Guðni Th. með tæplega 70 prósent fylgi í þriðju könnuninni í röð - Davíð sækir á

Guðni Th. Jóhannesson mælist með rúmlega tvo þriðju hluta atkvæða í hverri könnuninni á fætur annarri. Davíð Oddsson sækir aðeins í sig veðrið og Sturla Jónsson mælist nú með fjórða mesta fylgið.

Guðni Th. Jóhannesson
Auglýsing

Alls ætla 67,1 pró­sent svar­enda í nýrri könnun sem Félags­vís­inda­stofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morg­un­blaðið að kjósa Guðna Th. Jóhann­es­son sem for­seta Íslands. Í gær var birt könnun frá Mask­ínu sem sýndi að Guðni Th. var með 67,2 pró­sent fylgi og í könnun Frétta­blaðs­ins í byrjun viku mæld­ist stuðn­ingur við hann verða 69 pró­sent. Guðni Th. hefur því mælst með tæp­lega 70 pró­sent stuðn­ing í öllum þremur könn­unum sem fram­kvæmdar hafa verið síðan að hann til­kynnti for­seta­fram­boð fyrir níu dögum síð­an. 

Í Morg­un­blað­inu kemur fram að Davíð Odds­son, rit­stjóri blaðs­ins, myndi fá 17,4 pró­sent atkvæða ef kosið yrði í dag. Davíð til­kynnti fram­boð sitt síð­ast­lið­inn sunnu­dag og hefur fylgi við hann mælst meira í hverri könnun sem gerð hefur verið síðan þá. Í Frétta­blaðs­könn­un­inni á mið­viku­dag sögð­ust 13,7 pró­sent styðja Dav­íð, í Mask­ín­u-könn­un­inni í gær mæld­ist fylgi hans eilítið hærra,eða 14,8 pró­sent, og í könnun Félags­vís­inda­stofn­unar mælist fylgið 17,4 pró­sent. Davíð opn­aði kosn­inga­skrif­stofu sína í gær.

Andri Snær Magna­son rit­höf­undur mælist með 7,8 pró­sent fylgi í könnun Félags­vís­inda­stofn­un­ar, sem er minni stuðn­ingur en hann mæld­ist með í hinum könn­unum tveim­ur. Athygli vekur að Sturla Jóns­son mælist með fjórða mesta stuðn­ing­inn hjá Félags­vís­inda­stofn­un, myndi fá 1,8 pró­sent fylgi, en Halla Tóm­as­dóttir mælist með 1,5 pró­sent. Halla hefur í öllum öðrum könn­unum sem gerðar hafa verið að und­an­förnu mælst fjórði stærsti fram­bjóð­and­inn. 

Auglýsing

Fylgi við Guðna Th. mælist sem fyrr mjög jafnt milli kynja, ald­urs- og mennt­un­ar­hópa. Þá nýtur hann stuðn­ings nán­ast til jafns á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á lands­byggð­inni. Davíð nýtur afger­andi meiri stuðn­ings hjá körlum en konum og hjá eldra fólki en því yngri. Þannig segj­ast 27 pró­sent þeirra sem eru eldri en 60 ætla að kjósa hann en tíu pró­sent þeirra sem eru undir þrí­tug­u.Davíð nýtur auk þess minnst stuðn­ings hjá þeim sem hafa lokið háskóla­námi og stuðn­ingur á lands­byggð­inni er umtals­vert meiri en í höf­uð­borg­inn­i.­Málum er nán­ast algjör­lega öfugt farið hjá Andra Snæ. Ungt fólk, með háskóla­nám sem býr á höf­uð­borg­ar­svæð­inu myndar kjarn­ann í fylgi hans. Auk þess nýtur hann meiri stuðn­ings meðal kvenna en karla.

Alls voru 2.003 manns í úr­taki könn­un­ar Fé­lags­vís­inda­­stofn­un­ar sem gerð var á net­inu. 937 manns svör­uðu eða 47 pró­sent þeirra sem leitað var til. Reynt var að tryggja að um þver­skurð þjóð­ar­innar væri að ræða.

Fram­boðs­frestur til for­seta rennur út á mið­nætti 20. maí. Kosið verður laug­ar­dag­inn 25. júní.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None