Kári Stefánsson hótar að safna 100 þúsund undirskriftum gegn ríkisstjórninni

kari_2_0.jpg
Auglýsing

Það er orðið lýðum ljóst að rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs mun ekki sitja ­lengur en sem nemur kjör­tíma­bil­inu. Ástæðan er marg­þætt og það á við hér eins og segir í Geir­mund­ar­sögu Helj­ar­skinns að: „það renna margir orsaka­lækir að einum ósi örlaga.“ Rýnum nú í þau spjöld í sögu rík­is­stjórn­ar­innar sem gera það að verkum að það er búið að skammta henni þá daga sem hún mun telja.“ Svona hefst aðsend grein eftir Kára Stef­áns­son, for­stjóri Íslenskrar erfða­grein­ing­ar, ­sem birt­ist í Frétta­blað­inu í morg­un.

Kári ­segir að við það ástand sem er við lýði í heil­brigð­is­málum þjóð­ar­innar verð­i ekki lengur búið. Þess vegna vilji hann láta fjár­laga­nefnd Alþingis vita að ef hún breytir ekki fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi fyrir árið 2016 á þann veg að mun meira fari til Lands­spít­al­ans en stefnt er að „munum við nokkrir ­fé­lagar safna 100.000 und­ir­skriftum undir plagg sem hvetur lands­menn til þess að kjósa aldrei aftur þá stjórn­mála­flokka sem standa að þess­ari rík­is­stjórn­ ­vegna þess kulda og afskipta­leysis sem hún sýnir sjúkum og meiddum í okk­ar ­sam­fé­lagi. Söfn­unin verður létt verk og löð­ur­mann­legt. Þjóð­inni ofbýð­ur.“

Aft­ur­enda hinna lof­orða­glöðu

Í grein­inni setur Kári fram harða og ítar­lega gagn­rýni á fram­göng­u ­rík­is­stjórn­ar­innar gagn­vart heil­brigð­is­kerf­inu og segir að hún hafi lofað því í að­drag­anda síð­ustu kosn­inga að styðja betur við það. Nú æxl­uð­ust mál þannig að aft­ur­endar hinna lof­orða­glöðu hafa vermt ­valda­stóla í tvö og hálft ár en heil­brigð­is­kerfið er í engu minna rusli en áður­ og það horfir ekki til bóta nema síður sé.“

Auglýsing

Kári ­rifjar upp að í upp­kasti að fjár­mála­frum­varpi árs­ins 2016 sé gert ráð fyrir því að það muni kosta fjórum millj­örðum krónum meira á næsta ári að halda uppi söm­u ­þjón­ustu og veitt var í ár. Frum­varpið geri hins vegar ekki einu sinni ráð ­fyrir að halda í horf­inu, hvað þá að gera betur við heil­brigð­is­kerf­ið. „Þetta er sama rík­is­stjórnin og seg­ist vilja reisa nýtt hús yfir Land­spít­al­ann fyr­ir­ hund­rað millj­arða króna og segir gjarn­an, upp fyrir haus í sínum dæmi­gerða rugl­ingi, að hún vilji reisa nýjan Land­spít­ala þótt spít­al­inn sé miklu meira og allt annað en hús þótt hann þurfi svo sann­ar­lega á húsi að halda. Húsið er ­nefni­lega ekki bara lof­orð sem verður erfitt að efna, það er líka skjól sem ­rík­is­stjórnin felur sig á bak við þegar henni er bent á að það sé ýmis­legt sem vanti upp á Land­spít­ala.“

Í grein Kára segir að þegar rík­is­stjórn hafi lokkað að sér kjós­endur með því að lofa því að bæta heil­brigð­is­kerfið þá ætti hún að end­ur­reisa Land­spít­al­ann með­ því að sjá honum fyrir þeim tækjum sem nútíma lækn­is­fræði kallar á og því fag­fólki sem þarf til að hlúa að sjúkum og meiddum meðan rík­is­stjórnin safn­ar liði til þess að reisa nýtt hús. „Það eru nefni­lega margar leiðir aðrar en að reisa hús til þess að bæta heil­brigð­is­kerfið og spara með því þegar til langs ­tíma er horft.[...]Eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað og þann ein­róma vilja sem fólkið í land­in­u hefur tjáð að Land­spít­al­inn fái meira er sú rík­is­stjórn dauða­dæmd sem stend­ur bí­sperrt fyrir framan fólkið og segir Land­spít­al­inn, ekki meir, ekki meir. Þetta er sama rík­is­stjórnin og leggur til í upp­kasti að fjár­lögum að fjár­fram­lög til kirkj­unnar verði auk­in. Þegar ég benti lækni nokkrum vini mín­um á hvað það væri skringi­legt að þjóð sem ekki hefði efni á að sinna brýn­um ­vanda­málum heil­brigð­is­kerf­is­ins yki útgjöld til einnar teg­undar ann­arslífs­trú­ar svar­aði hann að kannski staf­aði það af því að hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra hafi raun­veru­legt inn­sæi inn í vanda­mál heil­brigð­is­kerf­is­ins en í stað þess að leysa þau ætli hann að sjá til þess að þeir sem lát­ist af þeirra völdum verð­i jarð­sungnir með stæl og komi ekki til með að skorta góðar jarð­ar­far­ir.Mér­ fannst þetta bara svona rétt mátu­lega fynd­inn fimmaura brand­ari en eng­u ­fá­rán­legri en efni máls­ins, sem er aukið fé til kirkj­unnar en raun­veru­lega m­inna til Lands­spít­al­ans.

