Seðlabanki Íslands býðst til að kaupa krónur í skiptum fyrir reiðufé í erlendum gjaldeyri, í útboði sem fer fram 16. júní. Nánar tiltekið er um að ræða krónur sem uppfylla skilgreiningu laga nr. 37/2016, svonefndar aflandskrónur, en um 300 milljarðar aflandskróna falla undir lögin.
Útboðið fer fram fimmtudaginn 16. júní, eins og áður segir, og hefst kl. 10:00 fyrir hádegi og stendur til kl. 14:00 eftir hádegi sama dag, að því er fram kemur í tilkynningu Seðlabanka Íslands. Þetta er lykilatriði í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta.
Útboðið er liður í heildstæðri aðgerðaáætlun um losun fjármagnshafta, sbr. áætlun ríkisstjórnar Íslands og Seðlabankans um losun fjármagnshafta frá 8. júní 2015.
Endurkaupaverð í þeim tilvikum þar sem ríkisbréf, ríkisvíxlar eða íbúðabréf verða notuð sem greiðsla fyrir gjaldeyri í útboðinu verður birt opinberlega hinn 10. júní nk.
Útboðsfyrirkomulag er með þeim hætti að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á sama verði (e. single price). Verð seldra evra, sem kostar nú 140 krónur samkvæmt opinberu gengi Seðlabanka Íslands, í útboðinu mun ráðast af þátttöku í útboðinu með þeim hætti sem lýst er í eftirfarandi töflu: