35 Sýrlendingar koma til landsins á morgun - þrjár fjölskyldur hættu við

Flóttamenn
Auglýsing

35 sýr­lenskir flótta­menn munu koma til Íslands seinni part­inn á morgun til að setj­ast hér að. Fólkið eru kvótaflótta­menn sem hafa dvalið í flótta­manna­búðum í Líbanon und­an­farin ár. Þau koma með flugi frá Beirút, en milli­lenda í Par­ís. Eygló Harð­ar­dóttir félags­mála­ráð­herra mun taka á móti hópnum í Leifs­stöð klukkan 16.30 á morgun ásamt þeim aðilum sem helst tengj­ast mál­efnum flótta­fólks hér á land­i. 

Hóp­ur­inn sam­anstendur af sex fjöl­skyld­um, 13 full­orðnum og 22 börn­um. Fjórar fjöl­skyldur koma til með að setj­ast að á Akur­eyri og tvær í Kópa­vogi. Ein fjöl­skylda til við­bótar er vænt­an­leg til lands­ins síð­ar, en barns­haf­andi kona í þeirri fjöl­skyldu reynd­ist ekki fær um að ferð­ast til lands­ins nú. 

Upp­haf­lega var gert ráð fyrir því að 55 flótta­menn kæmu og sett­ust að á Akur­eyri, í Kópa­vogi og í Hafn­ar­firði. Þrjár fjöl­skyld­ur, sem höfðu áður lýst yfir áhuga á að setj­ast að á Íslandi, sáu sér ekki fært að koma. Nú vinna íslensk stjórn­völd að því að sam­starfi við Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna að und­ir­búa komu ann­arra flótta­manna í þeirra stað. Vel­ferð­ar­ráðu­neytið segir að stefnt sé að því að sá hópur komi til lands­ins innan nokk­urra vikna. 

Auglýsing

Sautján Sýr­lend­ingum veitt hæli 

Útlend­inga­stofnun greindi frá því í dag að í fyrra sótti met­fjöldi um hæli eða aðra vernd á Íslandi. 82 ein­stak­lingum var veitt slík vernd, og Sýr­lend­ingar voru þar fjöl­mennast­ir, en 17 Sýr­lend­ingum var veitt vernd hér á landi í fyrra. Átta Rússar fengu vernd, sex Íran­ir, sex Níger­íu­menn og sex Úkra­ínu­menn. Allt í allt fékk fólk af 26 þjóð­ernum vernd á Íslandi í fyrra. 

Alls sóttu 354 ein­stak­lingar um vernd hér á landi, þar af 29 Sýr­lend­ing­ar. Nið­ur­staða fékkst í 323 málum sem Útlend­inga­stofnun hafði á sínu borði. Eins og fyrr segir fengu 17 Sýr­lend­ingar vernd. 

82 umsóknir af þessum 354 voru ekki teknar til efn­is­legrar með­ferðar vegna Dyfl­inn­ar­reglu­gerð­ar­inn­ar, það er að umsækj­endur höfðu ýmist fengið dval­ar­leyfi í öðru landi eða mál þeirra voru til með­ferðar í öðru rík­i. 

Fjölgun umsókna um vernd er í takt við það sem gerð­ist í nágranna­löndum okk­ar, þar sem fjölgun umsókna hefur víða marg­fald­ast. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Norðurlöndin lítið sem ekkert í það verkefni að fjarlægja veiðarfæri esm hafa týnst.
Norðurlönd leggja litla sem enga áherslu á að fjarlægja drauganet úr hafinu
Norðurlöndin hafa ófullnægjandi yfirsýn yfir það hve mikið og hvar veiðarfæri tapast. Áætlað er að um það bil 640.000 tonn veiðarfæra tapist árlega.
Kjarninn 30. mars 2020
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Við komum tvíefld til baka
Kjarninn 30. mars 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Samfélagsleg áhrif heimsfaraldurs
Kjarninn 30. mars 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
„Þurfum að fara í miklu róttækari aðgerðir gagnvart heimilum í landinu og fólkinu sjálfu“
Formaður Samfylkingarinnar segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar blikni í samanburði við björgunarpakka nágrannaríkjanna. Forsætisráðherra andmælir því.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None