Óvíst hvort íslensk lán til Havila fáist greidd að fullu

Havila rekur 27 skip sem þjónusta olíuiðnaðinn í Norðursjó. Sá markaður hefur hrunið á undanförnum mánuðum.
Havila rekur 27 skip sem þjónusta olíuiðnaðinn í Norðursjó. Sá markaður hefur hrunið á undanförnum mánuðum.
Auglýsing

Arion banki segir að það sé óvíst eins og mál standi hvort 4,5 miillj­arða króna lán bank­ans til norska félags­ins Havila Shipp­ing ASA fáist greitt að fullu. Tím­inn einn verði að leiða í ljós hvort svo verði. Íslands­banki, ­sem tók þátt í rúm­lega sjö millj­arða króna sam­banka­láni til Havila í lok árs 2013, vill ekki tjá sig um stöðu lán­veit­ingar sinnar til Havila á þess­ari ­stundu.

Í vik­unni hefur Kjarn­inn greint frá því að hluti kröfu­hafa Havila hafi hafnað til­lögu um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuldum félags­ins sem setj­i fram­tíð þess í mik­inn vafa. Á mið­viku­dag til­kynnti Havila, sem skráð er í norsku Kaup­höll­ina, að félagið hefði fært niður virði skipa­flota síns, sem telur 27 skip, um 21 millj­arð íslenskra króna.

Havila hefur ver­ið eitt af leið­andi félögum í þjón­ustu við olíu­iðn­að­inn í Norð­ur­sjó á und­an­förn­um ár­um. Olíu­vinnsla þar hefur dreg­ist gríð­ar­lega saman á und­an­förnum miss­erum ­vegna lækk­unar á heims­mark­aðs­verði á olíu, sem hefur farið úr um 115 döl­u­m ­sum­arið 2014 í um 30 dali í dag. Þum­al­putta­reglan er sú að heims­mark­aðs­verð á olíu þurfi að vera í kringum 60 dali á tunnu til að vinnsla í Norð­ur­sjó borg­i ­sig. Sam­hliða hefur þjón­ustu­mark­að­ur­inn sem Havila starfar á hrun­ið.

Auglýsing

Grein­ing­ar­að­il­ar telja að Havila muni, að óbreyttu, eiga lausafé fram á haust til að halda ­starf­semi sinni áfram. Eftir það muni félagið ekki geta rekið sig áfram nema ef til komi eft­ir­gjöf skulda. Stjórn Havila til­kynnti í gær að félagið muni halda á­fram starf­semi sinni, þrátt fyrir að kröfu­hafar þess hafi hafnað til­lögu um end­ur­skipu­lagn­ing á skuldum félags­ins í byrjun viku. Ákvörð­unin felur í sér að félagið muni halda áfram við­ræðum við kröfu­hafa sína um að ná ­sam­komu­lagi sem muni gera Havila kleift að standa af sér þá erf­ið­leika sem ­fé­lagið gengur nú í gegn­um. Á meðan að við­ræð­urnar standa yfir mun Havila hvorki greiða vexti né afborg­anir af höf­uð­stólum lána.

Munu upp­lýsa í næstu viku

Íslands­banki og Arion banki eru báðir á meðal lán­veit­enda Havila. Í júlí 2014 lán­aði Arion banki Havila 300 millj­ónir norskra króna, um 4,5 millj­arða króna. Íslands­banki hafði tekið þátt í sam­banka­láni til­ Havila upp á alls 475 millj­ónir norskra króna, rúm­lega sjö millj­arða króna, nokkrum mán­uðum áður. Í frétta­til­kynn­ingu frá Íslands­banka sem ­send var úr í lok árs 2013 vegna þess var haft eftir Vil­helm Má Þor­steins­syn­i, fram­kvæmda­stjóra fyr­ir­tækja­sviðs Íslands­banka, að þátt­takan í sam­banka­láni til Havila væri mik­il­vægt skref í að auka þátt­töku okkar í þjón­ustu­iðn­aði við olíu og gasleit á Norður Atl­ants­hafi. „Ís­lands­banki hefur getu til að lána til erlendra verk­efna vegna sterkrar stöð­u í erlendum gjald­eyri og styður þannig við frek­ari upp­bygg­ingu íslenskra og er­lendra fyr­ir­tækja í atvinnu­greinum þar sem bank­inn hefur sér­þekk­ing­u.“ 

Kjarn­inn leit­aði við­bragða hjá bæði Arion Banka og Íslands­banka við þeirri stöðu sem komin er upp hjá Havila og hvaða áhrif hún muni hafa á þau lán sem bank­arnir veittu félag­inu.  Í svari upp­lýs­inga­full­trúa Arion banka segir að það sé óvíst, eins og mál stand­i, hvort lánið sem bank­inn veitti í júlí 2014 fáist að öllu leyti inn­heimt. Tím­inn verði að leiða það í ljós. „Arion banki metur útlána­safn sitt með­ ­reglu­bundnum hætti og tekur til­lit til við­eig­andi upp­lýs­inga í því mati. Í næstu viku mun bank­inn birta árs­upp­gjör og má gera ráð fyrir að þar komi fram ­upp­lýs­ingar þessu tengd­ar.“

Arion banki segir að höfnun kröfu­hafa Havila á end­ur­skipu­lagn­ingu á skuldum félags­ins, sem upp­lýst var um í byrjun viku, hefð­i þau áhrif að nú myndu samn­ings­við­ræður um lausn á vanda félags­ins hefj­ast að nýju. „Áður höfðu allir þeir bankar sem koma að fjár­mögnun á félag­inu sam­þykkt ­á­ætlun um end­ur­skipu­lagn­ingu á skuldum félags­ins, það voru eig­endur skulda­bréfa ­sem skráð eru á skulda­bréfa­mark­að, sem höfn­uðu því upp­legg­i.“

Íslands­banki vildi ekki tjá sig um stöðu lán­veit­inga bank­ans til Havila þegar Kjarn­inn leit­aði eftir upp­lýs­ingum um því. Bank­inn muni hins ­vegar birta árs­upp­gjör sitt í næstu viku og í kjöl­farið muni hann ræða meira um þau lán sem Íslands­banki tók þátt í að veita Havila. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None