Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tíðindi gærdagsins ekki vera ný og málin öll hafa verið til umræðu undanfarna daga. Hann ætlar ekki að segja af sér. Hann verði dæmdur í kosningum af verkum sínum.
Sigmundur biðst afsökunar á frammistöðunni í sjónvarpsviðtalinu við sænska ríkissjónvarpið.
„Ég stóð mig ömurlega í sjónvarpsviðtali sem var sýnt í þessum þætti. Enda kom ég algjörlega af fjöllum," segir Sigmundur.
Auglýsing
Sigmundur Davíð var í beinni útsendingu í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu þar sem hann sagði þetta.
RÚV var líka með aukafréttatíma á hádegi, en Sigmundur hafði sagt við fréttamenn að hann ætlaði að ræða við fjölmiðla síðar í dag. Hann var því ekki í fréttatíma RÚV.