Undirskriftasöfnun Kára sú sjötta stærsta í sögunni

kári stefánsson
Auglýsing

Yf­ir­ 48 þús­und manns hafa nú skrifað undir und­ir­skrifta­söfnun Kára ­Stef­áns­sonar um end­ur­reisn heil­brigð­is­kerf­is­ins. Söfn­unin er þar ­með komin í sjötta sæti yfir stærstu und­ir­skrifta­safn­anir á Ís­landi, sé tekið mið af listum þar sem stærstu safn­an­irnar hafa verið teknar saman.

Fimm und­ir­skrifta­safn­anir hafa verið stærri en sú sem nú er í gangi. Í fimmta sæti er nýleg­asta stóra söfn­un­in, sem fór fram undir nafn­inu Þjóð­ar­eign í fyrra. Ríf­lega 51 þús­und manns skrif­uðu undir áskorun á for­seta Ís­lands að vísa í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu hverjum þeim lög­um ­sem Alþingi sam­þykkir þar sem fisk­veiði­auð­lindum væri ráð­stafað til lengri tíma en eins árs, á meðan ekk­ert ákvæði um ­þjóð­ar­eign á auð­lindum er í stjórn­ar­skrá.

Árið 2014 skrif­uðu svo tæp­lega 54 þús­und manns undir kröfu um að á­fram­hald við­ræðna um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu yrði sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu.

Auglýsing

Í ­þriðja sæti yfir stærstu und­ir­skrifta­safn­an­irnar er und­ir­skrifta­söfn­unin Varið land, frá árinu 1974. Rúm­lega 55.500 ­manns skrif­uðu undir þá und­ir­skrifta­söfnun og hún sker sig úr í hópi þess­ara vin­sæl­ustu safn­ana að því leyti að hún fór eðli ­máls­ins sam­kvæmt ekki fram á inter­net­inu. Mark­miðið með henn­i var að sýna stuðn­ing við veru banda­ríska varn­ar­liðs­ins á Ís­landi.

Rúm­lega 56 þús­und skrif­uðu undir áskorun til Ólafs Ragn­ars Gríms­son­ar, ­for­seta Íslands, um að hann setti Ices­ave samn­ing númer 2 í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu árið 2010. Það gerði hann á end­an­um, sem mark­aði tíma­mót í lýð­veld­is­sög­unni, enda í fyrsta sinn sem þjóð­ar­at­kvæða­greiðsla fór fram eftir beit­ing­u ­mál­skots­réttar for­seta.

Lang­fjöl­mennasta und­ir­skrifta­söfn­unin á list­anum snérist um að halda Reykja­vík­ur­flug­velli í Vatns­mýr­inni og hún hét Hjartað í Vatns­mýr­inni. Undir hana skrifðu tæp­lega 70 þús­und manns árið 2013.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – The Italian Experience in a Sociological Perspective
Kjarninn 7. apríl 2020
Segir þyrlukast henta illa smærri myntsvæðum
Hagfræðingur skrifar um óhefðbundna peningastefnu á krísutímum í Vísbendingu vikunnar.
Kjarninn 6. apríl 2020
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson kominn á gjörgæsludeild
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á gjörgæsludeild, en hann var lagður inn á spítala í gær með „þrálát einkenni“ sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur.
Kjarninn 6. apríl 2020
Höfuðstöðvar EBA í París.
Allir bankar í Evrópu hvattir til að greiða ekki arð né kaupa eigin bréf
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin vill að allir bankar innan EES-svæðisins sleppi því að greiða arð og að kaupa eigin bréf. Það aukna svigrúm sem bankar fá til að bregðast við COVID-19 eigi að fjármagna fyrirtæki og heimili, ekki greiðast til hluthafa.
Kjarninn 6. apríl 2020
Sóley Tómasdóttir
Kórónufaraldurinn og kynjasjónarmið
Kjarninn 6. apríl 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Dramatík og rusl
Kjarninn 6. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Síðasta helgi æfing fyrir þá næstu – „Er þetta ekki bara komið gott?“
Yfirlögregluþjónn stingur upp á því að Íslendingar slaki á heima og taki páskana bara í rólegheitunum í gegnum fjarfundi með vinum og stórfjölskyldu.
Kjarninn 6. apríl 2020
Alma Möller landlæknir.
„Róðurinn mun þyngjast næstu vikurnar“
Landlæknir segir það vera alveg ljóst að róðurinn muni þyngjast næstu vikurnar og að fleiri muni veikjast og látast. Þessi faraldur muni taka sífellt meira á okkur, andlega og tilfinningalega.
Kjarninn 6. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None