Bandarískir sjóðir telja haftafrumvarpið fela í sér ólögmæta eignaupptöku

Bandarísku sjóðirnir Eaton Vance Corp. og Autonomy Capital LP á íslandi eiga um 30 prósent af aflandskrónuhengjunni. Að baki sjóðunum standa almennir fjárfestar, s.s. eftirlauna- eða lífeyrissjóðir, háskóla- og góðgerðarsjóðir, auk einstaklinga.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Full­trúar banda­rísku sjóð­anna Eaton Vance Corp. og Autonomy Capi­tal LP á íslandi, sem sagðir eru eiga um 30 pró­sent af aflandskrónu­hengju upp á ríf­lega 300 millj­arða, telja boðað frum­varp um losun fjár­magns­hafta ganga gegn stjórn­ar­skrár­vörðum eigna­rétti sjóð­anna með „bóta­skyld­um“ hætt­i. 

Þetta kemur fram í umsögn sjóð­anna við frum­varpið, sem birt hefur verið á vef Alþing­is. Pétur Örn Sverr­is­son hrl. og Magnús Árni Skúla­son hag­fræð­ingur eru höf­undar umsagn­ar­inn­ar, fyrir hönd sjóð­anna. 

Frosti Sig­ur­jóns­son, for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, segir að umsögnin hafi við verið við­bú­in, en hún barst nefnd­inni í dag. Stjórn­völd leggja áherslu á að klára með­ferð frum­varps­ins svo það geti orðið að lögum eins fljótt og auðið er. Loka­hnykkur í áætlun stjórn­valda um afnám hafta byggir á þeim.

Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, er flutn­ings­maður frum­varps­ins, en Davíð Þór Björg­vins­son laga­pró­fess­or, segir í umsögn sinni, að það stand­ist stjórn­ar­skrá og bann við mis­mun­un.

Fjór­þætt rök eru færð fyrir því í umsögn sjóð­anna, að frum­varpið gangi of langt, en sér­stak­lega er áhersla lögð á það, að engar neyð­ar­að­stæður séu uppi í hag­kerf­inu þessi miss­er­in, sem rétt­læti sér­staka eigna­upp­töku af sjóð­un­um. Staða efna­hags­mála sé góð, óskuld­settur gjald­eyr­is­forði Seðla­bank­ans nemi um 400 millj­örðum króna, eða sem nemur um 20 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Kvik krónu­eign sé minni en sem þessu nemur og því ógni hröð útganga ekki hag­kerf­inu.

Orð­rétt segir í umsögn sjóð­anna, þar sem þessi fjór­þættu rök eru upp­tal­in:

„Í fyrsta lagi er bent á að sú eign­ar­skerð­ing sem í frum­varp­inu fellst getur á engan hátt talist al­menn í þeim skiln­ingi að hún nái til allra sem eins er ástatt um og flokk­ist þannig til þeirra skerð­inga sem leiði ekki til bóta­skyldu. Með frum­varp­inu er í fyrsta sinn sett fram skil­grein­ing á hug­tak­inu aflandskrón­ur. Í almennum athuga­semdum að baki frum­varp­inu segir svo um hug­tak­ið: Um er að rœða eignir í eigu eða vörslu erlendra aðila sem eru lík­legir til þess að ­leita útgöngu við losun fjár­magns­hafta með neikvœðum áhrifum á gengi íslensku krón­unn­ar. Af þessu til­efni er bent á að umbjóð­endur okkar hafa nú þegar lýst því yfir við stjórn­völd að þeir vilja halda áfram fjár­fest­ingum sínum á íslandi og hafa sýnt þann vilja í orðum og verk­um. Um­bjóð­endur okkar fá þannig ekki séð að þeir verði settir í sama flokk og aðr­ir „aflandskrónu­eig­end­ur“ sem óska útgöngu við losun fjár­magns­hafta. Með öðrum orðum telja um­bjóð­endur okkar að staða þeirra sé sú sama og inn­lendra fjár­festa í þessu sam­heng­i. 