Vill taka meira úr þrota­búum bank­anna

Að mati Kára er fjársvelti heil­brigð­is­kerf­is­ins ­svartur blettur á íslenskri menn­ingu. „Fjár­fest­ing okkar í heil­brigð­is­kerf­inu er langt undir OECD með­al­tali. Það er ekki bara ­rík­is­stjórnum um að kenna heldur allri þjóð­inni vegna þess að við kusum fólk til þess að stjórna land­inu sem ákvað að svona ætti þetta að vera. Þetta á ekki bara við um núver­andi rík­is­stjórn því ástandið var jafn­vel verra undir þeirri ­síð­ustu. Hvernig stendur á því að við sem þjóð sættum okkur við að hlúa svona illa að sjúkum og meiddum sam­borg­urum okk­ar? Við þeirri spurn­ingu veit ég ekk­ert annað svar en að það hlýtur að vera eitt­hvað mikið að höf­uð­skelja­inni­hald­inu okk­ar.“

Hann segir að það þyrfti um 150 millj­arða króna til að „hysja heil­brigð­is­kerf­ið ­upp á ásætt­an­legan stað“. Þá pen­inga vill Kári taka frá þrota­búum þeirra banka ­sem settu sam­fé­lagið á hlið­ina. „Fyrr á árinu gáfu Sig­mundur og Bjarni það í skyn að ríkið myndi sækja allt að 850 millj­arða króna í þrota­búin en þegar upp­ er staðið virð­ist það ætla að verða um 300 millj­arð­ar. Ekki hafa feng­ist hald­góðar skýr­ingar á því hvers vegna þeir sætta sig við svo skarðan hlut en eitt er víst að 500 millj­arð­arnir sem á milli ber hefðu gert gott betur en að laga ­ís­lenskt heil­brigð­is­kerfi. Það lítur helst út fyrir að nægju­sem­i ­flokks­for­ingj­anna tveggja eigi rætur sínar í því að þeir hafi ekki viljað taka þá áhættu að styggja aðra kröfu­hafa í þrota­búin með því að taka meira. Það er dap­ur­legt að sitja uppi með korn­unga leið­toga sem ættu aldur síns vegna að ver­a hungr­að­ir, kraft­miklir og hug­rakkir en þora ekki að taka það sem við þurfum og eigum skil­ið. Það er eins og þeir geri sér ekki grein fyrir því að það er miklu ­meiri áhætta tekin með því sækja ekki nægi­legt fé í þá einu sjóði sem eru okk­ur að­gengi­legir til þess að bylta íslensku heil­brigð­is­kerfi inn í nútím­ann. En þeir eru sem sagt reiðu­bún­ari til þess að taka þá áhættu sem felst í því að láta þjóð­ina búa við stór­gallað heil­brigð­is­kerfi og úrelt. Og Sig­mundur og ­Bjarni standa hoknir í hnjánum fyrir framan kröfu­haf­ana sem eru full­trúar hins er­lenda auð­valds, og eru hreyknir yfir því að þeir kvört­uðu ekki undan díln­um ­sem þeir fengu og virð­ast ekki gera sér grein fyrir því að það voru ekki bara ­kröfu­haf­arnir sem glöt­uðu allri virð­ingu fyrir þeim þegar bux­urnar þeirra fóru að blotna heldur hið alþjóð­lega sam­fé­lag allt og ekki síst íslensk þjóð.“

Botn­laus hroki og grimmd fjár­laga­nefndar

Kári gagn­rýnir einnig Vig­dísi Hauks­dótt­ur, for­mann fjár­laga­nefnd­ar, ­fyrir að hafa ásakað Pál Matth­í­as­son, for­stjóra Land­spít­al­ans, um að hafa beitt ­nefnd­ina and­legu ofbeldi þegar hann reyndi

að útskýra fyrir henni fjár­þörf spít­al­ans. „Þar gætti svo­lít­ils mis­skiln­ings af hennar hálfu því þótt það hafi brunnið á hör­undi nefnd­ar­manna að heyra lýst þeirri þörf sjúk­linga sem þeir ætl­uðu ekki að mæta þá er ekki um ofbeldi að ræða af Páls hálfu heldur lýs­ingu á raun­veru­leika. Það má hins vegar deila um það hvað væri við­eig­andi nafn á þann gjörn­ing nefnd­ar­innar sem fólst í því að dauf­heyr­ast við bar­áttu Páls fyrir því að spít­al­inn fengi í það minnsta að halda í horf­inu.



Í stað þess að skamm­ast sín ákvað for­mað­ur­inn að veit­ast að Páli og kalla hóf­stillta bar­áttu hans fyrir hags­munum þeirra sem minnst mega sín í íslensku ­sam­fé­lagi and­legt ofbeldi. Nefndin virð­ist gleyma því að Páll er ekki að tala um göt í gegnum fjöll eða sendi­ráð í Tókíó heldur sjúk­dóma fólks­ins í land­in­u, sárs­auka, kvíða, ang­ist og líf og dauða og síðan sjúk­dóma, sárs­auka, kvíða, ang­ist og líf og dauða for­eldra og barna fólks­ins. Og nefndin dauf­heyr­ist við því af botn­lausum hroka og grimmd.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None