Yrsa sendir ráðamönnum tóninn í New York Times

Metsölurithöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir gagnrýnir ráðamenn Íslands harðlega í pistli á vef New York Times.

Yrsa Sigurðardóttir
Auglýsing

Íslend­ing­ar kunna að fyr­ir­­gefa kyn­­ferð­is­­­lega til­­rauna­­starf­­semi fjár­­­mála­ráð­herra, þegar Bjarni Bene­dikts­son skráður var í gagna­grunni Ashley Mad­i­son sem lak út, en eft­ir hrunið hafa þeir enga þol­in­­mæði gagn­vart skugga­­leg­um fjár­­­mála­­gjörn­ing­­um. Þetta seg­ir skáld­­sagna­höf­und­­ur­inn Yrsa Sig­­urð­ar­dótt­ir í pistli á heima­síðu New York Times, vakið hefur mikla athygli.

Pist­ill­inn ber tit­il­inn The Cheat­ing Polit­ici­ans of Ice­land, og fjallar meðal ann­ars um Panama­skjölin og hvers vegna Íslend­ingar eru reiðir út í ráða­menn. „Ís­land, íbú­a­­fjöldi 330.000, er frið­sæl­asta land í heimi. Þetta er land þar sem of­beld­is­­glæp­ir eru fátíðir og fjár­­­kúg­­ar­ar gefa kvitt­un. Við erum ekki vön því að vera sett í flokk með spillt­­ustu stjórn­­völd­um í heimi. En hér erum við, í for­grunni all­r­ar um­­fjöll­un­ar um Pana­ma-skjöl­in,“ sagði Yrsta meðal ann­ars í pistl­in­um, í þýð­ingu mbl.is.

Yrsa segir smæð­ina gera margt auð­veld­ara en hjá stærri þjóð­um, en það bjóði líka hætt­unni heim. Það sé til að mynda erf­ið­ara að forð­ast hætt­una af því að hygla vinum og vanda­mönn­um. „Það er vana­­lega auð­veld­­ara að leysa vanda­­mál smárra þjóða held­ur en í stór­um og flókn­um sam­­fé­lög­­um. Það er ekki til­­­fellið þegar um er að ræða spill­ingu meðal for­rétt­inda­el­ít­unn­­ar. Í Banda­­ríkj­un­um talið þið um sex gráðu fjar­lægð [six degrees of separat­i­on] milli fólks. Hér á Íslandi, í okk­ar mikla fá­­menni, er gráðan ein. Þegar þú hitt­ir ein­hvern þá kemstu að því inn­­an nokk­­urra mín­útna að þið eigið sam­eig­in­­leg­an ætt­­ingja, vin, sam­­starfs­­mann, óvin eða fyrr­ver­andi. Það ger­ir það erf­ið­ara að forð­ast að hygla nán­um og virkt­­ar­vin­­um.“

Auglýsing

Hún lýkur pistli sínum á því að fjalla um nýjan for­sæt­is­ráð­herra Íslands, Sig­urð Inga Jóhanns­son, sem hún segir hafa verið „svo­lítið týnd­an“. 

„Í dag höf­um við bráða­birgða­for­­sæt­is­ráð­herra sem virt­ist svo­lítið týnd­ur og ófor­m­­lega klædd­ur þegar hann var kynnt­ur al­­menn­ingi á mið­viku­dag. Hann virð­ist ekki eiga bindi. En hann á ekki af­l­ands­­reikn­ing. Né Ashley Mad­i­­son aðgang. Það er eitt­hvað,“ segir Yrsa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Fjármála- og efnahagsráðuneytinu var gert að láta umbeðna tölvupósta af hendi.
Taldi tölvupósta ráðuneytis hafa komið í veg fyrir að hann fengi norræna ritstjórastöðu
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gerði fjármálaráðuneytinu að afhenda tölvupósta um einstakling sem sóttist eftir því að verða ritstjóri norræns fræðatímarits. Sá hinn sami taldi póstana hafa spillt fyrir sér, en ráðuneytið segir að svo sé ekki.
Kjarninn 5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None