Síðasta þingfundi fyrir jólahlé var slitið skömmu eftir klukkan sjö í gærkvöldi, og sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti þingsins, að undanfarnir dagar hefðu verið erfiðir.
Sagði Einar að það hafi orðið honum vonbrigði að ekki hafi tekist að halda starfsáætlun þingsins. Þá væri það mikið umhugsunarefni hvernig umræður um fjálög hefðu þróast á undanförnum árum.
Jafnan hafi meginfjárlagaumræðan staðið í tíu til fimmtán klukkustundir og lokið sama dag og hún hófst. Þannig hafi það hins vegar ekki verið að undanförnu. Hann hvatti þingmenn til að hugsa um hvernig mætti gera umræðurnar markvissari og um leið faglegri.
Frumvarp um veitingu ríkisborgararéttar til 49 einstaklinga, albönsku fjölskyldnanna sem send úr landi á dögunum, var síðasta verk þingmanna og var það samþykkt með atkvæðum allra þingmanna sem voru viðstaddir atkvæðagreiðsluna.
Þingfundir hefjast aftur 19. janúar.