Bjarni: Ekki augljóst að ríkisstjórnin haldi áfram

Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ekki augljóst að ríkisstjórnin hafi umboð til þess að halda áfram. Hann ætlar að hitta forsætisráðherra í fyrramálið. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks segir stöðuna alvarlega.

Bjarni Benediktsson ætlar að hitta Sigmund Davíð í fyrramálið.
Bjarni Benediktsson ætlar að hitta Sigmund Davíð í fyrramálið.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra segir ekki aug­ljóst að rík­is­stjórnin hafi umboð til þess að halda áfram. Hann seg­ist taka stöð­una sem upp er komin mjög alvar­lega. Bjarni seg­ist í sam­tali við Kjarn­ann ætla að funda með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni í fyrra­málið þegar hann kemur til lands­ins. Bjarni er nú staddur erlend­is. 

Segir rík­is­stjórn­ina í miklum mót­byr

Aðspurður segir Bjarni Sig­mund ekk­ert sam­ráð hafa haft við sig um þá ákvörðun sína að segja ekki af sér emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra, eins og hann til­kynnti í beinni útsend­ingu í hádeg­inu á Stöð 2 í dag. 

„Við höfum ekk­ert verið að ræða þetta neitt sér­stak­lega og ég var ekki með vænt­ingar um að hann myndi vera í miklum sam­skiptum við mig um það,” segir Bjarn­i. 

Auglýsing

Spurður hvort hann beri traust til Sig­mundar Dav­íðs til að leiða rík­is­stjórn­ina áfram segir Bjarn­i: 

„Það er nú þannig með þessar traust- og van­trausts­yf­ir­lýs­ingar að ég vinn ekki þannig að ég láti rukka mig um slíkt í stjórn­ar­sam­starfi. En við tökum þess­ari stöðu alvar­lega og áttum okkur á því að rík­is­stjórnin er í miklum mót­byr. Við ætlum að setj­ast yfir málin og skoða það hvort við teljum að rík­is­stjórnin geti sótt sér þann styrk sem nauð­syn­legur er til að halda áfram. Það er ekki aug­ljóst að svo sé.” 

Hefur hlustað eftir sjón­ar­miðum flokks­ins í dag

En treystir Bkarni sér til að sitja áfram í rík­is­stjórn með Fram­sókn­ar­flokkn­um?  

Á meðan það sam­starf er, þá sinni ég því. En við þurfum að setj­ast yfir þessa alvar­legu stöðu og velta því fyrir okkur hvort við teljum okkur hafa þann stuðn­ing og sam­stöðu til að sinna hlut­verki okk­ar,” segir hann. „Það er það sem ég hef verið að ræða við þing­flokk­inn í dag að hlusta eftir þeirra sjón­ar­mið­um. Fyrsta verk­efnið á morgun verður að setj­ast niður með samt­arfs­flokkn­um.”

Bjarni horfði á Kast­ljós­þátt gær­kvöld­ins. 

„Ég hef skiln­ing á því að fólk hafi verið slegið yfir þeim meg­in­at­riðum sem komu fram í þætt­in­um,” segir hann. 

Þing­flokks­for­maður segir stöð­una alvar­lega 

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sitj­andi þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, tekur undir með for­mann­inum í meg­in­at­rið­um. Staðan sé mjög alvar­leg og því sé mik­il­vægt að setj­ast niður sem fyrst og ræða fram­haldið og stað­reyndir máls­ins 

„Dag­ur­inn í dag er að kveldi kom­inn og var mjög til­finn­inga­rík­ur. Mér fannst Sig­mundur Davíð sýna á sér nýja og mann­legri hlið heldur en oft áður. Nú setj­umst við niður þegar for­mað­ur­inn kem­ur, því eðli máls­ins sam­kvæmt þá er það for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins hefur mest um þessi mál að segja. Og það er mik­il­vægt að fá hann heim, þó að við höfum verið í góðu sam­bandi við hann á meðan hann hefur verið erlendis í gegn um síma, þá er það ekki það sama,” segir Guð­laug­ur. „Síðan þarf hann að taka sam­tölin við for­ystu Fram­sókn­ar­flokks­ins og meta stöð­una sem upp er komin og taka ákvarð­anir í fram­haldi af því.” 

Nauð­syn­legt að horfa á verk­efnin framundan

Guð­laugur segir nauð­syn­legt að líta til þess að stjórn­mál snú­ist að mestum hluta um traust, og það skipti miklu máli. 

„En ég horfi líka á þjóð­ar­hag sem grund­vall­ar­at­riði. Og ég hef ákveðnar áhyggjur af því að það eru stór verk­efni framund­an, eins og aflétt­ing hafta, og rík­is­fjár­málin eru ekki komin í höfn og ýmiss önnur verk­efni sem ættu að kom­ast í far­veg í bestri sátt. Við erum ánægð með þann árangur sem hefur náð­st, en hann er ekki í höfn. Og það væri æski­legt að hvenær sem kosn­ingar verða, að við myndum ekki skemma fyrir þeirri veg­ferð sem við erum á.”

Vill ekki lýsa yfir trausti

Spurður hvort hann treysti Sig­mundi Davíð til þess að leiða rík­is­stjórn­ina áfram segir Guð­laug­ur: 

„Við munum bara fara yfir þau má með for­mann­inum okkar þegar hann kemur heim. Ég ætla bara að vera ein­lægur í því. Mín sam­skipti við Sig­mund Davíð hafa alltaf verið mjög góð og hann hefur gert marga góða hluti, bæði í stjórn og stjórn­ar­and­stöðu. En þetta snýst ekki ein­göngu um það. Og ég er algjör­lega með­vit­aður um að ég er var­kár í yfir­lýs­ingum og það er bara vegna þess að þannig er stað­an. Og við viljum ekki taka neinar ákvarð­anir fyrr en for­mað­ur­inn okkar er kom­inn heim og búinn að fara yfir málin með okk­ur.”  

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None