Júlíus Vífill segir af sér sem borgarfulltrúi

Júlíus-Vífill-426x188.jpg
Auglýsing

Júl­íus Víf­ill Ingv­ars­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur sagt af sér emb­ætti. Þetta gerð­ist á borg­ar­stjórn­ar­fundi rétt í þessu. Í sér­stökum Kast­ljós­þætti sem sýndur var á sunnu­dag kom fram að Júl­íus Víf­ill ætti vörslu­sjóð á í Panama. 

Júl­íus kvaddi sér hljóðs á í upp­hafi borg­ar­stjórn­ar­funds í morgun og sagði að ekki væri um félag að ræða heldur sjóð, sem m.a. færi ekki með fast­eign og ekki mætti veð­setja eignir hans, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Þrátt fyrir þetta ætl­aði hann að segja af sér emb­ætti. Í kjöl­farið þakk­aði hann öllum fyrir gott sam­starf, sér­stak­lega starfs­fólki borg­ar­innar og borg­ar­full­trú­um.

Júl­íus gaf út yfir­lýs­ingu vegna máls­ins í síð­ustu viku þar sem hann sagði að sjóð­ur­inn hafi verið stofn­aður í sviss­neskum banka til að mynda eft­ir­launa­sjóð­inn sinn, en að honum hafi verið ráð­lagt að skrá stofnun hans í Panama. Sjóð­ur­inn lúti svip­uðu reglu­verki og sjálfs­eigna­stofn­un. Aflands­fé­lagið heitir Silwood Founda­tion. Nú hefur hann vikið vegna  máls­ins.

Auglýsing

For­sætis­nefnd Reykja­vík­ur­borgar sam­þykkti í morgun til­lögu þess efnis að aflands­fé­laga­eign borg­ar­full­trúa verði könnuð til hlít­ar. Á fund­inum var fjallað um siða­reglur borg­ar­full­trúa og reglur um skrán­ingu á fjár­hags­legum hags­munum borg­ar­full­trúa og trún­að­ar­störfum utan borg­ar­stjórn­ar. Í for­sætis­nefnd sitja Sóley Tóm­as­dótt­ir, full­trúi Vinstri grænna,  Hall­dór Auðar Svans­son. full­trúi Pírata og Elsa Hrafn­hildur Yeoman full­trúi Bjartrar fram­tíð­ar. Einnig sátu fund­inn áheyrn­ar­full­trúar þau Magnús Már Guð­munds­son full­trúi Sam­fylk­ing­ar, Jóna Björg Sætran full­trúi  Fram­sóknar og flug­vall­ar­vina og Hall­dór Hall­dórs­son full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks.

Auk Júl­í­usar Víf­ils var fjallað um aflandseign tveggja ann­arra núver­andi og fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa í þætt­in­um. Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Fram­sóknar og flug­valla­vina, átti hlut­deild í aflands­fé­lagi sem var í fast­eigna­þró­un­ar­verk­efni í Panama. Áheima­síðu Reykja­vik Media kemur fram að Svein­björg sé skráð fyrir tveimur félögum í umsjá panamísku lög­fræði­stof­unar Mossack Fon­seca; 7Call­in­vest sem skráð er á Tortóla og Ice 1 Corp sem var skráð á Panama. Sjálf hefur hún í störfum sínum í borg­ar­stjórn ítrekað lýst sig and­víga því að Reykja­vík­ur­borg eða fyr­ir­tæki á hennar vegum eigi aðild að fyr­ir­tækjum á aflandseyj­um. Hún til­kynnti fyrr í dag að hún myndi óska eftir því að vera í leyfi þar til að rann­sókn á aflands­fé­laga­eign hennar lýk­ur.

Þá var fjallað um mál­efni Þor­bjargar Helgu Vig­fús­dótt­ur, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúa Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og eig­in­manns henn­ar, Hall­bjarnar Karls­sonar verk­fræð­ings. Þor­björg og Hall­björn eru skráð fyrir félag­inu Ravenna Partners á Tortóla. Allt hlutafé Ravenna var skráð á þau hjónin í ágúst 2005. Félagið var alla tíð eigna­laust. Þor­björg Helga var kjörin í borg­ar­stjórn 2006 og sat sem borg­ar­full­trúi til árs­ins 2014. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None