Þingfundur verður settur klukkan 10:30 á morgun. Formenn og þingflokssformenn stjórnarandstöðuflokkanna hittu Einar K. Guðfinnsson í morgun þar sem farið var fram á þingfund án tafar.
Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingar, sagði við RÚV nú í hádeginu að Einar hafi ekki getað orðið við þeirri bón, en ákveðið var að setja þingfund í fyrramálið. Helgi sagði stjórnarandstöðuna hafa farið fram á að vantrauststillaga stjórnarandstöðunnar verði sett á dagskrá.
Þá er farið fram á að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður og varaformaður Framsóknarflokksins, sitji fyrir svörum og skýri stöðuna.
Auglýsing