Fæðingarorlofið verði lengt í ár og greiðslur hækkaðar í 600 þúsund

Eygló og Birkir Jón í dag.
Eygló og Birkir Jón í dag.
Auglýsing

Fæð­ing­ar­or­lofið verður lengt í tólf mán­uði úr níu mán­uð­um, þannig að hvort for­eldri um sig eigi fimm mán­aða rétt til orlofs og tveir mán­uðir verði sam­eig­in­legur réttur sem annað hvort getur not­að. Þetta eru til­lögur starfs­hóps um fram­tíð­ar­stefnu í fæð­ing­ar­or­lofs­mál­um, sem skil­aði til­lögum sínum til Eyglóar Harð­ar­dótt­ur, félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra, í dag. 

Þá verða hámarks­greiðslur úr fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði hækk­aðar í 600 þús­und krónur á mán­uði, en hámarks­greiðslan í dag er 370 þús­und krón­ur. Einnig er lagt til að fyrstu 300 þús­und krón­urnar af við­mið­un­ar­tekj­unum verði óskert­ar, og af tekjum umfram 300 þús­und fái for­eldrar 80%. 

Nefndin leggur einnig til að skipuð verði verk­efn­is­stjórn með full­trúum ríkis og sveit­ar­fé­laga í dag­vist­un­ar­málum barna að loknu fæð­ing­ar­or­lofi. Leita eigi leiða svo unnt sé að bjóða öllum börnum dvöl á leik­skóla við eins árs ald­ur. 

Auglýsing

Lögð er áhersla á það að greiðslur úr Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði verði hækk­aðar strax í byrjun næsta árs, til þess að hægt sé að ná mark­miðum um að for­eldrar og þá helst feður full­nýti rétt sinn til fæð­ing­ar­or­lofs. 

Leng­ing fæð­ing­ar­or­lofs­ins á ekki að hefj­ast fyrr en 1. jan­úar 2019 og á að vera komin að fullu til fram­kvæmda 2021, sam­kvæmt til­lögum hóps­ins. Mar­í­anna Trausta­dótt­ir, full­trúi ASÍ í starfs­hópn­um, segir að ASÍ hefði viljað sjá breyt­ing­unum hrað­að. Leng­ingin ætti að koma mun fyrr til fram­kvæmda en áætlað er nú. 

Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið setur fyr­ir­vara um til­lögur starfs­hóps­ins þótt það styðji meg­in­mark­mið­in. Liður í því að til­lög­urnar verði að veru­leika sé að fyr­ir­komu­lag fjár­mögn­unar sé sjálf­bært og tekið sé mið af lög­um, sem gera ráð fyrir því að fæð­ing­ar­or­lofs­sjóður sé fjár­magn­aður með trygg­inga­gjaldi. Þess vegna setur ráðu­neytið fyr­ir­vara. 

Sam­tök atvinnu­lífs­ins tala einnig um trygg­inga­gjaldið í sinni afstöðu og gerir kröfu um að breyt­ing­arnar sem fyr­ir­hug­aðar eru rúmist innan trygg­inga­gjalds­ins eins og það er núna, ekki komi til greina að hækka gjald­ið. 

Sam­tökin eru jafn­framt mót­fallin því að fæð­ing­ar­or­lofið verði lengt í 12 mán­uði, vegna auk­ins kostn­aðar og lengri fjar­veru for­eldra frá störfm. Þau segja alls óljóst að slík leng­ing muni stuðla að jafn­rétti kynj­anna. SA vilja heldur að auka eigi dag­vist­un­ar­þjón­ustu sveit­ar­fé­lag­anna til að brúa það bil sem til verður eftir að fæð­ing­ar­or­lofi lýkur og þangað til börn kom­ast í dag­vist­un. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None