Íbúðir ekki selst hraðar í tæpan áratug

Mikill gangur er á fasteignamarkaði þessi misserin og seljast íbúðir hratt.

Fasteignir hús
Auglýsing

Íbúðir eru að jafn­aði tals­vert skemur í sölu nú en á und­an­förnum tíu árum. Ein­ungis tekur um sjö vikur (1,87 mán­uð) að selja íbúð­ar­hús­næð­i miðað við veltu á fast­eigna­mark­aði í apr­íl.

Ein­ungis er hægt að finna eitt dæmi á und­an­förnum tíu árum, júní 2007, þar sem veltu­hraði fast­eigna­mark­að­ar­ins var meiri. Þetta má lesa út úr hag­vísum Seðla­banka Íslands, frá 29. júní síð­ast­liðn­um. Með­al­sölu­tím­i ­í­búð­ar­hús­næðis hefur verið undir þremur mán­uðum frá sept­em­ber 2015 og í kring­um tvo mán­uði frá síð­ustu ára­mót­um.

Þá hef­ur hratt gengið á fram­boð eigna, sé rýnt í töl­urn­ar. Þannig var fram­boð af ­sér­býl­is­eignum á sölu ríf­lega 900 í apríl 2012, en fjöld­inn var kom­inn niður í 320 í apríl á þessu ári. Sömu sögu er að segja af fjöl­býl­is­eign­um. Þær vor­u tæp­lega 1.900 í apríl 2012 en voru um 900 í apríl síð­ast­liðn­um.

AuglýsingMik­ill gangur hefur verið á fast­eigna­mark­að­i hér á landi að und­an­förnu, og hefur fast­eigna­verð hækkað nokkuð stöðugt. Þetta ­sést meðal ann­ars á fast­eigna­mati fyrir næsta ár.

Íbúða­hús­næði á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­in­u hækkar að með­­al­tali um 9,2% sam­­kvæmt nýju fast­­eigna­mati sem Þjóð­­skrá kynnir í dag. Fast­­eigna­matið gildir fyrir næsta ár, og er ætlað að end­­ur­­spegla verð­lag fast­­eigna í febr­­úar á þessu ári. Mesta hækk­­unin verður í Bústaða­hverf­i, um 20,1%. Í Fell­unum í Breið­holti hækkar fast­­eigna­matið um 16,9% og um 16,3% í Rétt­­ar­holt­i. Á þremur svæðum á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­in­u ­lækkar fast­­eigna­matið milli ára, um 0,8% á Kjal­­ar­­nesi, 3,5% í Garða­bæ vestan Hraun­holts­brautar og um 4,1% á Arn­­ar­­nesi í Garða­bæ. 

Sér­­býli á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­in­u hækka að með­­al­tali um 6,5% en fjöl­býli hækka mun meira, um 11,7% að með­­taltali. Utan höf­uð­­borg­­ar­­svæð­is­ins er mun­­ur­inn ekki eins mik­ill, eða 5,5% hækkun í sér­­býli og 8,6% í fjöl­býl­i. 

Því er spáð að fast­eigna­verð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu muni hækka nokkuð á þessu ári og því næsta, sam­kvæmt ­Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands, eða um tæp­lega 20 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður.
Líneik Anna vill leiða Framsókn í Norðausturkjördæmi
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður býður sig fram til þess að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Þórunn Egilsdóttir sem hefur leitt Framsókn í kjördæminu tilkynnti í síðustu viku að hún myndi hætta á þingi.
Kjarninn 18. janúar 2021
Árni Finnsson
Af hverju skilar Ísland auðu?
Kjarninn 18. janúar 2021
Enn er óvíst hvort að Trump lætur verða af því að veita sjálfum sér fyrirfram náðun.
Trump ætlar út með hvelli – vill náða hundrað til viðbótar
Á síðasta heila dag Donalds Trump í Hvíta húsinu á morgun er hann sagður stefna á að náða um 100 manns, m.a. hvítflibbaglæpamenn og þekkta rappara. Hvort hann veiti sér og sínum fyrirfram náðun er enn óvíst.
Kjarninn 18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None