Blaðamannaverðlaun veitt - Magnús verðlaunaður fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins

maggiverðlaun
Auglýsing

Blaða­manna­verð­laun Íslands voru veitt í dag við hátíð­ar­lega athöfn í Perlunni, og var ljós­mynda­sýn­ing blaða­ljós­mynd­ara opnuð á sama tíma. Sunna Ósk Loga­dótt­ir, Morg­un­blað­inu, fékk blaða­manna­verð­laun árs­ins fyr­ir­ á­hrifa­mikla umfjöllun um heim­sókn sína til Líbanon þar sem hún ræddi við sýr­lenska flótta­menn og starfs­menn flótta­manna­búða til að kynna sér aðstæður þeirra flótta­manna sem veitt hafði verið hæli á Íslandi.



Magnús Hall­dórs­son, blaða­maður Kjarn­ans, var verð­laun­aður fyrir rann­sókn­ar­blaða­mennsku árs­ins, vegna umfjöll­unar um sölu Lands­bank­ans á eign­ar­hlutum sínum í Borg­un.

Snærós Sindra­dótt­ir, blaða­maður 365 miðla, fékk verð­laun fyrir við­tal árs­ins, við Einar Zepp­elin Hild­ar­son, sem sagði frá erf­iðri lífs­reynslu sinni og fjöl­skyldu hans. 

Gísli Ein­ars­son, Ingólfur Bjarni Sig­fús­son, Karl Sig­tryggs­son og Ragnar Santos, frétta­stofu RÚV, unnu til verð­launa fyrir umfjöllun árs­ins.

Auglýsing

Þeir fengu verð­launin fyrir umfjöllun um flótta­manna­vand­ann sem geisar í Evr­ópu. Með inn­lendu sjón­ar­horni á björg­un­ar­störf áhafnar Týs á Mið­jarð­ar­hafi og við­tölum við fórn­ar­lömb á ver­gangi í Ung­verja­landi og Líbanon fengu lands­menn mik­ils­verða inn­sýn inn í erf­iða ferð flótta­manna í leit að öryggi.

Til­nefn­ing­arnar voru eft­ir­far­andi.

Við­tal árs­ins 2015

Helgi Bjarna­son, Morg­un­blað­inu.

Fyrir við­tal við Þröst Leó Gunn­ars­son um sjó­slysið úti af Aðal­vík í júlí í fyrra­sum­ar. Þresti Leó tókst fyrir snar­ræði að bjarga tveimur félögum sínum en sá þriðji fórst. Björg­un­ar­tæki brugð­ust ger­sam­lega og fær Helgi ein­stæðar lýs­ingar Þrastar Leó á hug­ar­á­standi  þre­menn­ing­anna á meðan þeir biðu björg­un­ar.

Reynir Trausta­son, Stund­inni.

Fyrir við­tal við Ástu Krist­ínu Andr­és­dóttur hjúkr­un­ar­fræð­ing sem sökuð var um mann­dráp af gáleysi. Reynir gerir lífs­hlaupi Ástu Krist­ínar góð skil og fær við­mæl­anda til að tala mjög opin­skátt um hvernig þessi atburður hefur markað líf henn­ar, hvernig hún hefur barist við kvíða og reynt að við­halda lífs­vilj­an­um.

Snærós Sindra­dótt­ir, Frétta­blað­inu.

Fyrir við­tal við Einar Zepp­elin Hild­ar­son, ungan mann, sem á að baki afar erf­iða lífs­reynslu. Einar segir á ein­lægan hátt frá örlaga­deg­inum þegar mamma hans varð systur hans að bana en sjálfur slapp hann slas­aður frá hild­ar­leikn­um. Snærós segir áhrifa­mikla sögu manns og dregur fram mikla þraut­seigju, góða mann­kosti og kær­leika.

Umfjöllun árs­ins 2015

Gísli Ein­ars­son, Ingólfur Bjarni Sig­fús­son, Karl Sig­tryggs­son og Ragnar Santos, frétta­stofu RÚV. 

Fyrir umfjöllun um flótta­manna­vand­ann sem geisar í Evr­ópu. Með inn­lendu sjón­ar­horni á björg­un­ar­störf áhafnar Týs á Mið­jarð­ar­hafi og við­tölum við fórn­ar­lömb á ver­gangi í Ung­verja­landi og Líbanon fengu lands­menn mik­ils­verða inn­sýn inn í erf­iða ferð flótta­manna í leit að öryggi.

