Öll hjól snúast á fullu

Nýjar tölur frá Hagstofu Íslands sýna að mikill gangur er nú í efnahagslífi þjóðarinnar. Vonandi munu þau ekki snúast of hratt.

neysla.jpg
Auglýsing

Óhætt er að segja að efna­hags­hjólin í hag­kerf­inu snú­ist á fullu þessi miss­er­in. Lands­fram­leiðslan á fyrsta árs­fjórð­ungi 2016 jókst um 4,2 pró­sent að raun­gildi borið saman við 1. árs­fjórð­ung 2015, sam­kvæmt nýjum tölum Hag­stofu Íslands. Á sama tíma juk­ust þjóð­ar­út­gjöld, sem eru sam­tala neyslu og fjár­fest­ing­ar, um 8,3 pró­sent. Einka­neysla jókst um 7,1 pró­sent, sam­neysla um 0,1 pró­sent og fjár­fest­ing um 24,5 pró­sent. Útflutn­ingur jókst um 6,4 pró­sent en inn­flutn­ingur tölu­vert meira, eða um 15,2 pró­sent. 

Landsframleiðsla eftir löndum og ársfjórðungum.

Verð­bólga hefur hald­ist undir 2,5 pró­sent mark­miði í tvö ár, en hún mælist nú 1,7 pró­sent. Seðla­banki Íslands hefur sagt, að líkur standi til þess að hún muni aukast nokkuð á næstu miss­erum og verði jafn­vel komin yfir þrjú pró­sent á næsta ári. Þá hefur kaup­máttur launa auk­ist um 11,6 pró­sent á einu ári, sem er með því allra mesta sem mælst hefur hér á landi á svo löngum tíma.

Auglýsing

Þá hefur Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, enn fremur varað við því, að þensla verði ekki of mikil í hag­kerf­inu, en á næstu mán­uðum stendur til að losa um fjár­magns­höft og stíga stór skref í átt að því að opna fyrir fjár­fest­ingar inn­lendrar aðila erlend­is.

Aflandskrón­u­út­boð, sem er mik­il­vægur liður í loka­hnykk áætl­unar um losun hafta, fer fram 16. júní, en um 300 millj­arðar aflandskróna falla þar und­ir, sem að stórum hluta eru í eigu erlendra sjóða. 

Á þessu ári gerir Hag­­stofa Íslands ráð fyrir 4,3 ­pró­­sent hag­vexti, miðað við árið í fyrra. Það er í sög­u­­legu til­­liti frem­ur ­mik­ill hag­vöxt­­ur. Á árinu 2017 er gert ráð fyrir 3,5 pró­­sent hag­vexti og árin 2018 til 2021, um þrjú pró­­sent hag­vexti á ári. Árleg lands­fram­­leiðsla Íslands­ var í fyrra um tvö þús­und millj­­arðar króna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None