Velferðarráðuneytið flýr myglusvepp

eyglo-har--ardottir.jpg
Auglýsing

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið mun flytja úr Hafn­ar­hús­inu í Tryggva­götu, og það eins fljótt og hægt er. Ástæðan er ástand húss­ins, þar sem end­ur­tekið hefur fund­ist raki og myglu­svepp­ur, nú síð­ast nýlega. Aug­ljóst þykir að ráð­ast þurfi í miklar end­ur­bætur á hús­in­u. 

Því hefur verið ákveðið að finna ráðu­neyt­inu, sem undir heyra bæði félags­mála­ráðu­neytið og heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið, nýtt hús­næð­i. 

Faxa­flóa­hafnir eiga húsið sem ráðu­neytið er í, og hefur náðst sam­komu­lag um það milli fyr­ir­tæk­is­ins og ráðu­neyt­is­ins að losa ráðu­neytið undan leigu­samn­ingi. Byrjað er að leita að nýju hús­næði fyrir ráðu­neyt­ið, sem mun flytja eins fljótt og hægt er. 

Auglýsing

Árið 2013 var sagt frá því að taka hefði þurft eina álmu ráðu­neyt­is­ins í gegn vegna þess að starfs­menn höfðu fundið fyrir óþæg­indum sem voru talin tengj­ast myglu­svepp. Þetta hefur komið upp oftar og ekki hefur tek­ist að upp­ræta svepp­inn. Árið 2014 fannst líka myglu­sveppur í fjár­mála­ráðu­neyt­inu, sem er til húsa í Arn­ar­hvoli. Þar olli myglu­sveppur starfs­fólki líka ama. Myglu­sveppur hefur líka fund­ist í skrif­stofum Alþing­is. 

Þá hefur myglu­sveppur fund­ist víða í húsa­kynnum Land­spít­al­ans, og hefur valdið starfs­fólki þar miklum óþæg­ind­um. 

Í gær greindi Kjarn­inn frá því að myglu­sveppur hafi fund­ist í höf­uð­stöðvum Íslands­banka á Kirkju­sand­i. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None