Fjórir íslenskir hælisleitendur og einn flóttamaður skráðir hjá SÞ

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur fjóra íslenska hælisleitendur á skrá hjá sér og einn íslenskan flóttamann. Stofnanir hérlendis hafa engar upplýsingar um málið og vísa hver á aðra.

vegglist
Auglýsing

Fjórir íslenskir hæl­is­leit­endur eru skráðir í kerfi Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna og einn Íslend­ingur er með stöðu flótta­manns. Þetta kemur fram á heima­síðu Flótta­manna­stofn­un­ar­innar og er einnig birt í yfir­lits­skýrslu þeirra. Svo virð­ist sem einn hafi bæst á list­ann frá árinu 2011, en þá voru þrír hæl­is­leit­endur skráðir í kerf­inu og einn flótta­mað­ur, sam­kvæmt skýrslu stofn­un­ar­innar fyrir það ár.

Íslensk yfir­völd hafa engar upp­lýs­ingar

Ómögu­legt virð­ist vera að nálg­ast upp­lýs­ingar hjá íslenskum yfir­völdum um hvað sé hér um að ræða. 

Urður Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, segir upp­lýs­ing­arnar hafa vakið furðu hjá ráðu­neyt­inu. Hún benti á Flótta­manna­stofn­un­ina sjálfa til að fá upp­lýs­ing­ar. Engin svör hafa borist það­an. 

Auglýsing

Jóhannes Tóm­as­son, upp­lýs­inga­full­trúi inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, segir ráðu­neytið engar upp­lýs­ingar hafa um ein­stak­ling­ana og vís­aði á rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Jón F. Bjart­marz, hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, vís­aði á Útlend­inga­stofn­un. 

Þór­hildur Ósk Haga­lín, upp­lýs­inga­full­trúi Útlend­inga­stofn­un­ar, segir stofn­un­ina engar upp­lýs­ingar hafa. 

„Það er meg­in­regla í flótta­manna­rétti að yfir­völdum í landi þar sem ein­stak­lingur sækir um hæli er óheim­ilt að hafa sam­band við heima­land umsækj­and­ans,” segir Þór­hildur í skrif­legu svari til Kjarn­ans. „Yf­ir­völd, til dæmis í Sýr­landi, Íran og ann­ars stað­ar, fá þannig engar upp­lýs­ingar um ein­stak­linga sem koma frá þessum löndum og sækja um hæli á Íslandi. Að sama skapi hafa íslensk yfir­völd, þar með talið Útlend­inga­stofn­un, engar upp­lýs­ingar um Íslend­inga sem sækja um hæli í öðrum lönd­um.”

Skjáskot af heimasíðu Flóttamannastofnunar SÞ um Ísland.

Eins og áður segir hafa enn engin svör borist Kjarn­anum frá Flótta­manna­stofnun SÞ við fyr­ir­spurn­inni um hvar þetta fólk sé nið­ur­kom­ið. 

Skýrslu Flótta­manna­stofn­unar frá 2011 má nálg­ast hér

Upp­lýs­ingar um Ísland innan Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna má sjá hér

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísold Uggadóttir og Auður Jónsdóttir
Himinhrópandi mistök í máli Maní
Kjarninn 20. febrúar 2020
Haraldur Johanessen var enn ríkislögreglustjóri þegar samkomulagið var gert. Hann lét af störfum skömmu síðar
Samkomulag ríkislögreglustjóra hækkaði laun yfirmanna um 48 prósent
Þeir yfirmenn hjá ríkislögreglustjóra sem skrifuðu undir samkomulag við embættið í fyrra hækkuðu samtals grunnlaun sín um 314 þúsund krónur á mánuði og sameiginlegar lífeyrisgreiðslur um 309 milljónir.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Samninganefnd starfsgreinasambandsins.
Starfsgreinasambandið nær samkomulagi við ríkið um nýjan kjarasamning
Starfsgreinasambandið og ríkið náðu í gær saman um útlínur á nýjum kjarasamningi á fundi hjá ríkissáttarsemjara.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling fordæmir Dag fyrir að vilja ekki eiga samtal við sig
Efling segir borgarstjórann í Reykjavík tala niður kjara- og réttlætisbaráttu félagsins. Framsetning hans á tilboðum Reykjavíkurborgar um launahækkanir til félagsmanna Eflingar sé í þeim „tilgangi að fegra mögur tilboð borgarinnar.“
Kjarninn 20. febrúar 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Verkföll hjá BSRB hefjast að óbreyttu í byrjun mars
Verkföllin munu hafa mikil áhrif á almannaþjónustuna enda munu þau ná til starfsfólks í heilbrigðisþjónustunni, þar með talið á Landspítalanum, og í skólum, leikskólum og á frístundaheimilum.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Hillur verslana eru í dag fullar af fersku brauði.
Uppþot vegna brauðsins stormur í vatnsglasi
„Hvenær verður næst brauð viðvörun?“ „Brauð er búið í borginni, líka hvíta brauðið. Fólk ætlar greinilega að leyfa sér þessar síðustu klukkustundir á jörðu.“ Þeir voru margir brandararnir sem fuku í sprengilægðinni í síðustu viku.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Traust almennings á dómstólum
Auður Jónsdóttir rithöfundur hitti gamalreyndan lögmann, Ragnar Aðalsteinsson, til að ræða hið svokallaða Landsréttarmál en það vekur upp áleitnar spurningar.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson.
Fríða Ísberg og Bergsveinn Birgisson tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar. Verðlaunin verða afhent í Reykjavík í haust.
Kjarninn 20. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None