Vigdís Hauksdóttir segir umræðu um fjárlög snúast um persónulega óvild í sinn garð

vigdís hauksdóttir - Mynd: Anton Brink
Auglýsing

Vig­dís Hauks­dótt­ir, for­maður fjár­laga­nefndar Alþing­is, segir að umræður um fjár­lög á Alþingi snú­ist ekki um fjár­lögin sjálf heldur um hana sjálfa og per­sónu­lega óvild ann­arra í garð henn­ar. Þetta kom fram á þing­fundi á Alþingi í dag, en þingið er í annarri umræðu um fjár­lögin fjórða dag­inn í röð. 

Stjórn­ar­and­staðan vill að umræðan verði stöðvuð og málið verði sent aftur til baka í fjár­laga­nefnd sökum þess að málið sé ekki til­búið til umræð­unn­ar. Í ljós kom fyrr í vik­unni að meiri­hluti fjár­laga­nefndar gleymdi að gera ráð fyrir launa­hækk­unum til fram­halds­skóla­kenn­ara, en það er kostn­aður upp á 1,2 millj­arða króna á næsta ári. Fleiri breyt­ing­ar­til­lögur hafi komið til og því vill stjórn­ar­and­staðan fresta umræð­unni. „Það er komið á dag­inn að það sem hér er til umræðu er ein­hvers konar upp­kast eða ein­hvers konar drög að til­lög­um,“ sagði Helgi Hjörvar, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

„Þetta er að verða ein skrýtn­asta fjár­lagaum­ræða sem ég hef tekið þátt í,“ sagði Vig­dís, og undir það tóku raunar nokkrir þing­menn úr stjórn­ar­and­stöð­unni, en af öðrum ástæð­um. Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar sagð­ist næstum því taka það nærri sér að Vig­dís teldi hann óvild­ar­mann henn­ar. Hann sagði hins vegar að hann hefði setið á þingi í 25 ár og myndi aldrei eftir öðrum eins los­ara­brag á vinnslu frum­varpa. Stein­grímur J. Sig­fús­son, þing­maður VG, sagði einnig að hann gæti tekið undir það að umræðan væri að verða ein sú und­ar­leg­asta á hans þing­ferli. Það væri hins vegar vegna þess að meiri­hlut­inn væri að reyn­ast algjör­lega van­bú­inn til þess að takast á við mál­ið. 

Auglýsing

Katrín Júl­í­us­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagð­ist hafa efa­semdir um að fólk í meiri­hlut­anum ætti að sinna störfum sínum ef það taki efn­is­lega gagn­rýni á störfin svona per­sónu­lega. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í leiðtogaumræðum fyrir kosningar.
Með óbragð í munni – Mikilvægt að framkvæmd kosninga sé með réttum hætti
Þorgerður Katrín segir að endurtalningin í Norðvesturkjördæmi dragi fram umræðu um jafnt atkvæðavægi. „Það er nauðsynlegt að fá hið rétta fram í þessu máli.“
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None