Bankasýslan auglýsir eftir nýjum stjórnarmönnum í Landsbankanum

landsbankinn.jpg
Auglýsing

Bankasýsla ríkisins auglýsir í dag eftir einstaklingum til að sitja í stjórnum fjármálafyrirtækja sem stofnunin fer með eignarhlut ríkisins í. Fyrirtækin sem um ræðir eru Landsbankinn, Íslandsbanki, Arion banki og Sparisjóður Austurlands. 

Auglýsingin kemur í kjölfar þess að fimm af sjö bankaráðsmönnum í Landsbankanum tilkynntu í vikunni að þeir ætli ekki að gefa áfram kost á sér í bankaráðið vegna Borgunarmálsins. Stjórn Bankasýslunnar mun því kjósa að minnsta kosti fimm nýja bankaráðsmenn í bankanum, og stefnt er að því að það verði gert á aðalfundi bankans þann 14. apríl næstkomandi. 

Á meðal þeirra sem ætla að hætta er Tryggvi Pálsson, formaður bankaráðsins, en aðrir eru Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Kristján Davíðsson og Jóhann Hjartarson. 

Auglýsing

Í tilkynningu sinni um málið í vikunni sögðu bankaráðsmennirnir að stjórnarformaður Bankasýslunnar hafi boðað formann bankaráðs Landsbankans á fund áður en bréf stofnunarinnar vegna Borgunarmálsins var sent til Landsbankans á föstudag. Á þeim fundi, sem forstjóri Bankasýslunnar hafi verið viðstaddur var þeim skilaboðum komið á framfæri að það eina sem dugi til sé að bankastjóranum verði sagt upp störfum auk þess sem formaður og varaformaður víki. Sú afstaða stjórnar Bankasýslunnar fékkst síðar staðfest. Þarna gengur Bankasýslan skrefi of langt. Það er hlutverk bankaráðs og Fjármálaeftirlitsins að meta hæfi bankastjórans. Við munum ekki taka þátt í skollaleik sem hvorki samrýmist meginreglum félagaréttar né góðum stjórnarháttum. Steinþór Pálsson er stefnufastur og öflugur stjórnandi; hreinn og beinn. Hann er leiðtogi bankans og hefur staðið sig með afbrigðum vel. Við teljum farsælast að hann stjórni bankanum áfram til góðra verka."

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Jóhann Friðrik Friðriksson
Heilbrigðiskerfi ekki óheilbrigðiskerfi
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None