Bjarni birtir skattaupplýsingar

Endurskoðandi Ernst & Young staðfestir að staðið hafi verið skil á skattgreiðslum vegna viðskipta Falson & Co.

Bjarni
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, efna­hags- og fjár­mála­ráð­herra og for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur birt stað­fest­ingu frá end­ur­skoð­anda Ernst & Young, þess efnis að hann hafi staðið skil á öllum sköttum og gjöld­um, vegna við­skipta félags­ins Falson & Co. 

Þetta kemur fram á Face­book síðu Bjarna

Auglýsing
„Ég hef áður gert grein fyrir því hvernig það kom til að ég eign­að­ist hlut í félag­inu Falson & Co. Með­fylgj­andi er yfir­lýs­ing frá end­ur­skoð­anda mínum sem stað­festir það, sem ég hef áður tekið fram, að ég gerði að sjálf­sögðu grein fyrir mál­inu gagn­vart skatt­yf­ir­völd­um. 

Mér finnst bæði eðli­legt og skilj­an­legt að gerðar séu miklar kröfur til for­ystu­manna í stjórn­mál­um. Hér fylgir því jafn­framt yfir­lit yfir allar skatt­skyldar tekjur þau ár sem ég hef gegnt ráð­herra­emb­ætt­i,“ segir Bjarni orð­rétt í færslu á Face­book síð­unni.

Auk þess eru birtar upp­lýs­ingar um skatta hans frá því hann tók við ráð­herra­emb­ætti, árið 2013. Það er end­ur­skoð­enda­stofan Ernst & Young sem hefur tekið þetta sam­an, en upp­lýs­ing­arnar ná yfir skatt­skyldar tekjur og greiddan tekju- og fjár­magnstekju­skatt. Ekki eru til­teknar skuldir eða eign­ir. 

Þau Árni Páll Árna­­son, for­­maður Sam­­fylk­ing­­ar, Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­­maður Vinstri grænna, og Eygló Harð­­ar­dótt­ir, félags- og hús­næð­is­­mála­ráð­herra Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins, hafa öll birt upp­­lýs­ingar úr skatt­fram­­tölum sín­­um. Eygló skráir sínar upp­­lýs­ingar í hags­muna­­skrán­ingu á vef ráðu­­neyt­is­ins, Árni Páll birti á heima­­síðu sinni og Katrín skráði sínar upp­­lýs­ingar í hags­muna­­skrán­ingu á vef Vinstri grænna. 

Ótt­­arr Proppé, for­­maður Bjartrar fram­­tíð­­ar, og Birgitta Jóns­dótt­ir, þing­­flokks­­for­­maður Pírata, segj­­ast í sam­tali við Kjarn­ann ætla að birta sínar upp­­lýs­ingar á næstu dög­­um. 

Ill­ugi Gunn­­ar­s­­son, mennta- og menn­ing­­ar­­mála­ráð­herra, birti afrit af skatt­fram­tali sínu og eig­in­­konu sinnar á Face­­book-­­síðu sinni í októ­ber í fyrra. Fram­­tölin voru fyrir árin 2012 og 2013 og voru birt vegna frétta Stund­­ar­innar af tengslum Ill­uga við fyr­ir­tækið Orka Energy. 

Sig­­mundur Davíð Gunn­laugs­­son, fyrr­ver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, sagði í við­tali við Ísland í dag fyrir tíu dögum síðan að það gæti vel verið að það sé tíma­­bært fyrir þau hjónin að opna bók­hald sitt upp á gátt: „Í þessu til­­viki held ég að það sé orðið að sjálf­­sagðri kröfu að hún geri grein fyrir þessu,“ sagði hann. Þá ættu líka aðrir að gera slíkt hið sama. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None