Stjórnarskrárnefnd skilar: Auðlindir í þjóðareign og 15% geta krafist þjóðaratkvæðis

img_2825_raw_1807130270_10016423136_o.jpg
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­nefnd hefur skilað Sig­urði Inga Jóhanns­syni for­sæt­is­ráð­herra til­lögum sínum að breyt­ingum á stjórn­ar­skránni. Nefndin leggur til að sett verði inn almennt ákvæði um að auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyri íslensku þjóð­inni, ákvæði um umhverf­is- og nátt­úru­vernd og ákvæði þar sem lagt er til að 15% kosn­inga­bærra manna geti knúið fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um lög frá Alþingi. Ekki náð­ist sam­komu­lag um ákvæði um fram­sal vald­heim­ilda í þágu alþjóða­sam­vinn­u. 

Þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lindum

Nefndin skil­aði for­sæt­is­ráð­herra þremur frum­vörpum til stjórn­skip­un­ar­laga. Í frum­varp­inu um þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lindum er almennt ákvæði um að auð­lindir í nátt­úru Íslands til­heyri íslensku þjóð­inn­i. 

Auglýsing

„Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Þær ber að nýta á sjálf­bæran hátt og til hags­bóta lands­mönnum öll­um. Ríkið hefur eft­ir­lit og umsjón með með­ferð og nýt­ingu auð­lind­anna í umboði þjóð­ar­inn­ar,“ segir í frum­varp­inu. „ Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja gæðin eða veð­setj­a.“ Þá eigi að jafn­aði að taka „eðli­legt gjald fyrir heim­ildir til nýt­ingar nátt­úru­auð­linda og lands­rétt­inda sem eru í eigu íslenska rík­is­ins eða þjóð­ar­eign.“ Þá eigi að gæta jafn­ræðis og gagn­sæis í veit­ingu nýt­ing­ar­heim­ilda, og slíkar heim­ildir leiði aldrei til var­an­legs eign­ar­réttar eða for­ræð­is. 

Umhverf­is- og nátt­úru­vernd 

„Nátt­úra Íslands er und­ir­staða lífs í land­inu. Ábyrgð á vernd nátt­úru og umhverfis hvílir sam­eig­in­lega á öllum og skal verndin grund­vall­ast á var­úð­ar- og lang­tíma­sjón­ar­miðum með sjálf­bæra þróun að leið­ar­ljósi. Stuðlað skal að því að fjöl­breytni nátt­úr­unnar sé við­haldið og vöxtur líf­ríkis og við­gangur tryggð­ur,“ segir í frum­varp­inu um umhverf­is- og nátt­úru­vernd. Jafn­framt kemur þar fram að almenn­ingi sé heimil för um landið og „dvöl þar í lög­mætum til­gangi. Ganga skal vel um nátt­úr­una og virða hags­muni land­eig­enda og ann­arra rétt­hafa.“ 

Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur með 15% und­ir­skrifta

Í frum­varp­inu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur að kröfu hluta kjós­enda er lagt til að fimmtán pró­sent kosn­ing­ar­bærra manna geti knúið fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um lög frá Alþingi. „Fjár­lög, fjár­auka­lög, lög um skatta­mál­efni og lög sem sett eru til að fram­fylgja þjóð­rétt­ar­skuld­bind­ingum verða ekki borin undir þjóð­ina sam­kvæmt þess­ari máls­grein,“ segir í frum­varp­inu og verða því þess konar lög ekki sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu með þessum hætt­i. 

„Til þess að hnekkja lögum eða álykt­unum sam­kvæmt þess­ari grein þarf meiri hluti í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, þó minnst fjórð­ungur kosn­ing­ar­bærra manna, að synja þeim sam­þykk­is,“ segir í frum­varp­inu, og því er gerð krafa um kosn­inga­þátt­töku. 

Harma nauman tíma til að klára málið

Full­trúar minni­hlut­ans á þingi í nefnd­inni, þau Aðal­heiður Ámunda­dóttir fyrir Pírata, Katrín Jak­obs­dóttir fyrir VG, Róbert Mars­hall fyrir Bjarta fram­tíð og Val­gerður Bjarna­dóttir fyrir Sam­fylk­ing­una, segja ljóst að tím­inn sé orð­inn naumur til að ljúka þing­legri með­ferð stjórn­ar­skrár­breyt­inga á kjör­tíma­bil­inu. „Það eru mikil von­brigði að þessi vinna skuli ekki hafa gengið hraðar en sýnir mik­il­vægi þess að nýr meiri hluti á þingi for­gangsraði því að ljúka þeirri vinnu sem hófst með þjóð­fundi 2010 að afloknum kosn­ingum í haust,“ segja þau í bókun sinni um nið­ur­stöð­una. 

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Birgir Ármanns­son og Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, koma einnig inn á óviss­una sem ríkir um fram­hald­ið. „Í ljósi stjórn­mála­á­stands­ins er óvíst hvað nú tekur við þegar stjórn­ar­skrár­nefnd skilar for­sæt­is­ráð­herra nið­ur­stöðum sínum í formi þriggja frum­varpa. Hvernig sem þró­unin verður að því leyti árétta full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá afstöðu sína að við frek­ari vinnu við þessi frum­vörp og aðrar hugs­an­legar til­lögur til stjórn­ar­skrár­breyt­inga verði áfram leit­ast við að ná sem víð­tæk­astri sátt um nið­ur­stöð­urn­ar.“ Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir skipta þúsundum, tannburstarnir í norska skóginum.
Tannburstarnir í skóginum
Jordan, tannburstaframleiðandinn þekkti, hefur auglýst eftir notuðum tannburstum sem áhugi er á að reyna að endurvinna. Í norskum skógi hafa fleiri þúsund tannburstar frá Jordan legið í áratugi og rifist er um hver beri ábyrgð á að tína þá upp.
Kjarninn 30. september 2022
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Deng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Gylfi Helgason
Staða menningarmála: Fornleifar
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None