Tæplega þremur af hverjum fjórum Íslendingum finnst skattar of háir hér á landi, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið.
25,7% svarendu sögðu að skattar væru allt of háir og 47% þykja þeir heldur of háir. 21,8% finnst skattar hér á landi hæfilegir, 3,6% finnst þeir of lágir og 1,8% telja skatta allt of lága. Spurningin var „þykir þér skattar á Íslandi of lágir, hæfilegir eða of háir?“
Konur eru líklegri til að telja skatta of háa en karlar. 77% kvenna segja skatta of háa en 68% karla. Aðeins þrjú prósent kvenna segja að skattar séu of lágir á meðan átta prósent karla telja það.
Algengara er að yngra fólki þyki skattar of lágir en eldra fólki. Í aldurshópnum 18 til 34 ára segja 10 prósent að skattar séu of lágir, en í eldri aldurshópum er hlutfallið 2 til 5 prósent. Hlutfall þeirra sem telja skatta of lága er hæst meðal þeirra sem hafa fjölskyldutekjur yfir 1.250 þúsund krónum á mánuði. Hlutfallið þar er 9 prósent, en ekki er marktækur munur á milli hópa.