Boðað hefur verið til þingfundar klukkan 17:15 í dag. Á dagskránni er nýtt frumvarp Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, sem sagt útboð á aflandskrónum. Það er stórt skref í átt að afnámi hafta hér á landi og hafði verið boðað að slíkt útboð færi fram á næstu vikum.
Boðað var til fundarins með skömmum fyrirvara og greinir RÚV frá því að leiðtogar stjórnarandstöðunnar hafi fengið kynningu á málinu á fundi fyrir klukkustund síðan.
Stefnt er á að klára málið fyrir opnun markaða á mánudaginn.
„Markmið laga þessara er að stuðla að losun fjármagnshafta og skapa grundvöll fyrir frjáls
milliríkjaviðskipti með íslenskar krónur með efnahagslegan stöðugleika og almannahag að
leiðarljósi. Í því skyni er mælt fyrir um meðferð tiltekinna krónueigna, svonefndra aflandskrónueigna.
Þær verða áfram háðar sérstökum takmörkunum sem er ætlað að draga úr
áhættu við að ná því markmiði laganna sem lýst er í 1. málsl,“ segir í frumvarpinu, sem er nýkomið inn á vef Alþingis.