Stjórnarskrárnefnd skilar: Auðlindir í þjóðareign og 15% geta krafist þjóðaratkvæðis

img_2825_raw_1807130270_10016423136_o.jpg
Auglýsing

Stjórn­ar­skrár­nefnd hefur skilað Sig­urði Inga Jóhanns­syni for­sæt­is­ráð­herra til­lögum sínum að breyt­ingum á stjórn­ar­skránni. Nefndin leggur til að sett verði inn almennt ákvæði um að auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyri íslensku þjóð­inni, ákvæði um umhverf­is- og nátt­úru­vernd og ákvæði þar sem lagt er til að 15% kosn­inga­bærra manna geti knúið fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um lög frá Alþingi. Ekki náð­ist sam­komu­lag um ákvæði um fram­sal vald­heim­ilda í þágu alþjóða­sam­vinn­u. 

Þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lindum

Nefndin skil­aði for­sæt­is­ráð­herra þremur frum­vörpum til stjórn­skip­un­ar­laga. Í frum­varp­inu um þjóð­ar­eign á nátt­úru­auð­lindum er almennt ákvæði um að auð­lindir í nátt­úru Íslands til­heyri íslensku þjóð­inn­i. 

Auglýsing

„Auð­lindir nátt­úru Íslands til­heyra íslensku þjóð­inni. Þær ber að nýta á sjálf­bæran hátt og til hags­bóta lands­mönnum öll­um. Ríkið hefur eft­ir­lit og umsjón með með­ferð og nýt­ingu auð­lind­anna í umboði þjóð­ar­inn­ar,“ segir í frum­varp­inu. „ Nátt­úru­auð­lindir og lands­rétt­indi sem ekki eru háð einka­eign­ar­rétti eru þjóð­ar­eign. Eng­inn getur fengið þessi gæði eða rétt­indi tengd þeim til eignar eða var­an­legra afnota og aldrei má selja gæðin eða veð­setj­a.“ Þá eigi að jafn­aði að taka „eðli­legt gjald fyrir heim­ildir til nýt­ingar nátt­úru­auð­linda og lands­rétt­inda sem eru í eigu íslenska rík­is­ins eða þjóð­ar­eign.“ Þá eigi að gæta jafn­ræðis og gagn­sæis í veit­ingu nýt­ing­ar­heim­ilda, og slíkar heim­ildir leiði aldrei til var­an­legs eign­ar­réttar eða for­ræð­is. 

Umhverf­is- og nátt­úru­vernd 

„Nátt­úra Íslands er und­ir­staða lífs í land­inu. Ábyrgð á vernd nátt­úru og umhverfis hvílir sam­eig­in­lega á öllum og skal verndin grund­vall­ast á var­úð­ar- og lang­tíma­sjón­ar­miðum með sjálf­bæra þróun að leið­ar­ljósi. Stuðlað skal að því að fjöl­breytni nátt­úr­unnar sé við­haldið og vöxtur líf­ríkis og við­gangur tryggð­ur,“ segir í frum­varp­inu um umhverf­is- og nátt­úru­vernd. Jafn­framt kemur þar fram að almenn­ingi sé heimil för um landið og „dvöl þar í lög­mætum til­gangi. Ganga skal vel um nátt­úr­una og virða hags­muni land­eig­enda og ann­arra rétt­hafa.“ 

Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur með 15% und­ir­skrifta

Í frum­varp­inu um þjóð­ar­at­kvæða­greiðslur að kröfu hluta kjós­enda er lagt til að fimmtán pró­sent kosn­ing­ar­bærra manna geti knúið fram þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um lög frá Alþingi. „Fjár­lög, fjár­auka­lög, lög um skatta­mál­efni og lög sem sett eru til að fram­fylgja þjóð­rétt­ar­skuld­bind­ingum verða ekki borin undir þjóð­ina sam­kvæmt þess­ari máls­grein,“ segir í frum­varp­inu og verða því þess konar lög ekki sett í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu með þessum hætt­i. 

„Til þess að hnekkja lögum eða álykt­unum sam­kvæmt þess­ari grein þarf meiri hluti í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu, þó minnst fjórð­ungur kosn­ing­ar­bærra manna, að synja þeim sam­þykk­is,“ segir í frum­varp­inu, og því er gerð krafa um kosn­inga­þátt­töku. 

Harma nauman tíma til að klára málið

Full­trúar minni­hlut­ans á þingi í nefnd­inni, þau Aðal­heiður Ámunda­dóttir fyrir Pírata, Katrín Jak­obs­dóttir fyrir VG, Róbert Mars­hall fyrir Bjarta fram­tíð og Val­gerður Bjarna­dóttir fyrir Sam­fylk­ing­una, segja ljóst að tím­inn sé orð­inn naumur til að ljúka þing­legri með­ferð stjórn­ar­skrár­breyt­inga á kjör­tíma­bil­inu. „Það eru mikil von­brigði að þessi vinna skuli ekki hafa gengið hraðar en sýnir mik­il­vægi þess að nýr meiri hluti á þingi for­gangsraði því að ljúka þeirri vinnu sem hófst með þjóð­fundi 2010 að afloknum kosn­ingum í haust,“ segja þau í bókun sinni um nið­ur­stöð­una. 

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Birgir Ármanns­son og Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir, koma einnig inn á óviss­una sem ríkir um fram­hald­ið. „Í ljósi stjórn­mála­á­stands­ins er óvíst hvað nú tekur við þegar stjórn­ar­skrár­nefnd skilar for­sæt­is­ráð­herra nið­ur­stöðum sínum í formi þriggja frum­varpa. Hvernig sem þró­unin verður að því leyti árétta full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins þá afstöðu sína að við frek­ari vinnu við þessi frum­vörp og aðrar hugs­an­legar til­lögur til stjórn­ar­skrár­breyt­inga verði áfram leit­ast við að ná sem víð­tæk­astri sátt um nið­ur­stöð­urn­ar.“ 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None