Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að Wintris-málið sé vissulega óþægilegt fyrir ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sérstaklega í ljósi þess sem á undan er gengið varðandi samninga við kröfuhafa og afnám hafta. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Brynjar segir að það sé ólíklegt að þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni tjá sig efnislega um málið fyrr en þingflokkurinn hafi fundið um málið. Það sé nauðsynlegt að fá allar staðreyndir upp á borðið áður en hægt sé að taka afstöðu, en ljóst sé að mjög skiptar skoðanir séu á málinu innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. RÚV greinir frá því að reynt hafi verið að fá viðtöl við nokkra þingmenn Sjálfstæðisflokksins í morgun en enginn þeirra hafi viljað veita viðtal um málið.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra rauf í gær þögn sína um málið með viðtölum í Fréttablaðinu og á Útvarpi Sögu.