Sigmundur: „Ísland er eitt land og það er stærra en Melarnir í Vesturbænum“

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son fer hörðum orðum um fjóra fræði­menn við Háskóla Íslands í færslu sem hann birtir á Face­book-­síðu sinni. Einn þeirra er Gylfi Magn­ús­son, fyrr­ver­andi ráð­herra, og kallar Sig­mundur Davíð hina fræði­menn­ina sam­herja hans „sem vilja þó lík­lega allir láta kalla sig óháða sér­fræð­inga“. Fræði­menn­irnir eiga það sam­eig­in­legt að hafa gagn­rýnt Sig­mund fyrir ummæli hans um Háskóla Íslands. 

Sig­mundur Davíð sagði fyrir helgi að ákvörðun skól­ans um að flytja íþrótta­fræði­nám á Laug­ar­vatni til Reykja­víkur hlyti að kalla á að fjár­veit­ingum verði í auknum mæli beint til skóla á lands­byggð­inni á þeirra eigin for­send­um. Ákvörðun HÍ myndi mögu­lega gera út af við hug­myndir um sam­ein­ingar eða aukið sam­starf skól­ans við mennta­stofn­anir á lands­byggð­inn­i. Þetta hefur verið gagn­rýnt og þessu svar­að, meðal ann­ars skrif­aði rektor HÍ, Jón Atli Bene­dikts­son, grein um málið þar sem hann fór yfir for­sendur ákvörð­un­ar­inn­ar. 

Auglýsing

Gylfi Magn­ús­son, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi við­skipta­ráð­herra, er meðal þeirra sem hafa gagn­rýnt Sig­mund Dav­íð. „Þetta er svo yfir­gengi­legt að það er vart annað hægt en telja dag­ana til loka kjör­tíma­bils­ins,“ sagði hann á Face­book síðu sinni. Aðrir fræði­menn hafa lagt orð í belg á síðu hans og ann­ars stað­ar, og Vísir fjall­aði um gagn­rýni þeirra í frétt þar sem sagt er að aka­dem­ían sé æf yfir orðum Sig­mundar Dav­íðs. Aðrir sem nefndir eru í frétt­inni eru doktor Magni Þór Páls­son, Helgi Gunn­laugs­son pró­fess­or, Eiríkur Rögn­valds­son pró­fessor og Magnús Karl Magn­ús­son pró­fess­or. 

„Face­book­skrif fjór­menn­ing­anna hafa orðið til­efni a.m.k. tveggja frétta. Í annarri þeirra var full­yrt að ummælin hefðu fallið í grýttan jarð­veg og var þá vænt­an­lega verið að vísa í jarð­veg­inn á Mel­unum í Vest­urbæ Reykja­vík­ur. Í hinni var full­yrt að þeir félagar (eða Aka­dem­ían eins og þeir kalla sig að mati fyr­ir­sagn­ar­höf­und­ar) væru æfir,“ skrifar Sig­mundur Dav­íð. 

Hann seg­ist aðeins hafa verið að benda á hið aug­ljósa í ummælum sínum um HÍ. „Það nægði þó ráð­herr­anum fyrr­ver­andi og þremur face­book vinum hans til að verða „æfir“, svo vitnað sé í frétt­ina, og senda frá sér furðu­legar yfir­lýs­ingar á borð við að þetta fæli í sér hót­anir í garð HÍ og minnti á stjórn­ar­far í alræð­is­ríkj­u­m!“ 

Hann segir við­brögðin hafa verið ofsa­feng­in, við ein­faldri ábend­ingu um mik­il­vægi þess að efla menntun um allt land. „Við­horfið virð­ist vera það að lands­byggð­ar­fólk eigi bara að sjá um að veiða fisk og skila svo tekj­unum í tvö póst­númer í Reykja­vík­.“ 

Stutt hafi verið við bakið á HÍ og öðrum mennta­stofn­unum í Reykja­vík. „En það veitir ekki af því að styðja líka við bakið á menntun utan höf­uð­borg­ar­innar og ég vona að það raski ekki ró fjór­menn­ing­anna í „Aka­dem­í­unni“ enn frekar ef ég bendi á að það sama á við um heil­brigð­is­mál, sam­göngu­mál, stjórn­sýslu og jafn­vel fleira.“ 

Hann segir að lokum að það sé frá­leitt að stilla því þannig upp að allt það fjár­magn sem sett er í mennta­stofn­anir eða aðra inn­viði á lands­byggð­inni sé tekið af þeim sem starfa í 101 Reykja­vík. „Upp­bygg­ing á lands­byggð­inni gagn­ast Reykja­vík og öfugt. Ísland er eitt land og það er stærra en Mel­arnir í Vest­ur­bæn­um.“ Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None