Þarf ekki að byggja tvær Kárahnjúkavirkjanir til að leggja sæstreng

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Það þarf ekki að reisa tvær Kára­hnjúka­virkjarnir til að fram­leiða orku fyrir raf­orku­sæ­streng til Bret­lands, Bretar hafa nú stað­fest að þeir eru til­búnir að greiða með orku frá Íslandi sem yrði flutt til Bret­lands um streng­inn og þjóð­hags­leg arð­semi af lagn­ingu strengs­ins fyrir hvort land fyrir sig yrði 25-30 millj­arðar króna. Þetta segir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Skýrsla um kostn­að­ar- og ábata­grein­ingu á lagn­ingu sæstrengs milli Íslands, sem unnin var af Kviku í ráð­gjafa­­fyr­ir­tækið PÖYRY, var kynnt í gær. Sam­­kvæmt henni, þá eru vís­bend­ingar um að lagn­ing 800 til­ 1.200 km. sæstrengs kunni að reyn­­ast bæði Íslands og Bret­landi þjóð­hags­­leg og við­­skipta­­lega arð­­söm. For­­senda þess virð­ist þó vera að bresk stjórn­­völd séu reið­u­­búin að styðja við verk­efnið líkt og þau styðja í dag þar­­lenda nýja end­­ur­nýj­an­­lega raf­­orku­vinnslu.

50 til 60 millj­arðar króna á ári í arð­semi

Lands­virkjun hefur lengi haft áhuga á að kanna mögu­leika þess að bæta sæstreng við sem við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins. Hörður skrif­aði til að mynda grein í Morg­un­blaðið fyrir rúmu ári þar sem hann sagði sæstreng­inn vera mjög áhuga­verðan kost. 

Auglýsing

Hörður segir skýrslu Kviku og PÖYRY svara mörgum spurn­ing­um. Þar komi til að mynda fram að þjóð­hags­leg arð­semi yrði 50 til 60 millj­arðar króna sem myndi skipt­ast til jafns milli þjóð­anna tveggja, Íslands og Bret­lands. Þá sé búið að borga mjög við­un­andi arð­semi á allar fram­kvæmdir í báðum löndum og taka til­lit til kostn­að­ar­verðs­þátta, svo sem hækk­ana á raf­magns­verði til fyr­ir­tækja og heim­ila, sem lækkar ávinn­ing­inn. „Okkar grund­völlur var að fá það stað­fest að Bretar væru til­búnir til að nýta sér styrkja­kerfið sem þeir hafa fyrir orku­vinnslu fyrir verk­efn­ið, en Bretar eru þegar að greiða með allri orku sem er til í Bret­landi. Það fékkst stað­fest.“

Póli­tísk ákvörðun

Í fréttum í gær var nið­ur­staða skýrsl­unnar sögð vera sú að virkja þyrfti á við tvær Kára­hnjúka­virkj­anir til að búa til ork­una sem sæstrengur myndi kalla á. Hörður segir þá ályktun ekki byggja á nið­ur­stöðu skýrsl­unnar að neinu leyti. „Sam­kvæmt miðsviðs­mynd skýrsl­unnar þarf um 1500 mega­vött til. Stór hluti þess afls - Um það bil ein Kára­hnjúka­virkjun - myndi koma úr bættri nýt­ingu. Umhverf­is­á­hrif þess yrðu eng­in. Þá myndu líka koma til smærri virkj­anir í vatns­afli, vindi og jarð­varma sem myndu selja inn á kerf­ið, en væri að öðrum kosti ekki hag­kvæmt að gera. Í þriðja lagi væri um hefð­bundna virkj­ana­kosti að ræða og úr þeim þyrftu að koma um 250 mega­vött. Það er álíka stórt og Hraun­eyja­foss­virkj­un, en mun minna en Kára­hnjúka­virkj­un. Að okkar mati er því ekki rétt að leggja þetta svona upp eins og gert var.“

Hörður leggur þó áherslu á að það sé alltaf póli­tísk ákvörðun hvort ráð­ist verði í lagn­ingu sæstrengs eða ekki. „Það á eftir að fara fram mikil umræða um þetta mál en skýrslan er gott inn­legg í þá umræðu. Ég myndi segja að það þyrfti að meta þá val­kosti sem Íslend­ingar hafa fyrir sína orku­notk­un. Sæstrengur breytir því ekki hvað við ákveðum að virkja í hefð­bundnum virkj­ana­kost­um. Það er ákvörðun sem stjórn­völd taka með ram­m­á­ætl­un­ar­ferli og svo póli­tískum ákvörð­un­um.“

Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Þakkar Miðflokksmönnum staðfestu varðandi þriðja orkupakkann
Formaður VR skorar á ríkisstjórnina að fresta málinu um þriðja orkupakkann fram á haust og biður um að þjóðin fái andrými til að kynna sér málið betur.
Kjarninn 24. maí 2019
Ýmsar jurtamjólk­urtegundir eru fá­an­leg­arhér á landi.
Sala á jurtamjólk aukist um tæplega 400 prósent
Bæði eftirspurn og úrval jurtamjólkur hafa aukist til muna hér á landi á síðustu árum. Sala á jurtamjólka hefur aukist um 386 prósent hjá matvöruverslunum Krónunnar á síðustu þremur árum.
Kjarninn 24. maí 2019
Theresa May tilkynnti þessa ákvörðun sína í morgun.
Theresa May segir af sér
Theresa May mun láta af embætti forsætisráðherra Bretlands og hætta sem leiðtogi Íhaldsflokksins 7. júní næstkomandi.
Kjarninn 24. maí 2019
Fíknivandinn breiðir úr sér
Lítið hefur gengið að vinna gegn útbreiðslu fíkniefna. Það er óhætt að segja að það sé ekki íslenskt vandamál, því stríðið gegn fíkniefnum virðist með öllu óvinnandi. Á Íslandi hefur fjöldi ungs fólks fallið frá úr of stórum skammti á skömmum tíma.
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None