Setur milljarð í Plain Vanilla og fær kauprétt á fyrirtækinu öllu

Íslenski leikjaframleiðandinn Plain Vanilla sækir sér nýtt fjármagn í bandaríska fyrirtækið Glu, sem öðlast kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyrirfram umsömdu verði. Fyrirtækin ætla að leggja áherslu á þróun Quiz Up sjónvarpsþáttar.

Þorsteinn Friðriksson
Auglýsing

Plain Vanilla fær tæpan milljarð í fjármagn frá bandaríska tölvuleikjaframleiðandanum Glu Mobile Inc. Fyrirtækið sérhæfir sig í að framleiða leiki fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og ætlar að fjárfesta í Plain Vanilla fyrir allt að 7,5 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar um 970 milljónum króna. 

Niccolo de Masi, forstjóri Glu, tekur sæti í stjórn QuizUp en þar að auki öðlast Glu kauprétt á öllu hlutafé Plain Vanilla á fyrirfram umsömdu verði. Kauprétturinn gildir í 15 mánuði frá fjárfestingunni.

Vill skoða kaup á Plain Vanilla í heilu lagi

Haft er eftir de Masi í tilkynningu sem send var fjölmiðlum í dag að hann hlakki til að taka sæti í stjórn QuizUp. 

Auglýsing

„Til viðbótar við þau tækifæri sem felast í kynningarsamstarfi á milli leikja Glu og sérhæfðra áhugahópa innan QuizUp, þá erum við spennt að sjá þennan spennandi, nýja spurningaþátt sem verður til með samvinnu Plain Vanilla og NBC," segir hann. „Ef samstarfið verður farsælt og tekjur af QuizUp halda áfram að aukast þá mun Glu skoða að nýta þann rétt sem við höfum til að kaupa fyrirtækið í heilu lagi.“ 

Fyrirtækin tvö munu meðal annars leggja áherslu á þróun QuizUp sjónvarpsþáttarins, sem tilkynnt var um síðasta haust. Stærsta sjónvarpsstöð Bandaríkjanna, NBC, hefur ákveðið að framleiða 10 þátta seríu sem byggir á QuizUp. Í kjölfarið keypti ITV fjölmiðlarisinn, sem rekur hátt í tíu sjónvarpsstöðvar í Bretlandi, réttinn að QuizUp spurningaþættinum þar í landi. 

Vonir bundnar við sjónvarpið

Standa vonir til þess að QuizUp spurningaþáttur verði sýndur um allan heim en í honum etja þátttakendur í upptökuveri kappi við sjónvarpsáhorfendur sem sitja heima í stofu og eiga sigurvegarar möguleika á að vinna sér inn peningaupphæðir. 

Plain Vanilla framleiðir spurningaleikinn QuizUp en síðan honum var hleypt af stokkunum haustið 2013 hafa um 40 milljónir notenda skráð sig til leiks og eyða notendur í dag að jafnaði um 30 mínútum á dag í leiknum.

Glu Mobile Inc er skráð í bandarísku NASDAQ kauphöllina en stærstu hluthafar Glu eru ýmsir fjárfestingarsjóðir. Kínverska fyrirtækið Tencent, sem er stærsta netfyrirtæki Asíu og það fjórða stærsta í heimi, keypti 15% hlut í Glu fyrir um 15 milljarða króna í apríl í fyrra. En Tencent er einnig á meðal stærstu hluthafa í Plain Vanilla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None