KSÍ tilkynnir aðildarfélögum hvernig 413 milljónir skiptast í dag

Ísland
Auglýsing

Knatt­spyrnu­sam­band Íslands (KSÍ) mun greina aðild­ar­fé­lögum sínum frá því í dag, 13. febr­ú­ar, á árs­þingi sam­bands­ins hvernig styrkir og fram­lög þess til­ ­fé­lag­anna í ár muni skipt­ast. Ljóst er að til­kynn­ing­ar­innar er beðið með tölu­verðri eft­ir­vænt­ingu, enda eru styrkir og fram­lög KSÍ til aðild­ar­fé­laga áætl­aðir 413 millj­ónir króna á árinu 2016. Það er lang­hæsta upp­hæð sem KSÍ hefur nokkru sinni útdeilt til félag­anna, en til sam­an­burðar fengu þau 147 millj­ónir króna í fyrra.

Ástæða aukn­ing­ar­innar er sú að tekjur KSÍ munu tvö­fald­ast í ár vegna þátt­töku karla­lands­liðs­ins í knatt­spyrnu í Evr­ópu­mót­inu í knatt­spyrnu í Frakk­landi á kom­andi sumri. Velta sam­bands­ins mun fara úr 1.112 millj­ónum króna í 2.263 millj­ónir króna, aðal­lega vegna þess að styrkir frá knatt­spyrnu­sam­band­i ­Evr­ópu (UEFA) fara úr 356 millj­ónum króna í 1.506 millj­ónir króna á milli ára. ­Sam­kvæmt nýbirtri fjár­hags­á­ætlun KSÍ mun þessi gríð­ar­lega aukn­ing í veltu skila ­sam­band­inu 600 millj­ónum króna í hagnað á árinu 2016. Og aðild­ar­fé­lög ­sam­bands­ins munu njóta þess.

Mest fór til félaga í Pepsí-­deild karla í fyrra

KSÍ vildi ekki veita Kjarn­anum upp­lýs­ingar um hvernig sú fjár­hæð sem mun ­skipt­ast á milli aðild­ar­fé­laga sam­bands­ins skipt­ist fyrr en búið væri að til­kynna full­trúum þeirra það á árs­þingi KSÍ sem fram fer í dag.

Auglýsing

Á árinu 2015 fengu félögin í Pepsí-­deild karla 40 millj­óna króna styrk frá UEFA vegna barna- og ung­linga­starfs. KSÍ greiddi síðan öðrum aðild­ar­fé­lög­um en þeim sem léku í Pepsí-­deild karla 41,5 millj­ónir króna (um 28 pró­sent af heild­ar­kök­unn­i), félögum í Pepsí-­deild karla 71,1 milljón króna vegna út­send­ing­ar- og mark­aðs­réttar (48 pró­sent)  og félögum í leyfis­kerfi KSÍ 22,8 millj­ónir króna (16 pró­sent). Þá greiddi KSÍ 11,6 millj­ónir króna (átta pró­sent) í ferða­þátt­töku­gjald, verð­launafé og fleira á árinu 2015. Sam­tals gera þessar greiðslur KSÍ til­ að­ild­ar­fé­laga 147 millj­ónir króna. 

Kjarn­inn fjall­aði ítar­lega um árs­reikn­ing KSÍ fyrir árið 2015 og fjár­hags­á­ætlun sam­bands­ins fyrir árið 2016 um síð­ustu helgi. Hægt er að lesa þá umfjöllun hér.

Katrín kynnti innleiðingu á heimsmarkmiðum
Forsætisráðherra talaði fyrir mikilvægi aukinnar alþjóðlegrar samvinnu við innleiðingu á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Forstjóri Nova: Óþarfi að greiða tvo milljarða á ári fyrir leigu á myndlyklum
Forstjóri Nova segir að framtíð sjónvarpsins sé á netinu.
Kjarninn 16. júlí 2019
Jeppi prófaður á Íslandi fyrir ferð til Mars árið 2020
Prófun á Mars-Jeppa fer fram í nágrenni Langjökuls. Fjölmargir vísindamenn koma að verkefninu, þar á meðal nemendur frá Háskóla Reykjavíkur og starfsfólk Arctic Trucks.
Kjarninn 16. júlí 2019
Innleiðingarhalli EES-gerða innan við eitt prósent þriðja árið í röð
Innleiðingarhalli EES-gerða á Íslandi stendur í 0,7 prósentum. Hallinn náði hámarki árið 2013 þegar hann nam 3,2 prósentum.
Kjarninn 16. júlí 2019
Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None