Í öðru lagi eru umbjóð­endur okkar þeirrar skoð­unar að með frum­varp­inu sé ekki leitt í ljós að ­sér­stakar aðstæður knýi á um þær aðgerðir sem frum­varpið boðar gagn­vart umbjóð­end­um okk­ar. Jafn­framt er ítrekað að umbjóð­endur okkar hafa lýst því yfir að þeir vilja halda fjár­fest­ingum sínum áfram hér á landi og m.a. óskað eftir und­an­þágu Seðla­bank­ans í þeim efnum og fá þ.a.l. ekki séð að hinar sér­stöku aðstæður eigi við í til­viki þeirra. Telja þeir þessa ­stað­reynd enn fremur leiða til þess að skil­yrði með­al­hófs­reglu telj­ist ekki upp­fyllt í þeirra til­vik­i. 

Í þriðja lagi er bent á að þrátt fyrir að frum­varpið feli ekki í sér beina yfir­færslu eigna­rétt, svo sem rakið er í athuga­semd­um, er það ekki skil­yrði bóta sam­kvæmt eign­ar­rétt­ar­á­kvæð­i ­stjórn­ar­skrár­innar að eign sé látin af hendi í orðs­ins fyllstu merk­ingu, heldur getur ákvæð­ið einnig komið til skoð­unar í þeim til­vikum þegar aðilum er með öllu fyr­ir­munuð venju­leg og eðli­leg umráð eigna sinna, svo sem á við í til­viki umbjóð­enda okk­ar. Eru þessi sjón­ar­mið sem beitt hefur verið fyrir inn­lendum dóm­stólum í sam­ræmi við dóma­fram­kvæmd ­Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu. 

Í fjórða lagi benda umbjóð­endur okkar á að það er ekki rétt sem fram kemur í athuga­semd­um að baki frum­varp­inu, þess efnis að breyt­ingar á vörslu krónu­eigna sé ekki fallnar til þess að rýra verð­gildi þeirra. Telja umbjóð­endur okkar að í því felist brot gegn jafn­ræð­is- og ­eign­ar­rétt­ar­á­kvæðum stjórn­ar­skrár­innar enda felur frum­varpið það í sér að umbjóð­endur okk­ar munu ekki hafa sama rétt til ávöxt­unar fjár­fest­inga sinna hér á landi og inn­lendir aðil­ar.“

Gjald­eyr­is­út­boð í næsta mán­uði

Verði frum­varpið að lögum er áformað að Seðla­­banki Íslands haldi gjald­eyr­is­út­­­boð í næsta mán­uði þar sem öllum aflandskrón­u­eig­endum verður gef­inn kostur á að skipta aflandskrón­u­­eignum sínum í evr­­­ur. Frum­varpið miðar í ein­földu máli að því, að stilla aflandskrónu­eig­endum upp við vegg og þvinga þá til þátt­töku í gjald­eyr­is­út­boð­inu, ella verði þeir fastir með fé sitt á nei­kvæðum vöxtum á sér­stökum reikn­ing­um.

Þær aflandskrón­u­­eignir sem ekki verða nýttar í útboði Seðla­­bank­ans munu því sæta tak­­mörk­un­um.

Í tæp átta ár hafa fjár­­­magns­höftin „tak­­markað áhætt­u­dreif­ingu í eigna­­söfnum inn­­­lendra aðila og heft mög­u­­leika fyr­ir­tækja til að nýta sam­­starfs­verk­efni við erlenda aðila og ávöxt­un­­ar­tæki­­færi erlend­is“ eins og það er orðað í til­kynn­ingu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Efna­hags­­legt óhag­ræði sem af þessu hlýst fer vax­andi með tím­an­­um.

Þessi liður í áætlun stjórn­­­valda um losun fjár­­­magns­hafta leggur grunn­inn að næstu skrefum í átt til los­unar gjald­eyr­is­hafta og munu þau snúa „að heim­ilum og fyr­ir­tækjum á Íslandi“ segir í til­­kynn­ing­unni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None