Helgi Selj­an, Kast­ljós RÚV. 

Fyrir umfjöllun um nauðg­an­ir, áreitni og ofbeldi gagn­vart þroska­höml­uðum kon­um. Ljóstrað var upp um sinnu­leysi yfir­valda sem héldu ekki hlífi­skildi yfir kon­un­um, settu ekki reglur um umönnun þeirra og huns­uðu kvart­an­ir. Af virð­ingu og með áhrifa­ríkum hætti var saga kvenn­anna sögð og sjón­ar­miði þeirra komið á fram­færi.

Krist­jana Björg Guð­brands­dóttir og Vikt­oría Her­manns­dótt­ir, Frétta­blað­inu.

Fyrir ítar­lega umfjöllun um man­sal þar sem fjallað var um umfang og ein­kenni mansals á Íslandi og bresti í aðgerð­ar­á­ætlun stjórn­valda. Frétta­skýr­inga­röð þeirra varp­aði ljósi á vax­andi mansals­vanda hér á landi þar sem ein­stak­lingar eru mis­not­aðir í kyn­ferð­is­legum til­gangi, til nauð­ung­ar­vinnu eða í glæp­a­starf­semi.

Blaða­manna­verð­laun árs­ins 2015

Hörður Ægis­son, DV. 

Fyrir skýra og greina­góða umfjöllun um slitabú föllnu bankana, vog­un­ar­sjóð­ina sem þá keyptu sem og útgöngu­samn­inga þeirra við íslensk stjórn­völd. Hörður hefur upp­lýst stöðu mála af djúpri þekk­ingu og nákvæmni í máli sem hefur rík áhrif á þjóð­ar­bú­ið.

Ingi­björg Kjart­ans­dótt­ir, Stund­inn­i. 

Fyrir fjöl­breytta og mik­il­væga umfjöllun um kyn­bundið ofbeldi. Í fjöl­mörgum greinum gaf Ingi­björg þolendum kyn­bund­ins ofbeldis og kyn­ferð­is­brota vett­vang að tjá sig um sína upp­lifun af brot­un­um, upp­lýsti um hve víða í sam­fé­lag­inu þessi brot er að finna og hversu erfitt er fyrir fórn­ar­lömb að leita rétt­lætis vegna þeirra

Sunna Ósk Loga­dótt­ir, Morg­un­blað­ið/mbl.­is. 

Fyrir áhrifa­mikla umfjöllun um heim­sókn sína til Líbanon þar sem hún ræddi við sýr­lenska flótta­menn og starfs­menn flótta­manna­búða til að kynna sér aðstæður þeirra flótta­manna sem veitt hafði verið hæli á Íslandi.

Rann­sókn­ar­blaða­mennska árs­ins 2015

Ingi Freyr Vil­hjálms­son, Stund­inn­i. 

Fyrir afhjúp­andi umfjöllun sína um fjár­hags­leg tengsl Ill­uga Gunn­ars­sonar mennta­mála­ráð­herra og eign­ar­halds­fé­lags hans OG Capi­tal við fyr­ir­tækið Orka Energy. Í ljós komu veru­legir hags­muna­á­rekstrar vegna sam­starfs­samn­ings íslenskra og kín­verskra stjórn­valda í orku­málum sem Orka Energy var aðili að og ráð­herr­ann rit­aði und­ir.

Kol­beinn Tumi Daða­son  365 miðl­um.

Fyr­ir  upp­ljóstrandi umfjöllun um óánægju lög­reglu­manna með störf lög­reglu­full­trúa í fíkni­efna­deild og alvar­legar ásak­anir sam­starfs­fé­laga hans vegna gruns um tengsl hans við fíkni­efna­heim­inn. Upp­haf umfjöll­un­ar­innar var tál­beitu­að­gerð við Hótel Frón sem  fór út um þúf­ur.

Magnús Hall­dórs­son  Kjarn­an­um.

Fyrir ítar­lega umfjöllun um sölu á hlutum Lands­bank­ans í Borgun í lok­uðu sölu­ferli og vís­bend­ingar um að hlutur Lands­bank­ans hafi verið seldur á und­ir­verði m.a. í ljósi aðgreiðslna og því hafi ekki verið gætt að hags­munum eig­enda sem er almenn­ingur í land­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent