Landsbankinn ætlar í mál vegna Borgunarsölunnar

Landsbankinn hefur falið lögmönnum að undirbúa málsókn vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun.

stein..t.jpg
Auglýsing

Lands­bank­inn ætlar að fara í mál vegna söl­unnar á eign­ar­hlut bank­ans í Borgun hf. Bank­inn hefur falið lög­mönnum að und­ir­búa mál­sókn „til þess að end­ur­heimta þá fjár­muni sem bank­inn fór á mis við í við­skipt­un­um.“ Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá bank­an­um. 

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá bank­anum hefur athugun innan hans gefið til kynna að til­efni sé til þess að und­ir­búa mál­sókn. Þessi vinna hafi staðið yfir um nokk­urt skeið. Stein­þór Páls­son banka­stjóri Lands­bank­ans greindi fyrst frá því í Kast­ljósi á Rúv um miðjan febr­úar að Lands­bank­inn væri að kanna hvort kæra ætti stjórn­endur Borg­unar vegna máls­ins.

Þá strax vís­uðu stjórn­endur Borg­unar því á bug og sögðu „al­var­legar ásak­anir banka­stjór­ans um meint lög­brot ann­arra í þessu máli má sjálf­sagt skoða í ljósi þeirrar erf­iðu stöðu sem Lands­bank­inn er kom­inn í. Stjórn­endur Borg­unar frá­biðja sér með öllu að vera gerðir að blóra­bögglum í þessu máli.“

Auglýsing

Eins og Kjarn­inn hefur ítrekað fjallað um var 31,2 pró­senta hlutur í Borgun seldur bak við luktar dyr til val­inna fjár­festa, meðal ann­ars stjórn­enda Borg­un­ar, undir lok árs­ins 2014. Hlut­ur­inn var seldur á 2,2 millj­arða króna og heild­ar­virði félags­ins var metið á um sjö millj­arða. Í febr­úar var virði fyr­ir­tæk­is­ins talið allt að 26 millj­arðar króna. Eftir á hefur komið í ljós að Borgun ætti rétt til greiðslna vegna val­réttar í tengslum við sam­runa Visa Inc. og Visa Europe ef hann yrði virkj­að­ur. Lands­bank­inn hefur sagt að hann hafi ekki verið upp­lýstur um þennan val­rétt. Því hefur Borgun hins vegar vísað á bug. 

Borgun býst við því að fá 33,9 millj­ónir evra, um 4,8 millj­arða króna, í pen­ingum þegar Visa Inc. greiðir fyrir Visa Europe. Auk þess fær Borg­un, líkt og aðrir leyf­is­hafar innan Visa Europe, afhent for­gangs­hluta­bréf í Visa Inc. að verð­mæti 11,6 millj­ónir evra, eða um 1,7 millj­arðar króna. Auk þess mun Visa Inc. greiða leyf­is­höfum afkomu­tengda greiðslu árið 2020 sem mun taka mið af afkomu starf­semi Visa í Evr­ópu á næstu fjórum árum, en hlut­deild Borg­unar af þeirri fjár­hæð mun ráð­ast af við­skiptaum­svifum Borg­unar sem hlut­fall af heild­ar­við­skiptaum­svifum allra selj­enda hluta­bréf­anna á þessum 4 árum.

Íslendingurinn Reynir ætlar að taka upp Flamenco plötu
Reynir Hauksson hefur lært hjá einum helsta gítarkennara Granada. Nú safnar hann fyrir gerð Flamenco plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 15. september 2019
Fosfatnáma
Upplýsingaskortur ógnar matvælaöryggi
Samkvæmt nýrri rannsókn íslenskra og erlendra fræðimanna ógnar skortur á fullnægjandi upplýsingum um birgðir fosfórs matvælaöryggi í heiminum.
Kjarninn 15. september 2019
Besta platan með Metallica – Master of Puppets
Gefin út af Elektra þann 3. mars 1986, 8 lög á 54 mínútum og 47 sekúndum.
Kjarninn 15. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
Kjarninn 15. september 2019
Eiríkur Ragnarsson
RÚV á kannski heima á auglýsingamarkaði eftir allt saman
Kjarninn 15. september 2019
Vinningstillaga Henning Larsen arkitektastofunnar að því hvernig Vinge ætti að líta út. Veruleikinn í dag er allt annar.
Danska skýjaborgin Vinge
Það er ekki nóg að fá háleitar hugmyndir, það þarf líka einhvern til að framkvæma þær. Þessu hafa bæjaryfirvöld í Frederikssund á Sjálandi fengið að kynnast, þar sem draumsýn hefur breyst í hálfgerða martröð.
Kjarninn 15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
Kjarninn 15. september 2019
Engar áreiðanlegar tölur til um fjölda einstaklinga með heilabilun
Heilabilunarsjúkdómar eru mjög algengir á Íslandi en engar áreiðanlegar tölur eru til um fjölda þeirra einstaklinga sem greinst hafa með heilabilun. Tólf þingmenn kalla eftir því að landlækni sé skylt að halda sérstaka skrá um sjúkdóminn.
Kjarninn 14. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None