Þarf ekki að byggja tvær Kárahnjúkavirkjanir til að leggja sæstreng

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Auglýsing

Það þarf ekki að reisa tvær Kára­hnjúka­virkjarnir til að fram­leiða orku fyrir raf­orku­sæ­streng til Bret­lands, Bretar hafa nú stað­fest að þeir eru til­búnir að greiða með orku frá Íslandi sem yrði flutt til Bret­lands um streng­inn og þjóð­hags­leg arð­semi af lagn­ingu strengs­ins fyrir hvort land fyrir sig yrði 25-30 millj­arðar króna. Þetta segir Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar.

Skýrsla um kostn­að­ar- og ábata­grein­ingu á lagn­ingu sæstrengs milli Íslands, sem unnin var af Kviku í ráð­gjafa­­fyr­ir­tækið PÖYRY, var kynnt í gær. Sam­­kvæmt henni, þá eru vís­bend­ingar um að lagn­ing 800 til­ 1.200 km. sæstrengs kunni að reyn­­ast bæði Íslands og Bret­landi þjóð­hags­­leg og við­­skipta­­lega arð­­söm. For­­senda þess virð­ist þó vera að bresk stjórn­­völd séu reið­u­­búin að styðja við verk­efnið líkt og þau styðja í dag þar­­lenda nýja end­­ur­nýj­an­­lega raf­­orku­vinnslu.

50 til 60 millj­arðar króna á ári í arð­semi

Lands­virkjun hefur lengi haft áhuga á að kanna mögu­leika þess að bæta sæstreng við sem við­skipta­vini fyr­ir­tæk­is­ins. Hörður skrif­aði til að mynda grein í Morg­un­blaðið fyrir rúmu ári þar sem hann sagði sæstreng­inn vera mjög áhuga­verðan kost. 

Auglýsing

Hörður segir skýrslu Kviku og PÖYRY svara mörgum spurn­ing­um. Þar komi til að mynda fram að þjóð­hags­leg arð­semi yrði 50 til 60 millj­arðar króna sem myndi skipt­ast til jafns milli þjóð­anna tveggja, Íslands og Bret­lands. Þá sé búið að borga mjög við­un­andi arð­semi á allar fram­kvæmdir í báðum löndum og taka til­lit til kostn­að­ar­verðs­þátta, svo sem hækk­ana á raf­magns­verði til fyr­ir­tækja og heim­ila, sem lækkar ávinn­ing­inn. „Okkar grund­völlur var að fá það stað­fest að Bretar væru til­búnir til að nýta sér styrkja­kerfið sem þeir hafa fyrir orku­vinnslu fyrir verk­efn­ið, en Bretar eru þegar að greiða með allri orku sem er til í Bret­landi. Það fékkst stað­fest.“

Póli­tísk ákvörðun

Í fréttum í gær var nið­ur­staða skýrsl­unnar sögð vera sú að virkja þyrfti á við tvær Kára­hnjúka­virkj­anir til að búa til ork­una sem sæstrengur myndi kalla á. Hörður segir þá ályktun ekki byggja á nið­ur­stöðu skýrsl­unnar að neinu leyti. „Sam­kvæmt miðsviðs­mynd skýrsl­unnar þarf um 1500 mega­vött til. Stór hluti þess afls - Um það bil ein Kára­hnjúka­virkjun - myndi koma úr bættri nýt­ingu. Umhverf­is­á­hrif þess yrðu eng­in. Þá myndu líka koma til smærri virkj­anir í vatns­afli, vindi og jarð­varma sem myndu selja inn á kerf­ið, en væri að öðrum kosti ekki hag­kvæmt að gera. Í þriðja lagi væri um hefð­bundna virkj­ana­kosti að ræða og úr þeim þyrftu að koma um 250 mega­vött. Það er álíka stórt og Hraun­eyja­foss­virkj­un, en mun minna en Kára­hnjúka­virkj­un. Að okkar mati er því ekki rétt að leggja þetta svona upp eins og gert var.“

Hörður leggur þó áherslu á að það sé alltaf póli­tísk ákvörðun hvort ráð­ist verði í lagn­ingu sæstrengs eða ekki. „Það á eftir að fara fram mikil umræða um þetta mál en skýrslan er gott inn­legg í þá umræðu. Ég myndi segja að það þyrfti að meta þá val­kosti sem Íslend­ingar hafa fyrir sína orku­notk­un. Sæstrengur breytir því ekki hvað við ákveðum að virkja í hefð­bundnum virkj­ana­kost­um. Það er ákvörðun sem stjórn­völd taka með ram­m­á­ætl­un­ar­ferli og svo póli­tískum ákvörð­un­um.“

CRIPSRi notað til að skoða erfðamengi baktería
Hvaða gen eru það sem bakteríur nýta sér til að verjast sýklalyfjum?
Kjarninn 19. janúar 2019
Viðar Freyr Guðmundsson
Máttlaus áhrif lækkunar hámarkshraða
Leslistinn 19. janúar 2019
Jóhann Bogason
Skömm sé Háskóla Íslands
Kjarninn 19. janúar 2019
Þolendur eiga ekki að þurfa að sitja undir Klausturmönnum
Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að Ágúst Ólafur Ágústsson muni ekki koma aftur til starfa í næstu viku. Hún veit ekkert um hvort Bergþór Ólason eða Gunnar Bragi Sveinsson ætli að gera það.
Kjarninn 19. janúar 2019
Koma svo!
Koma svo!
Koma svo - Fyrirgefðu en má ég vera til?
Kjarninn 19. janúar 2019
Tæknispá 2019
Þroskaðra sprotaumhverfi, Elon Musk í kringum tunglið, mannlegar hliðar tækni, hæpheiðar og -dalir og frú Sirrý á íslensku. Þetta er meðal þess sem fram kemur í árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
Kjarninn 19. janúar 2019
Jón Baldvin: Ásakanir „hreinn uppspuni“ eða „skrumskæling á veruleikanum“
Jón Baldvin hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni af fjölda kvenna að undanförnu.
Kjarninn 19. janúar 2019
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None