Engin stefna um sjúkrahótel og þörf sjúklinga aldrei verið metin

Sjúkrahótel teljast ekki til heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum.
Sjúkrahótel teljast ekki til heilbrigðisþjónustu samkvæmt lögum.
Auglýsing

Rík­is­end­ur­skoðun segir að það þurfi ekki að koma á óvart að búið sé að segja upp samn­ingi um rekstur sjúkra­hót­els í Ármúla, miðað við það sem á undan er geng­ið. Land­spít­al­inn og Sjúkra­trygg­ingar hafi lengi deilt opin­ber­lega um rekst­ur­inn, og meg­in­vand­inn liggur í því að stofn­an­irnar tvær hafa mis­mun­and­i ­sýn á það hvernig sjúkra­hót­elið á að vera, hverjir eiga að dvelja þar og hvernig þjón­ustu á að veita. Þetta er ótækt að mati Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, sem hvetur vel­ferð­ar­ráðu­neytið til að höggva á hnút­ana í nýrri skýrslu

Heilsu­m­ið­stöð­in/Sinnum sagði upp samn­ingi við Sjúkra­trygg­ingar fyrir helgi, og sagði það vegna þess að starf­semi mið­stöðv­ar­innar við rekstur sjúkra­hót­els í Ármúla væri bit­bein milli opin­berra aðila sem tak­ist á um hvar fjár­veit­ingin til starf­sem­innar eigi að vera, og hafi ólíkar skoð­anir á eðli og hlut­verki sjúkra­hót­els­ins. 

Athuga­semdir frá upp­hafi 

Land­spít­al­inn hefur nán­ast frá upp­hafi samn­ings­ins árið 2011 gert marg­vís­legar athuga­semdir við aðstöðu, aðbúnað og efndir rekstr­ar­að­ila sjúkra­hót­els­ins. Sjúkra­trygg­ingar telja athuga­semdir spít­al­ans hins vegar til­efn­is­laus­ar. ­Stofn­an­irnar tvær líta á rekst­ur­inn mjög ólíkum augum og sam­skipti þeirra eru þeim til vansa, segir rík­is­end­ur­skoð­un. Stofn­an­irnar verði að leggj­ast á eitt og koma sam­skiptum sínum í eðli­legan far­veg með hjálp ráðu­neyt­is­ins. 

Auglýsing

Land­spít­al­inn veitir hjúkr­un­ar­þjón­ustu á hót­el­inu en Heilsu­m­ið­stöð­in/Sinnum sjá um hót­el­þjón­ustu. Hins vegar hefur aldrei farið fram mat á raun­veru­legri þörf sjúk­linga fyrir hjúkrun og aðhlynn­ingu þar. Þess vegna hefur verið deilt um ástand og þjón­ustu­þörf sjúk­linga sem þangað koma. Sjúkra­trygg­ingar segja að sjúk­lingar eigi að vera sjálf­bjarga þegar þeir koma þang­að, þótt þeir geti veikst þar og þá þurft meiri með­ferð, en Land­spít­ali og Heilsu­m­ið­stöðin eru á því að stundum komi sjúk­lingar veikir á hót­el­ið. 

Heil­brigð­is­eft­ir­lit Reykja­víkur hefur líka í tvígang gert ýmsar athuga­semdir við aðbúnað á sjúkra­hót­el­inu. Fyrst í des­em­ber 2012 og svo í mars 2015. 

Þá gerði emb­ætti land­læknir athuga­semdir í sinni úttekt í fyrra, en taldi engu að síður að í heild­ina væri þjón­usta sjúkra­hót­els­ins góð. 

Engin stefna eða skil­grein­ingar

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið er einnig hvatt til þess í skýrsl­unni að marka skýra stefnu um eðli og rekstur sjúkra­hót­ela. Slíkt hafi ekki verið gert í ráðu­neyt­inu, þar sem engin skýr stefna hafi verið mörkuð um hvernig þessum málum skuli vera hátt­að. 

Lög um heil­brigð­is­þjón­ustu fjalla ekki neitt um sjúkra- eða sjúk­linga­hót­el, en hug­takið sjúkra­hótel er skil­greint í reglu­gerð. Sjúkra­hótel eru því ekki heil­brigð­is­stofn­anir sam­kvæmt lög­um. 

Rík­is­end­ur­skoðun segir að það sé mót­sögn falin í skil­grein­ing­unni á sjúkra­hót­eli ann­ars vegar og ákvæðum samn­ing­anna hins veg­ar. Þessu þurfi að eyða því mót­sögnin eigi veru­lega sök á ágrein­ingnum um mál­ið. Annað hvort þurfa sjúkra­hótel að telj­ast til heil­brigð­is­þjón­ustu eða þá að þjón­usta verði tak­mörk­uð. 

Þá er vel­ferð­ar­ráðu­neyt­inu bent á að það þurfi að tryggja sam­ræmda skrán­ingu upp­lýs­inga, sem sé for­senda þess að hægt sé að meta þjón­ust­una og hag­kvæmn­ina. Töl­urnar frá Land­spít­ala og Sinn­um/Heilsu­m­ið­stöð­inni eru mjög ólíkar hvað þetta varð­ar, enda teknar saman út frá mis­mun­andi for­send­um. 

Greiddu millj­ónir til Sinnum í bæt­ur 

Sjúkra­trygg­ingar greiddu Sinn­um, sem þá sá um hót­el­ið, tvisvar sinnum efnda­bætur vegna samn­ings­ins árið 2012. Upp­hæð­irnar námu 6,5 millj­ónum í jan­úar og 7,3 millj­ónum í ágúst, sam­tals 13,8 millj­ónir króna. 

Þetta var byggt á upp­lýs­ingum úr útboðs­gögn­um, sem sögðu það mögu­legt að hlut­fall ósjúkra­tryggðra á hót­el­inu myndi hækka úr þeim 6% gesta sem gert var ráð fyr­ir. Þetta gekk ekki eft­ir, ósjúkra­tryggðir voru 2,5% árið 2011 og 2% fyrri hluta 2012. Vegna þessa fékk fyr­ir­tækið bæt­urn­ar, þrátt fyrir að komið hafi fram í útboðs­lýs­ing­unni að töl­urnar væru settar fram „sem vís­bend­ing og er því ekki lof­orð um kaup.“ Sinnum krafð­ist reyndar líka bóta vegna nið­ur­fell­ingar Land­spít­ala á hjúkr­un­ar­þjón­ustu um jól og ára­mót, sem leiddi til lægri tekna fyr­ir­tæk­is­ins. 

Þetta segir Rík­is­end­ur­skoðun að hefði þurft að vera skýr­ara í samn­ing­um, auk þess sem eðli­legt hefði verið að Land­spít­al­inn kæmi að mál­inu, sem hann gerði ekki. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None