fundi 20. maí, ásamt ítar­legri skýrslu um rann­sókn­ina.

Auglýsing

Í sumar ákvað aðgerða­hóp­ur­inn að gera ýtar­legri rann­sókn á launa­þróun og launa­mun kynja á almennum vinnu­mark­aði sem næði yfir lengra tíma­bil, þ.e. ára­bilið 2000 – 1013. Var þetta gert að frum­kvæði Sam­taka atvinnu­lífs­ins, og hefur skýrsla um þetta nú verið birt.

Helstu nið­ur­stöð­urn­ar, sam­an­dregnar á vef ráðu­neyt­is­ins, eru nefndar sér­stak­lega þess­ar, sem hér á eftir fylgja.

- Óleið­réttur launa­munur á almennum vinnu­mark­aði hefur nán­ast helm­ing­ast eða minnkað úr 32% í upp­hafi tíma­bils­ins í 18% í lok þess.

- Skýrður launa­munur hefur minnkað úr 22% í rösk­lega 10%. Þessar tölur eru til vitnis um að konur hafa sótt fram á vinnu­mark­aði og að munur karla og kvenna á vinnu­mark­aði hafi minnk­að. 

- Óskýrður launa­munur á almennum vinnu­mark­aði hefur á hinn bóg­inn minnkað mun minna. Óskýrður launa­munur jókst á árunum 2003 til 2007. Árin 2005–2007 mæld­ist hann 7,3%. Í kjöl­far hruns­ins dró úr óskýrðum launa­muni á ný og árin 2011–2013 var hann orð­inn 5,4%, eða nokkru minni en í upp­hafi gagna­tíma­bils­ins.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – Naratímabilið 2: Keisaraynjan ósigrandi
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None