Fjórir íslenskir hælisleitendur og einn flóttamaður skráðir hjá SÞ

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur fjóra íslenska hælisleitendur á skrá hjá sér og einn íslenskan flóttamann. Stofnanir hérlendis hafa engar upplýsingar um málið og vísa hver á aðra.

vegglist
Auglýsing

Fjórir íslenskir hæl­is­leit­endur eru skráðir í kerfi Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna og einn Íslend­ingur er með stöðu flótta­manns. Þetta kemur fram á heima­síðu Flótta­manna­stofn­un­ar­innar og er einnig birt í yfir­lits­skýrslu þeirra. Svo virð­ist sem einn hafi bæst á list­ann frá árinu 2011, en þá voru þrír hæl­is­leit­endur skráðir í kerf­inu og einn flótta­mað­ur, sam­kvæmt skýrslu stofn­un­ar­innar fyrir það ár.

Íslensk yfir­völd hafa engar upp­lýs­ingar

Ómögu­legt virð­ist vera að nálg­ast upp­lýs­ingar hjá íslenskum yfir­völdum um hvað sé hér um að ræða. 

Urður Gunn­ars­dótt­ir, upp­lýs­inga­full­trúi utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, segir upp­lýs­ing­arnar hafa vakið furðu hjá ráðu­neyt­inu. Hún benti á Flótta­manna­stofn­un­ina sjálfa til að fá upp­lýs­ing­ar. Engin svör hafa borist það­an. 

Auglýsing

Jóhannes Tóm­as­son, upp­lýs­inga­full­trúi inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, segir ráðu­neytið engar upp­lýs­ingar hafa um ein­stak­ling­ana og vís­aði á rík­is­lög­reglu­stjóra. 

Jón F. Bjart­marz, hjá emb­ætti rík­is­lög­reglu­stjóra, vís­aði á Útlend­inga­stofn­un. 

Þór­hildur Ósk Haga­lín, upp­lýs­inga­full­trúi Útlend­inga­stofn­un­ar, segir stofn­un­ina engar upp­lýs­ingar hafa. 

„Það er meg­in­regla í flótta­manna­rétti að yfir­völdum í landi þar sem ein­stak­lingur sækir um hæli er óheim­ilt að hafa sam­band við heima­land umsækj­and­ans,” segir Þór­hildur í skrif­legu svari til Kjarn­ans. „Yf­ir­völd, til dæmis í Sýr­landi, Íran og ann­ars stað­ar, fá þannig engar upp­lýs­ingar um ein­stak­linga sem koma frá þessum löndum og sækja um hæli á Íslandi. Að sama skapi hafa íslensk yfir­völd, þar með talið Útlend­inga­stofn­un, engar upp­lýs­ingar um Íslend­inga sem sækja um hæli í öðrum lönd­um.”

Skjáskot af heimasíðu Flóttamannastofnunar SÞ um Ísland.

Eins og áður segir hafa enn engin svör borist Kjarn­anum frá Flótta­manna­stofnun SÞ við fyr­ir­spurn­inni um hvar þetta fólk sé nið­ur­kom­ið. 

Skýrslu Flótta­manna­stofn­unar frá 2011 má nálg­ast hér

Upp­lýs­ingar um Ísland innan Flótta­manna­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna má sjá hér

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None