Fréttastjóri RÚV hafnar gagnrýni ritstjóra DV

rúv
Auglýsing

Rakel Þor­bergs­dótt­ir, frétta­stjóri RÚV, sendi frá sér yfir­lýs­ingu rétt í þessu þar sem hún hafnar ummælum Egg­erts Skúla­son­ar, rit­stjóra DV, í leið­ara 2. febr­ú­ar. Egg­ert gaf í skyn í leið­ar­anum að Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjór­inn í Reykja­vík, hefði verið blekkt í við­tal fyrir hádeg­is­fréttir á RÚV árið 2014. 

Rakel segir frá­leitt að halda því fram að frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins hafi á nokkurn hátt beitt blekk­ingum eða við­haft óeðli­leg vinnu­brögð. Slíkar ásak­anir stand­ist ekki skoð­un. 

„Ásak­anir rit­stjór­ans snú­ast um við­tal við lög­reglu­stjór­ann í Reykja­vík sem spilað var í hádeg­is­fréttum laug­ar­dag­inn 22. nóv­em­ber 2014 en við­talið var tekið upp í hljóð­stofu Rík­is­út­varps­ins í gegnum síma. Öll hljóð­rituð við­töl sem frétta­stofa RÚV tekur þurfa að fara fram í gegnum hljóð­stofu (stúdíó með tækni­manni) því ekki er til bún­aður á frétta­stof­unni sem gerir frétta­mönnum kleift að hljóð­rita sím­töl í borðsíma og frétta­reglur RÚV heim­ila ekki notkun á hljóð­upp­töku úr far­síma sem við­mæl­anda er ekki kunn­ugt um. Þá hefur það aldrei tíðkast, jafn­vel þó að við­mæl­anda væri kunn­ugt um upp­töku á far­síma og sam­þykki lægi fyr­ir. Ljós­vaka­mið­ill við­hefur önnur vinnu­brögð en t.d. dag­blöð hvað þetta varðar því upp­takan þarf að vera úsend­ing­ar­hæf í útvarpi eða sjón­varpi og því er hljóð­ver alltaf not­að. 

Auglýsing

Í þessu umrædda við­tali hafði frétta­mað­ur­inn rætt við lög­reglu­stjór­ann í far­síma sinn stuttu áður og þegar sam­þykki fyrir við­tali lá fyrir fór frétta­mað­ur­inn í hljóð­stofu og þaðan var hringt í lög­reglu­stjór­ann, venju sam­kvæmt. Upp­takan er til í gögnum frétta­stof­unnar í heild sinni, rúmar 23 mín­út­ur. Á upp­tök­unni segir frétta­mað­ur­inn í lok við­tals að nú ætli hann að hlusta á við­talið og vera í sam­bandi enda hafði lög­reglu­stjór­inn sett það sem skil­yrði fyrir veit­ingu við­tals að hún fengi að vita hvaða hlutar þess yrðu not­aðir í frétt­ina. Áður en fréttin var birt hringdi frétta­mað­ur­inn í lög­reglu­stjór­ann og las upp hand­rit­ið. 

Sú ályktun rit­stjóra DV um að lög­reglu­stjór­inn hafi ekki vitað að hún væri í við­tali eða að hljóð­upp­taka væri í gangi er því röng. Það stað­festir upp­takan sjálf. Þá hefur frétta­stofu aldrei borist kvörtun eða athuga­semd frá lög­reglu­stjór­anum sjálf­um, hvorki fyrir 14 mán­uðum þegar við­talið var birt né núna eftir að rit­stjóri DV steig fram á rit­völl­inn með sína túlkun á sam­skiptum frétta­stof­unnar og lög­reglu­stjór­ans. Frétta­stofa hefur boðið lög­reglu­stjór­anum að koma og hlusta á upp­tök­una og það boð stend­ur. 

Með vísan í ofan­greinda mála­vexti er frá­leitt að halda því fram að frétta­stofa Rík­is­út­varps­ins hafi á nokkurn hátt beitt blekk­ingum eða við­haft óeðli­leg vinnu­brögð. Slíkar ásak­anir stand­ast ein­fald­lega ekki skoð­un,“ segir Rakel í til­kynn­ing­u. 

Þess ber að geta að umræddur frétta­maður vinnur nú á rit­stjórn Kjarn­ans. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None