Setur milljarð í Plain Vanilla og fær kauprétt á fyrirtækinu öllu

Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla sækir sér nýtt fjármagn í bandaríska fyrirtækið Glu, sem öðlast kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyrirfram umsömdu verði. Fyrirtækin ætla að leggja áherslu á þróun Quiz Up sjónvarpsþáttar.

Þorsteinn Friðriksson
Auglýsing

Plain Vanilla fær tæpan millj­arð í fjár­magn frá banda­ríska tölvu­leikja­fram­leið­and­anum Glu Mobile Inc. Fyr­ir­tækið sér­hæfir sig í að fram­leiða leiki fyrir snjall­síma og spjald­tölvur og ætlar að fjár­festa í Plain Vanilla fyrir allt að 7,5 millj­ónir Banda­ríkja­dala sem sam­svarar um 970 millj­ónum króna. 

Niccolo de Masi, for­stjóri Glu, tekur sæti í stjórn QuizUp en þar að auki öðl­ast Glu kaup­rétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyr­ir­fram umsömdu verði. Kaup­rétt­ur­inn gildir í 15 mán­uði frá fjár­fest­ing­unni.

Vill skoða kaup á Plain Vanilla í heilu lagi

Haft er eftir de Masi í til­kynn­ingu sem send var fjöl­miðlum í dag að hann hlakki til að taka sæti í stjórn QuizUp. 

Auglýsing

„Til við­bótar við þau tæki­færi sem fel­ast í kynn­ing­ar­sam­starfi á milli leikja Glu og sér­hæfðra áhuga­hópa innan QuizUp, þá erum við spennt að sjá þennan spenn­andi, nýja spurn­inga­þátt sem verður til með sam­vinnu Plain Vanilla og NBC," segir hann. „Ef sam­starfið verður far­sælt og tekjur af QuizUp halda áfram að aukast þá mun Glu skoða að nýta þann rétt sem við höfum til að kaupa fyr­ir­tækið í heilu lag­i.“ 

Fyr­ir­tækin tvö munu meðal ann­ars leggja áherslu á þróun QuizUp sjón­varps­þátt­ar­ins, sem til­kynnt var um síð­asta haust. Stærsta sjón­varps­stöð Banda­ríkj­anna, NBC, hefur ákveðið að fram­leiða 10 þátta seríu sem byggir á QuizUp. Í kjöl­farið keypti ITV fjöl­miðl­aris­inn, sem rekur hátt í tíu sjón­varps­stöðvar í Bret­landi, rétt­inn að QuizUp spurn­inga­þætt­inum þar í land­i. 

Vonir bundnar við sjón­varpið

Standa vonir til þess að QuizUp spurn­inga­þáttur verði sýndur um allan heim en í honum etja þátt­tak­endur í upp­töku­veri kappi við sjón­varps­á­horf­endur sem sitja heima í stofu og eiga sig­ur­veg­arar mögu­leika á að vinna sér inn pen­inga­upp­hæð­ir. 

Plain Vanilla fram­leiðir spurn­inga­leik­inn QuizUp en síðan honum var hleypt af stokk­unum haustið 2013 hafa um 40 millj­ónir not­enda skráð sig til leiks og eyða not­endur í dag að jafn­aði um 30 mín­útum á dag í leikn­um.

Glu Mobile Inc er skráð í banda­rísku NAS­DAQ kaup­höll­ina en stærstu hlut­hafar Glu eru ýmsir fjár­fest­ing­ar­sjóð­ir. Kín­verska fyr­ir­tækið Tencent, sem er stærsta net­fyr­ir­tæki Asíu og það fjórða stærsta í heimi, keypti 15% hlut í Glu fyrir um 15 millj­arða króna í apríl í fyrra. En Tencent er einnig á meðal stærstu hlut­hafa í Plain Vanilla.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None