Setur milljarð í Plain Vanilla og fær kauprétt á fyrirtækinu öllu

Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla sækir sér nýtt fjármagn í bandaríska fyrirtækið Glu, sem öðlast kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyrirfram umsömdu verði. Fyrirtækin ætla að leggja áherslu á þróun Quiz Up sjónvarpsþáttar.

Þorsteinn Friðriksson
Auglýsing

Plain Vanilla fær tæpan millj­arð í fjár­magn frá banda­ríska tölvu­leikja­fram­leið­and­anum Glu Mobile Inc. Fyr­ir­tækið sér­hæfir sig í að fram­leiða leiki fyrir snjall­síma og spjald­tölvur og ætlar að fjár­festa í Plain Vanilla fyrir allt að 7,5 millj­ónir Banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 970 millj­ónum króna. 

Niccolo de Masi, for­stjóri Glu, tekur sæti í stjórn QuizUp en þar að auki öðl­ast Glu kaup­rétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyr­ir­fram umsömdu verði. Kaup­rétt­ur­inn gildir í 15 mán­uði frá fjár­fest­ing­unni.

Vill skoða kaup á Plain Vanilla í heilu lagi

Haft er eftir de Masi í til­kynn­ingu sem send var fjöl­miðlum í dag að hann hlakki til að taka sæti í stjórn QuizUp. 

Auglýsing

„Til við­bótar við þau tæki­færi sem fel­ast í kynn­ing­ar­sam­starfi á milli leikja Glu og sér­hæfðra áhuga­hópa innan QuizUp, þá erum við spennt að sjá þennan spenn­andi, nýja spurn­inga­þátt sem verður til með sam­vinnu Plain Vanilla og NBC," segir hann. „Ef sam­starfið verður far­sælt og tekjur af QuizUp halda áfram að aukast þá mun Glu skoða að nýta þann rétt sem við höfum til að kaupa fyr­ir­tækið í heilu lag­i.“ 

Fyr­ir­tækin tvö munu meðal ann­ars leggja áherslu á þróun QuizUp sjón­varps­þátt­ar­ins, sem til­kynnt var um síð­asta haust. Stærsta sjón­varps­stöð Banda­ríkj­anna, NBC, hefur ákveðið að fram­leiða 10 þátta seríu sem byggir á QuizUp. Í kjöl­farið keypti ITV fjöl­miðl­aris­inn, sem rekur hátt í tíu sjón­varps­stöðvar í Bret­landi, rétt­inn að QuizUp spurn­inga­þætt­inum þar í land­i. 

Vonir bundnar við sjón­varpið

Standa vonir til þess að QuizUp spurn­inga­þáttur verði sýndur um allan heim en í honum etja þátt­tak­endur í upp­töku­veri kappi við sjón­varps­á­horf­endur sem sitja heima í stofu og eiga sig­ur­veg­arar mögu­leika á að vinna sér inn pen­inga­upp­hæð­ir. 

Plain Vanilla fram­leiðir spurn­inga­leik­inn QuizUp en síðan honum var hleypt af stokk­unum haustið 2013 hafa um 40 millj­ónir not­enda skráð sig til leiks og eyða not­endur í dag að jafn­aði um 30 mín­útum á dag í leikn­um.

Glu Mobile Inc er skráð í banda­rísku NAS­DAQ kaup­höll­ina en stærstu hlut­hafar Glu eru ýmsir fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir. Kín­verska fyr­ir­tækið Tencent, sem er stærsta net­fyr­ir­tæki Asíu og það fjórða stærsta í heimi, keypti 15% hlut í Glu fyrir um 15 millj­arða króna í apríl í fyrra. En Tencent er einnig á meðal stærstu hlut­hafa í Plain Vanilla.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None