Reykjavik Media (RME) birtir fljótlega fréttir tengdum einstaklingum og fyrirtækjum úr íslenskum sjávarútvegi og er að finna í Panamagögnunum. Miðillinn er nú að vinna úr gögunum og óskar eftir aðstoð almennings í málinu.
„Við hjá Reykjavik Media leitum eftir aðstoð fólks sem býr yfir upplýsingum um aflandsfélög fyrirtækja og einstaklinga sem tengjast íslenskum sjávarútvegi. Mossack Fonseca er eitt af þúsundum fyrirtækja um allan heim sem bjóða uppá aflandsþjónustu. Reykjavik Media vill nota tækifærið nú og hvetja þá sem hafa gögn eða upplýsingar undir höndum um aflandsfélög sem tengjast íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum að koma þeim til Reykjavik Media,” segir í tilkynningu frá RME.
Bent er á að hægt er að veita upplýsingarnar með ýmsu móti, en öruggasta leiðin sé að senda þær í gegn um Secure Drop. Einnig er hægt að senda gögn á dulkóðuð tölvupóstföng: johannes.kr@hushmail.com og adalsteinnk@hushmail.com.
Frekari upplýsingar um leiðir til að afhenda gögn er hægt að nálgast hér.