Þarf ekki að byggja tvær Kárahnjúkavirkjanir til að leggja sæstreng

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Það þarf ekki að reisa tvær Kára­hnjúka­virkjarnir til að fram­leiða orku fyrir raf­orku­sæ­streng til Bret­lands, Bretar hafa nú stað­fest að þeir eru til­búnir að greiða með orku frá Íslandi sem yrði flutt til Bret­lands um streng­inn og þjóð­hags­leg arð­semi af lagn­ingu strengs­ins fyrir hvort land fyrir sig yrði 25-30 millj­arðar króna. Þetta segir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Skýrsla um kostn­að­ar- og ábata­grein­ingu á lagn­ingu sæstrengs milli Íslands, sem unnin var af Kviku í ráð­gjafa­­fyr­ir­tækið PÖYRY, var kynnt í gær. Sam­­kvæmt henni, þá eru vís­bend­ingar um að lagn­ing 800 til­ 1.200 km. sæstrengs kunni að reyn­­ast bæði Íslands og Bret­landi þjóð­hags­­leg og við­­skipta­­lega arð­­söm. For­­senda þess virð­ist þó vera að bresk stjórn­­völd séu reið­u­­búin að styðja við verk­efnið líkt og þau styðja í dag þar­­lenda nýja end­­ur­nýj­an­­lega raf­­orku­vinnslu.

50 til 60 millj­arðar króna á ári í arð­semi

Lands­virkjun hefur lengi haft áhuga á að kanna mögu­leika þess að bæta sæstreng við sem við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins. Hörður skrif­aði til að mynda grein í Morg­un­blaðið fyrir rúmu ári þar sem hann sagði sæstreng­inn vera mjög áhuga­verðan kost. 

Auglýsing

Hörður segir skýrslu Kviku og PÖYRY svara mörgum spurn­ing­um. Þar komi til að mynda fram að þjóð­hags­leg arð­semi yrði 50 til 60 millj­arðar króna sem myndi skipt­ast til jafns milli þjóð­anna tveggja, Íslands og Bret­lands. Þá sé búið að borga mjög við­un­andi arð­semi á allar fram­kvæmdir í báðum löndum og taka til­lit til kostn­að­ar­verðs­þátta, svo sem hækk­ana á raf­magns­verði til fyr­ir­tækja og heim­ila, sem lækkar ávinn­ing­inn. „Okkar grund­völlur var að fá það stað­fest að Bretar væru til­búnir til að nýta sér styrkja­kerfið sem þeir hafa fyrir orku­vinnslu fyrir verk­efn­ið, en Bretar eru þegar að greiða með allri orku sem er til í Bret­landi. Það fékkst stað­fest.“

Póli­tísk ákvörðun

Í fréttum í gær var nið­ur­staða skýrsl­unnar sögð vera sú að virkja þyrfti á við tvær Kára­hnjúka­virkj­anir til að búa til ork­una sem sæstrengur myndi kalla á. Hörður segir þá ályktun ekki byggja á nið­ur­stöðu skýrsl­unnar að neinu leyti. „Sam­kvæmt miðsviðs­mynd skýrsl­unnar þarf um 1500 mega­vött til. Stór hluti þess afls - Um það bil ein Kára­hnjúka­virkjun - myndi koma úr bættri nýt­ingu. Umhverf­is­á­hrif þess yrðu eng­in. Þá myndu líka koma til smærri virkj­anir í vatns­afli, vindi og jarð­varma sem myndu selja inn á kerf­ið, en væri að öðrum kosti ekki hag­kvæmt að gera. Í þriðja lagi væri um hefð­bundna virkj­ana­kosti að ræða og úr þeim þyrftu að koma um 250 mega­vött. Það er álíka stórt og Hraun­eyja­foss­virkj­un, en mun minna en Kára­hnjúka­virkj­un. Að okkar mati er því ekki rétt að leggja þetta svona upp eins og gert var.“

Hörður leggur þó áherslu á að það sé alltaf póli­tísk ákvörðun hvort ráð­ist verði í lagn­ingu sæstrengs eða ekki. „Það á eftir að fara fram mikil umræða um þetta mál en skýrslan er gott inn­legg í þá umræðu. Ég myndi segja að það þyrfti að meta þá val­kosti sem Íslend­ingar hafa fyrir sína orku­notk­un. Sæstrengur breytir því ekki hvað við ákveðum að virkja í hefð­bundnum virkj­ana­kost­um. Það er ákvörðun sem stjórn­völd taka með ram­m­á­ætl­un­ar­ferli og svo póli­tískum ákvörð­un­um.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Á myndinni sjást fyrirhugaðir fyrstu tveir áfangar Borgarlínu.  Rauð leið Hamraborg – Hlemmur og Græn leið Ártún – Hlemmur.
Skipa hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu
Verkefnastofa Borgarlínu hefur skipað hönnunarteymi fyrir fyrstu tvo áfanga Borgarlínu. Vinna við hönnun er þegar hafin.
Kjarninn 12. desember 2019
Hjálmar Árnason, Unnur Brá Konráðsdóttir, Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson.
Fyrrverandi þingmenn standa að söfnun fyrir nauðstadda í Namibíu
Fjórir fyrrverandi þingmenn hafa efnt til söfnunar fyrir nauðstadda í Namibíu í samstarfi við Rauða krossinn.
Kjarninn 12. desember 2019
Fjölmiðlafrumvarpið á dagskrá þingsins í dag
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla er komið aftur á dagskrá Alþingis. Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokks hefur barist hart gegn málinu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None