Engin stefna um sjúkrahótel og þörf sjúklinga aldrei verið metin

Sjúkrahótel teljast ekki til heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum.
Sjúkrahótel teljast ekki til heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun segir að það þurfi ekki að koma á óvart að búið sé að segja upp samn­ingi um rekstur sjúkra­hót­els í Ármúla, miðað við það sem á undan er geng­ið. Land­spít­al­inn og Sjúkra­trygg­ingar hafi lengi deilt opin­ber­lega um rekst­ur­inn, og meg­in­vand­inn liggur í því að stofn­an­irnar tvær hafa mis­mun­and­i ­sýn á það hvernig sjúkra­hót­elið á að vera, hverjir eiga að dvelja þar og hvernig þjón­ustu á að veita. Þetta er ótækt að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem hvetur vel­ferð­ar­ráðu­neytið til að höggva á hnút­ana í nýrri skýrslu

Heilsu­m­ið­stöð­in/Sinnum sagði upp samn­ingi við Sjúkra­trygg­ingar fyrir helgi, og sagði það vegna þess að starf­semi mið­stöðv­ar­innar við rekstur sjúkra­hót­els í Ármúla væri bit­bein milli opin­berra aðila sem tak­ist á um hvar fjár­veit­ingin til starf­sem­innar eigi að vera, og hafi ólíkar skoð­anir á eðli og hlut­verki sjúkra­hót­els­ins. 

Athuga­semdir frá upp­hafi 

Land­spít­al­inn hefur nán­ast frá upp­hafi samn­ings­ins árið 2011 gert marg­vís­legar athuga­semdir við aðstöðu, aðbúnað og efndir rekstr­ar­að­ila sjúkra­hót­els­ins. Sjúkra­trygg­ingar telja athuga­semdir spít­al­ans hins vegar til­efn­is­laus­ar. ­Stofn­an­irnar tvær líta á rekst­ur­inn mjög ólíkum augum og sam­skipti þeirra eru þeim til vansa, segir rík­is­end­ur­skoð­un. Stofn­an­irnar verði að leggj­ast á eitt og koma sam­skiptum sínum í eðli­legan far­veg með hjálp ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Land­spít­al­inn veitir hjúkr­un­ar­þjón­ustu á hót­el­inu en Heilsu­m­ið­stöð­in/Sinnum sjá um hót­el­þjón­ustu. Hins vegar hefur aldrei farið fram mat á raun­veru­legri þörf sjúk­linga fyrir hjúkrun og aðhlynn­ingu þar. Þess vegna hefur verið deilt um ástand og þjón­ustu­þörf sjúk­linga sem þangað koma. Sjúkra­trygg­ingar segja að sjúk­lingar eigi að vera sjálf­bjarga þegar þeir koma þang­að, þótt þeir geti veikst þar og þá þurft meiri með­ferð, en Land­spít­ali og Heilsu­m­ið­stöðin eru á því að stundum komi sjúk­lingar veikir á hót­el­ið. 

Heil­brigð­is­eft­ir­lit Reykja­víkur hefur líka í tvígang gert ýmsar athuga­semdir við aðbúnað á sjúkra­hót­el­inu. Fyrst í des­em­ber 2012 og svo í mars 2015. 

Þá gerði emb­ætti land­læknir athuga­semdir í sinni úttekt í fyrra, en taldi engu að síður að í heild­ina væri þjón­usta sjúkra­hót­els­ins góð. 

Engin stefna eða skil­grein­ingar

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið er einnig hvatt til þess í skýrsl­unni að marka skýra stefnu um eðli og rekstur sjúkra­hót­ela. Slíkt hafi ekki verið gert í ráðu­neyt­inu, þar sem engin skýr stefna hafi verið mörkuð um hvernig þessum málum skuli vera hátt­að. 

Lög um heil­brigð­is­þjón­ustu fjalla ekki neitt um sjúkra- eða sjúk­linga­hót­el, en hug­takið sjúkra­hótel er skil­greint í reglu­gerð. Sjúkra­hótel eru því ekki heil­brigð­is­stofn­anir sam­kvæmt lög­um. 

Rík­is­end­ur­skoðun segir að það sé mót­sögn falin í skil­grein­ing­unni á sjúkra­hót­eli ann­ars vegar og ákvæðum samn­ing­anna hins veg­ar. Þessu þurfi að eyða því mót­sögnin eigi veru­lega sök á ágrein­ingnum um mál­ið. Annað hvort þurfa sjúkra­hótel að telj­ast til heil­brigð­is­þjón­ustu eða þá að þjón­usta verði tak­mörk­uð. 

Þá er vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu bent á að það þurfi að tryggja sam­ræmda skrán­ingu upp­lýs­inga, sem sé for­senda þess að hægt sé að meta þjón­ust­una og hag­kvæmn­ina. Töl­urnar frá Land­spít­ala og Sinn­um/Heilsu­m­ið­stöð­inni eru mjög ólíkar hvað þetta varð­ar, enda teknar saman út frá mis­mun­andi for­send­um. 

Greiddu millj­ónir til Sinnum í bæt­ur 

Sjúkra­trygg­ingar greiddu Sinn­um, sem þá sá um hót­el­ið, tvisvar sinnum efnda­bætur vegna samn­ings­ins árið 2012. Upp­hæð­irnar námu 6,5 millj­ónum í jan­úar og 7,3 millj­ónum í ágúst, sam­tals 13,8 millj­ónir króna. 

Þetta var byggt á upp­lýs­ingum úr útboðs­gögn­um, sem sögðu það mögu­legt að hlut­fall ósjúkra­tryggðra á hót­el­inu myndi hækka úr þeim 6% gesta sem gert var ráð fyr­ir. Þetta gekk ekki eft­ir, ósjúkra­tryggðir voru 2,5% árið 2011 og 2% fyrri hluta 2012. Vegna þessa fékk fyr­ir­tækið bæt­urn­ar, þrátt fyrir að komið hafi fram í útboðs­lýs­ing­unni að töl­urnar væru settar fram „sem vís­bend­ing og er því ekki lof­orð um kaup.“ Sinnum krafð­ist reyndar líka bóta vegna nið­ur­fell­ingar Land­spít­ala á hjúkr­un­ar­þjón­ustu um jól og ára­mót, sem leiddi til lægri tekna fyr­ir­tæk­is­ins. 

Þetta segir Rík­is­end­ur­skoðun að hefði þurft að vera skýr­ara í samn­ing­um, auk þess sem eðli­legt hefði verið að Land­spít­al­inn kæmi að mál­inu, sem hann gerði ekki. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None