Yrsa sendir ráðamönnum tóninn í New York Times

Metsölurithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir gagnrýnir ráðamenn Íslands harðlega í pistli á vef New York Times.

Yrsa Sigurðardóttir
Auglýsing

Íslend­ing­ar kunna að fyr­ir­­gefa kyn­­ferð­is­­­lega til­­rauna­­starf­­semi fjár­­­mála­ráð­herra, þegar Bjarni Bene­dikts­son skráður var í gagna­grunni Ashley Mad­i­son sem lak út, en eft­ir hrunið hafa þeir enga þol­in­­mæði gagn­vart skugga­­leg­um fjár­­­mála­­gjörn­ing­­um. Þetta seg­ir skáld­­sagna­höf­und­­ur­inn Yrsa Sig­­urð­ar­dótt­ir í pistli á heima­síðu New York Times, vakið hefur mikla athygli.

Pist­ill­inn ber tit­il­inn The Cheat­ing Polit­ici­ans of Ice­land, og fjallar meðal ann­ars um Panama­skjölin og hvers vegna Íslend­ingar eru reiðir út í ráða­menn. „Ís­land, íbú­a­­fjöldi 330.000, er frið­sæl­asta land í heimi. Þetta er land þar sem of­beld­is­­glæp­ir eru fátíðir og fjár­­­kúg­­ar­ar gefa kvitt­un. Við erum ekki vön því að vera sett í flokk með spillt­­ustu stjórn­­völd­um í heimi. En hér erum við, í for­grunni all­r­ar um­­fjöll­un­ar um Pana­ma-skjöl­in,“ sagði Yrsta meðal ann­ars í pistl­in­um, í þýð­ingu mbl.is.

Yrsa segir smæð­ina gera margt auð­veld­ara en hjá stærri þjóð­um, en það bjóði líka hætt­unni heim. Það sé til að mynda erf­ið­ara að forð­ast hætt­una af því að hygla vinum og vanda­mönn­um. „Það er vana­­lega auð­veld­­ara að leysa vanda­­mál smárra þjóða held­ur en í stór­um og flókn­um sam­­fé­lög­­um. Það er ekki til­­­fellið þegar um er að ræða spill­ingu meðal for­rétt­inda­el­ít­unn­­ar. Í Banda­­ríkj­un­um talið þið um sex gráðu fjar­lægð [six degrees of separat­i­on] milli fólks. Hér á Íslandi, í okk­ar mikla fá­­menni, er gráðan ein. Þegar þú hitt­ir ein­hvern þá kemstu að því inn­­an nokk­­urra mín­útna að þið eigið sam­eig­in­­leg­an ætt­­ingja, vin, sam­­starfs­­mann, óvin eða fyrr­ver­andi. Það ger­ir það erf­ið­ara að forð­ast að hygla nán­um og virkt­­ar­vin­­um.“

Auglýsing

Hún lýkur pistli sínum á því að fjalla um nýjan for­sæt­is­ráð­herra Íslands, Sig­urð Inga Jóhanns­son, sem hún segir hafa verið „svo­lítið týnd­an“. 

„Í dag höf­um við bráða­birgða­for­­sæt­is­ráð­herra sem virt­ist svo­lítið týnd­ur og ófor­m­­lega klædd­ur þegar hann var kynnt­ur al­­menn­ingi á mið­viku­dag. Hann virð­ist ekki eiga bindi. En hann á ekki af­l­ands­­reikn­ing. Né Ashley Mad­i­­son aðgang. Það er eitt­hvað,“ segir Yrsa.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Birgir Hermannsson
Vinstri græn og kjötið
Kjarninn 21. október 2019
Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon: Láta blauta drauma fákeppnismógúla rætast
Gylfi Magnússon, dós­ent í við­skipta­fræði og fyrr­ver­andi efna­hags- og við­skipta­ráð­herra, hefur gagnrýnt harðlega nýtt frumvarp iðnaðar- og nýsköpunarráðherra þar sem boðaðar eru miklar breytingar á samkeppnislöggjöfinni.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None