Fulltrúa stjórnvalda 150 ríkja verða við undirritun nýs loftslagssáttmála í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York 22. apríl næstkomandi, það er sáttmálann sem samþykktur var í París síðastliðinn desember.
Segolene Royale, umhverfisráðherra Frakklands, greindi frá þessu í dag, en hún hefur yfirumsjón með því verkefni, fyrir hönd stjórnvalda í Frakklandi og þeirra sem komu að Parísarfundinum í desember, að leiða málið til lykta á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Hún hefur að undanförnu fundað með utanríkisráðherrum og þjóðarleiðtogum ríkja, sem hafa ábyrgð á loftslagsmálum í ríkisstjórnum stærstu ríkja heimsins.
Mikið er lagt upp úr því að fá virka þátttöku frá Bandaríkjunum, Kína og öðrum mestu mengunarvöldum heimsins, og hafa þær þjóðir staðfest þátttöku sína í undirrituninni um næstu helgi.
Undirritunin mun marka tímamót fyrir umhverfismál í heiminum og baráttunni gegn mengun loftslags að mannavöldum. Búast má við róttækri stefnubreytingu hjá mörgum þjóðum þegar sáttmálinn hefur verið undirritaður, þar sem þjóðir munu skuldbinda sig til að draga úr losun mengandi lofttegunda og minnka verulega notkun jarðefnaeldsneytis. Búist er við því að staðfesting sáttmálans geti ennfremur haft mikil áhrif á fjárfestingar í nýsköpun sem tengist orkuiðnaði, þar sem sáttmálinn felur í sér væntingar þörfina sem þarf að uppfylla svo markmiðin geti náð fram að ganga.
Ísland hefur sett sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fram til ársins 2013.
Kjarninn fjallaði ítarlega um ráðstefnuna í desember, en Birgir Þór Harðarson sat hana sem blaðamaður fyrir hönd Kjarnans. Hann fjallaði meðal annars um helstu áskoranir í loftslagsmálunum í hlaðvarpsþætti sínum Þukli.
Um 50 þjóðhöfðingjar yrðu viðstaddir undirritunina. Sáttmálinn tekur gildi ef meira en 55 ríki sem bera ábyrgð á meira en 55 prósent losunar gróðurhúsalofttegunda hafa staðfest hann.