Sigmundur: „Ísland er eitt land og það er stærra en Melarnir í Vesturbænum“

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son fer hörðum orðum um fjóra fræði­menn við Háskóla Íslands í færslu sem hann birtir á Face­book-­síðu sinni. Einn þeirra er Gylfi Magn­ús­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, og kallar Sig­mundur Davíð hina fræði­menn­ina sam­herja hans „sem vilja þó lík­lega allir láta kalla sig óháða sér­fræð­inga“. Fræði­menn­irnir eiga það sam­eig­in­legt að hafa gagn­rýnt Sig­mund fyrir ummæli hans um Háskóla Íslands. 

Sig­mundur Davíð sagði fyrir helgi að ákvörðun skól­ans um að flytja íþrótta­fræði­nám á Laug­ar­vatni til Reykja­víkur hlyti að kalla á að fjár­veit­ingum verði í auknum mæli beint til skóla á lands­byggð­inni á þeirra eigin for­send­um. Ákvörðun HÍ myndi mögu­lega gera út af við hug­myndir um sam­ein­ingar eða aukið sam­starf skól­ans við mennta­stofn­anir á lands­byggð­inn­i. Þetta hefur verið gagn­rýnt og þessu svar­að, meðal ann­ars skrif­aði rektor HÍ, Jón Atli Bene­dikts­son, grein um málið þar sem hann fór yfir for­sendur ákvörð­un­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi við­skipta­ráð­herra, er meðal þeirra sem hafa gagn­rýnt Sig­mund Dav­íð. „Þetta er svo yfir­gengi­legt að það er vart annað hægt en telja dag­ana til loka kjör­tíma­bils­ins,“ sagði hann á Face­book síðu sinni. Aðrir fræði­menn hafa lagt orð í belg á síðu hans og ann­ars stað­ar, og Vísir fjall­aði um gagn­rýni þeirra í frétt þar sem sagt er að aka­dem­ían sé æf yfir orðum Sig­mundar Dav­íðs. Aðrir sem nefndir eru í frétt­inni eru doktor Magni Þór Páls­son, Helgi Gunn­laugs­son pró­fess­or, Eiríkur Rögn­valds­son pró­fessor og Magnús Karl Magn­ús­son pró­fess­or. 

„Face­book­skrif fjór­menn­ing­anna hafa orðið til­efni a.m.k. tveggja frétta. Í annarri þeirra var full­yrt að ummælin hefðu fallið í grýttan jarð­veg og var þá vænt­an­lega verið að vísa í jarð­veg­inn á Mel­unum í Vest­urbæ Reykja­vík­ur. Í hinni var full­yrt að þeir félagar (eða Aka­dem­ían eins og þeir kalla sig að mati fyr­ir­sagn­ar­höf­und­ar) væru æfir,“ skrifar Sig­mundur Dav­íð. 

Hann seg­ist aðeins hafa verið að benda á hið aug­ljósa í ummælum sínum um HÍ. „Það nægði þó ráð­herr­anum fyrr­ver­andi og þremur face­book vinum hans til að verða „æfir“, svo vitnað sé í frétt­ina, og senda frá sér furðu­legar yfir­lýs­ingar á borð við að þetta fæli í sér hót­anir í garð HÍ og minnti á stjórn­ar­far í alræð­is­ríkj­u­m!“ 

Hann segir við­brögðin hafa verið ofsa­feng­in, við ein­faldri ábend­ingu um mik­il­vægi þess að efla menntun um allt land. „Við­horfið virð­ist vera það að lands­byggð­ar­fólk eigi bara að sjá um að veiða fisk og skila svo tekj­unum í tvö póst­númer í Reykja­vík­.“ 

Stutt hafi verið við bakið á HÍ og öðrum mennta­stofn­unum í Reykja­vík. „En það veitir ekki af því að styðja líka við bakið á menntun utan höf­uð­borg­ar­innar og ég vona að það raski ekki ró fjór­menn­ing­anna í „Aka­dem­í­unni“ enn frekar ef ég bendi á að það sama á við um heil­brigð­is­mál, sam­göngu­mál, stjórn­sýslu og jafn­vel fleira.“ 

Hann segir að lokum að það sé frá­leitt að stilla því þannig upp að allt það fjár­magn sem sett er í mennta­stofn­anir eða aðra inn­viði á lands­byggð­inni sé tekið af þeim sem starfa í 101 Reykja­vík. „Upp­bygg­ing á lands­byggð­inni gagn­ast Reykja­vík og öfugt. Ísland er eitt land og það er stærra en Mel­arnir í Vest­ur­bæn­um.“ Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None