Sigmundur Davíð bað Ólaf Ragnar um leyfi til að rjúfa þing - Forsetinn hafnaði því

Ólafur Ragnar
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra óskaði eftir því við Ólaf Ragnar Gríms­son, for­seta Íslands, að hann veitti honum heim­ild til að rjúfa þing. Ólafur Ragnar sagð­ist ekki til­bú­inn til að veita honum slíka heim­ild þar sem for­sæt­is­ráð­herra náði ekki að sann­færa for­set­ann um að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn væri sam­þykkur slík­u.  Þetta kom fram á skyndi­legum blaða­manna­fundi sem nú stendur yfir á Bessa­stöð­um.

Ólafur Ragnar hefur þess í stað ákveðið að eiga fund með Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, síðar í dag. Eftir atvikum mun hann ræða við for­menn eða leið­toga ann­arra flokka. 

Ólafur Ragnar sagði það ekki við hæfi að for­set­inn væri dreg­inn inn í þá atburð­ar­rás sem hófst með ein­hliða yfir­lýs­ingu Sig­mundar Dav­íðs á Face­book í morgun um að hann væri til­bú­inn í þing­rof og kosn­ingar með þeim hætti sem for­sæt­is­ráð­herra hafði lagt upp. Eftir að hafa rætt við Sig­mund Davíð í síma í gær höfðu þeir ákveðið að hitt­ast klukkan 13 í dag. Í morgun klukkan 11, eftir fund sinn með Bjarna Bene­dikts­syni, hafi for­sæt­is­ráð­herra farið fram á að fund­inum yrði flýtt. Ólafur Ragnar frestaði því fundi sínum með for­seta kýp­verska þings­ins sem fyr­ir­hug­aður var og hitti Sig­mund Davíð þess í stað. Þar var beiðni hans um að for­seti veitti honum heim­ild til að rjúfa þing, annað hvort strax eða í náinni fram­tíð, yrði veitt. Því hafn­aði Ólafur Ragn­ar. 

Auglýsing

Sig­mundur Davíð sagði í morgun að ef þing­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins treysti sér ekki til að styðja rík­is­stjórn­ina við að ljúka sam­eig­in­legum verk­efnum hennar myndi hann rjúfa þing og boða til kosn­inga hið fyrsta. Þetta kom fram í Face­book-­færslu sem hann setti inn rétt í þessu. Hann sagð­ist stoltur af verkum sínum og óhræddur við að leggja þau í dóm kjós­enda hvort sem það ger­ist nú eða síð­ar. 

Karl Garð­ars­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í fréttum RÚV að Sig­mundur Davíð hefði ekki borið þessar hug­myndir undir þing­flokk flokks­ins áður en hann birti yfir­lýs­ingu sína. Það hefði hann kannski átt að ger­a. Karl stað­festi þannig að Sig­mundur Davíð bar það ekki undir sinn eigin þing­flokk að hann vildi rjúfa þing og boða til kosn­inga, eins og hann til­kynnti að hann væri reiðu­bú­inn að gera á Face­book í morg­un. 

Sig­mundur Davíð vildi ekki ræða við fjöl­miðla þegar hann fór af fund­in­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Ný náma í Þrengslum: 222 vörubílaferðir á dag
Til að flytja Litla-Sandfell úr landi, mulið og tilbúið í sement, þyrftu vöruflutningabílar að aka 16 ferðir á klukkustund milli námunnar og Þorlákshafnar ef áform fyrirtækisins Eden Mining verða að veruleika. Kötluvikri yrði að hluta ekið sömu leið.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None