Fjórir íslenskir hælisleitendur og einn flóttamaður skráðir hjá SÞ

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur fjóra íslenska hælisleitendur á skrá hjá sér og einn íslenskan flóttamann. Stofnanir hérlendis hafa engar upplýsingar um málið og vísa hver á aðra.

vegglist
Auglýsing

Fjórir íslenskir hæl­is­leit­endur eru skráðir í kerfi Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna og einn Íslend­ingur er með stöðu flótta­manns. Þetta kemur fram á heima­síðu Flótta­manna­stofn­un­ar­innar og er einnig birt í yfir­lits­skýrslu þeirra. Svo virð­ist sem einn hafi bæst á list­ann frá árinu 2011, en þá voru þrír hæl­is­leit­endur skráðir í kerf­inu og einn flótta­mað­ur, sam­kvæmt skýrslu stofn­un­ar­innar fyrir það ár.

Íslensk yfir­völd hafa engar upp­lýs­ingar

Ómögu­legt virð­ist vera að nálg­ast upp­lýs­ingar hjá íslenskum yfir­völdum um hvað sé hér um að ræða. 

Urður Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, segir upp­lýs­ing­arnar hafa vakið furðu hjá ráðu­neyt­inu. Hún benti á Flótta­manna­stofn­un­ina sjálfa til að fá upp­lýs­ing­ar. Engin svör hafa borist það­an. 

Auglýsing

Jóhannes Tóm­as­son, upp­lýs­inga­full­trúi inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, segir ráðu­neytið engar upp­lýs­ingar hafa um ein­stak­ling­ana og vís­aði á rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Jón F. Bjart­marz, hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, vís­aði á Útlend­inga­stofn­un. 

Þór­hildur Ósk Haga­lín, upp­lýs­inga­full­trúi Útlend­inga­stofn­un­ar, segir stofn­un­ina engar upp­lýs­ingar hafa. 

„Það er meg­in­regla í flótta­manna­rétti að yfir­völdum í landi þar sem ein­stak­lingur sækir um hæli er óheim­ilt að hafa sam­band við heima­land umsækj­and­ans,” segir Þór­hildur í skrif­legu svari til Kjarn­ans. „Yf­ir­völd, til dæmis í Sýr­landi, Íran og ann­ars stað­ar, fá þannig engar upp­lýs­ingar um ein­stak­linga sem koma frá þessum löndum og sækja um hæli á Íslandi. Að sama skapi hafa íslensk yfir­völd, þar með talið Útlend­inga­stofn­un, engar upp­lýs­ingar um Íslend­inga sem sækja um hæli í öðrum lönd­um.”

Skjáskot af heimasíðu Flóttamannastofnunar SÞ um Ísland.

Eins og áður segir hafa enn engin svör borist Kjarn­anum frá Flótta­manna­stofnun SÞ við fyr­ir­spurn­inni um hvar þetta fólk sé nið­ur­kom­ið. 

Skýrslu Flótta­manna­stofn­unar frá 2011 má nálg­ast hér

Upp­lýs­ingar um Ísland innan Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna má sjá hér

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None