Forsætisráðherra hringdi á lögreglu vegna blaðamanna Aftenposten

Blaðamaður og ljósmyndari frá Aftenposten reyndu að ná tali af forsætisráðherra í morgun. Þeir voru í kjölfarið stöðvaðir af lögreglu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Auglýsing

Blaða­maður og ljós­mynd­ari frá norska dag­blað­inu Aften­posten voru stöðv­aðir af lög­reglu fyrir utan heim­ili Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra í dag þegar þeir reyndu að ná tali af for­sæt­is­ráð­herra. Frá þessu er greint í umfjöllun Aften­posten um Sig­mund Davíð og félagið Wintr­is. 

Aften­posten greinir frá því að blaða­maður og ljós­mynd­ari hafi farið heim til Sig­mundar Dav­íðs í morg­un. Sig­mundur Davíð og Anna Sig­ur­laug Páls­dótt­ir, eig­in­kona hans, hafi komið keyr­andi að hús­inu. Anna Sig­ur­laug er þar sögð hafa komið að máli við blaða­mann­inn, verið kurt­eis en ekki viljað koma í við­tal. Á meðan hafi Sig­mundur Davíð verið inni í bíl þeirra, og talað í sím­ann. 

Nokkrum mín­útum síðar hafi Anna Sig­ur­laug komið út aftur og blaða­maður og ljós­mynd­ari hafi verið að und­ir­búa brott­för þegar lög­reglu­bíll kom keyr­andi. Tveir lög­reglu­menn hafi kraf­ist þess að sjá vega­bréf og pressupassa þeirra. Eftir stutt sam­tal við starfs­menn Aften­posten fóru lög­reglu­menn­irnir og ræddu við Sig­mund Dav­íð, sem fór við það inn til sín. 

Umfjöllun Aftenposten

Auglýsing
 

Í stórum fjöl­miðlum um allan heim 

Umfjöllun um aflands­fé­lög íslenskra stjórn­mála­manna, og þá sér­stak­lega Sig­mund Dav­íð, er áber­andi í stórum fjöl­miðlum víða um heim. Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag er gríð­ar­mikil umfjöllun í þýska stór­blað­inu Suedd­eutsche Zeit­ung.

Úr umfjöllun Sueddeutche Zeitung.

Í danska rík­is­út­varp­inu er fjallað um Sig­mund Dav­íð, Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seta og Lionel Messi knatt­spyrnu­mann í sömu frétt­inni. Sænska rík­is­sjón­varpið fjallar ítar­lega um Wintris, Sig­mund Davíð og það hvernig hann varð for­sæt­is­ráð­herra vegna afstöðu sinna til kröfu­hafa meðal ann­ar­s. 

Margir fjöl­miðlar hafa einnig gert við­talið við Sig­mund Dav­íð, sem sænska rík­is­sjón­varpið tók ásamt Reykja­vík Media, að umtals­efni. SVT greinir frá þessu, sem og Guar­dian, sem greinir frá því á for­síðu að hann hafi gengið á dyr og yfir­gefið við­talið. Einnig er fjallað um það í Guar­dian að Sig­mundur Davíð muni nú þurfa að takast á við kröf­una um að boðað verði til kosn­inga og hann segi af sér. 

Breska rík­is­út­varpið BBC fjallar ítar­lega um Sig­mund Davíð í sinni umfjöllun um Panama­skjölin og það gerir franska stór­blaðið Le Monde líka. Þá er líka fjallað um mál­efni hans í ind­verskum fjöl­miðlum



Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None